Feykir - 12.06.2019, Side 8
Heilir og sælir lesendur góðir.
Í síðasta þætti bað ég lesendur um að hjálpa
mér að rifja upp réttan höfund að vísunni:
Það vill eitt og annað bresta
á það sem ég frekast kaus.
- O.s.frv.
Hef nú fengið góðar upplýsingar frá les-
endum þar um sem ég þakka mikið vel
fyrir. Vísan er eftir hina rómuðu skáldkonu
Ólínu Jónasadóttur frá Kotum og er það
heimska mín að geta ekki munað það, þrátt
fyrir að vita og hafa birt hana áður hér í
þættinum.
Munu tildrög hennar þau að hana vant-
aði hjálp við að laga bilaðan glugga og
langaði til að fá karlmannshjálp til þess.
Ástæða þess að ég óskaði eftir þessum
upplýsingum var að í ljóðabók sem Birgir
Marinósson gaf út telur hann sig vera
höfund vísunnar.
Gott að fá næst fallega vorvísu sem er
laglega saman sett hringhenda. Höfundur er
Sigmundur Benediktsson.
Gleymist vandi, glæðist blítt
geislabandamáttur,
er um landið leikur þýtt
lífsins andardráttur.
Þegar Sigmundur virðir fyrir sér miðnætur-
sólina verður þessi til:
Yfir veröld auðnufeld
óskastundin lætur,
flétta saman fórnareld
faðmlög dags og nætur.
Þegar Sigmundur, á ferðalagi yfir Stóra-
Vatnsskarð, horfir yfir Skagafjörð af Arnar-
stapanum, verður þessi til:
Þó að berji brim og ís
bólstað fugla hjarðar.
Drangey stolt úr djúpi rís
drottning Skagafjarðar.
Fallega er þar notað form stökunnar og
áfram skal haldið við ylinn frá henni í næstu
vísum sem þættinum bárust og munu vera
eftir Lárus Salómonsson sem var á sinni tíð
þekktur hagyrðingur í Kópavogi.
Íslensk tunga orðmörg, hlý
á bragahætti dýra.
Ferskeytlunnar formi í
flest má segja og skýra.
Vísan hún er lipur list
léttir geði þungu,
svo er hennar saga fyrst
sögð á vorri tungu.
Vísan geymir valinn sjóð
vekur ljós á skari.
Hún kann lýsa heilli þjóð
heilu aldarfari.
Það er hinn kunni kvæðamaður Ingþór
Sigurbjörnsson sem yrkir svo fallega til
samferðamanna á lífsins leið.
Vísnaþáttur 737 Það er gott á góðri stundgleðjast meðal vina,
taka í heita mjúka mund
milda samvistina.
Man því miður nú í augnablikinu ekki eftir
annarri vísu eftir Ingþór sem segja má að
henti þessari árstíð, en þessi, þó ort sé að
vetri, biður þó um bjartari tíma.
Þegar okkar byggða ból
blessað hefur vetur.
Vonum þó að vor og sól
vermi okkur betur.
Það er Óskar Þórðarson frá Haga sem
er höfundur að þessari. Mun hún ort í
verslunarferð.
Varan léleg verðið hátt
viðsjált skraf við fyrstu kynni.
Tauið verður varla blátt
verði það þvegið einu sinni.
Þegar Óskar veltir fyrir sér þessari þrá til
vísnagerðar, verður þessi til:
Fellur saman orð og orð
í efnislausu kvæði,
úr því ég á annað borð
einstig rímsins þræði.
Á vordeginum verður þessi til hjá Óskari:
Áráttan er söm við sig
sól og vindar kalla.
Engan langar eins og mig
upp til hárra fjalla.
Margar vel meitlaðar vísur orti
bændahöfðinginn Þorsteinn Magnússon
frá Gilhaga. Á efri árum mun þessi hafa
orðið til:
Fyrir gíg mér eyddist afl
oft nam ráði skeika.
Nú er æfi tapað tafl
tregðast ég að leika.
Önnur í svipuðum dúr kemur hér eftir
Þorstein:
Anda napurt oft ég finn
auðnu tapast vegur,
asnaskapur allur minn
er svo hrapalegur.
Heyrt hef ég þá frásögn að einhverju
sinni í fjallferð hafi Þorsteinn komið að
uppsprettulind og fengið sér þar vel að
drekka. Sá hann þá spegilmynd sína í
lindinni og mun af því tilefni hafa ort þessa:
Af þér drakk ég, lækjarlind
langan teyg með þökkum,
en þú dróst upp dapra mynd
djúp og slétt af bökkum.
Veriði þar með sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
að hafa önnur orð um það.
Hér er allt til alls og maður
hefur allt út af fyrir sig og
getur gert það sem maður vill.
Þetta er afskaplega vel hannað
allt saman finnst mér. Og
starfsfólkið er alveg frábært og
þá tala ég ekki um vistfólkið
sem er yndislegt líka,“ segir
Hólmfríður sem hefur þarna
átt heima í tvö ár.
Hún segist ekki alveg hafa
verið til í það í fyrstu að flytja
á Skagaströnd þar sem hún
hafði alltaf hugsað sér að fara á
dvalarheimilið á Sauðárkróki.
En eftir að Halldór Gunnar
Ólafsson, barnabarn hennar,
sannfærði hana um að flytja
leið ekki nema tvær vikur að
hún var komin á Sæborg og sér
ekki eftir því.
„Hún var laus þessi íbúð
og þess vegna fékk ég hana.
Ég á líka svo góða fjölskyldu
hér, öll svo yndisleg,“ segir
Hólmfríður sem finnst
sjúkrahúsmálin á Sauðárkróki
mjög aftarlega. „Það er alltaf
yfirfullt og enginn tekinn inn
nema hann sé fárveikur, að
það sé ekki annað hægt en að
taka hann inn. Ég ætlaði mér
alltaf að vera á dvalarheimilinu
á Króknum, var búin að vinna
þar í 32 ár svo er ég bara
kominn hingað. Þetta getur
ekki verið betra. Og sólstofan
er yndisleg, punkturinn yfir
I-ið.“
Undir þetta tekur Þórður
Eyjólfsson sem dvaldi um tíma
á Sæborg. „Svona þyrftum við
að fá, eina lengju austan við
dvalarheimilið á Sauðárkróki.
Það má vera á tveimur hæðum
enda eru komnar nýjar lyftur
á markaðinn og miklu minni
kostnaður við þær en áður.
Þetta þyrfti að fara að gerast
því það er ekkert pláss fyrir
okkur gamlingjana,“ segir
hann einbeittur. Ástæðan fyrir
dvöl hans á Sæborg var sú að
hann fór í mjaðmaaðgerð á
Akureyri og átti að hvílast og
njóta hjúkrunar á Sauðárkróki.
En þegar til kom var búið að
ráðstafa plássinu. „Þegar við
komum á Krókinn, og þetta
ljóst með herbergið, þá vildi
ég bara fara heim en þeir
þvertóku fyrir það af því að
ekki var hægt að aðstoða mig
þar fyrstu sólarhringana. Það
var laust eitt herbergi fyrir
vestan og það varð úr að ég
sagði þeim að ef herbergið
væri klárt á Skagaströnd þá
væri best að leggja í´ann
strax. Það endaði þannig að
Akureyrar sjúkrabíllinn fór
með mig vestur. Ég var sem
sagt fluttur í skyndi og dvaldi
ég á Sæborg í fimm vikur
og leið alveg rosalega vel. Ég
veit ekki hvort ég hefði þurft
að vera svona lengi en mér
var sagt að ég hefði rétt á því
og var hinn ánægðasti með
það. Ég kynntist fólkinu vel
og allt er svo heimilislegt og
elskulegt hérna. Aðstaðan
hjá hverjum og einum er
alveg til fyrirmyndar, hægt
að hita sér kaffi eða soðið sér
mat ef maður vill og sturta
og klósett í hverju herbergi.
Þetta er ómetanlegt,“ segir
hann. Þórður var það ánægður
með dvölina að hann fór
fljótlega í heimsókn og færði
starfsfólkinu blóm og konfekt í
þakklætisskini líkt og í þessari
ferð okkar nú.
Þórður er fullur áhuga og
hvetur hann ráðamenn til
að beita sér fyrir því að álíka
heimili rísi á Sauðárkróki. Sér
hann fyrir sér að byrjað verði á
grunninum sem fyrst og segir
hann að þegar hann er kominn
væri hægt að fara að ýta á ríkið
að koma að verkefninu.
„Þetta sé ég fyrir mér að
byggja einmitt svona eins og
Sæborg, segir hann og minnir
á að aldurinn færist yfir hvern
og einn og gömlu fólki fjölgar
sem kallar á fleiri pláss á
dvalarheimili.
mt ... mt ...
8 22/2019