Feykir


Feykir - 12.06.2019, Síða 9

Feykir - 12.06.2019, Síða 9
TORSKILIN BÆJARNÖFN palli@feykir.is Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar Harrastaðir í Vesturhópi og Skagaströnd Úr miðri 15. öld (sjá t.d. Auðunarmáldaga og Auð- brekkubrjef frá, 146l og 1445. DI. V. 354 og DI. IV. 664) bólar á afbökuninni Hara- og eftir 1500 virðist rjetta nafnið týnt. (Sjá t.d. DI. VII. 302 og DI. IX. 154 o.v.) Harrastaðanafnið Í Vesturhópi hefir þó breyzt fyr, því 1344 (DI. V. bls. 2) er það ritað Hara, en getur vel verið misritun, því Harra- er það skrifað árið 1472 tvívegis í sama brjefi, sem geymst hefir á skinni. (DI. V. bls. 664.) Eftir 1500 finst ekki upprunanafnið og jafnvel í nýja jarðamatinu er gamla latmælið: Hara. (BIs. 115.) Bersýnilega eru bæirnir kendir við mannsnafnið Harri. Og það er einmitt merkilegt að þetta Harranafn finst hvergi nema í Húnavatnsþingi. Landnáma (bls. 127) er þar fyrst til frá- sagnar: „Ormr hét maðr er nam Ormsdal ok bjó þar; hann var faðir Odds, föður Þórodds, föður Helga, föður Harra, föður Jóru, móður Þórdísar, móður Tanna, föður Skafta.“ Jeg tel mjög líklegt, að Harri þessi hafi fyrstur bygt á Harrastöðum í Vesturhópi eða búið þar og Tanni á Tannastöðum í Hrúta- firði, sem nú er alm. nefndur Tannstaðir, því vafalaust hafa niðjar Orms í Ormsdal (nú í eyði) bygt þar í nánd. Í þessum sveitum hefr líka Harranafnið haldist við, fyrst og fremst í ættinni, fram yfir 1300, því Sturlunga (lll. bls. 1l5) getur um „Harra bónda í Miðhópi“. Einnig er einhver Harri nefndur í skuldareikningi úr Húnavatns- sýslu, frá 1340 (Dl. II. 727), en eftir þetta virðist Harranafnið detta úr sögunni. Það fylgist því nokkuð að: bæjanafnið rjett meðan mannsnafnið þekkist, en eftir það Hara- (latmæli sbr. Starastaðir fyrir eldra nafnið Starra- eftir Goðdala-Starra. Sjá Landn. bls. 140). Því skal og bætt við, að hari sem mannsnafn finst hvergi í íslenzkum fornritum, sem sannar líka að rjetta nafnið er Harrastaðir. (Nokkuð annan uppruna hefir Harrastaðanafnið í Dalasýslu, en það verður ekki rakið hjer.) Harranafnið er æfagamalt. Snorri Sturluson nefnir Harra meðal sona Hálf- danar gamla. (Snorra Edda bls. 252.) Og í fornkvæðum tíðkast það mjög sem konungskenning (ekki Hari. Sjá Lexicon Poet. bls. 229). Harri þýðir víst upphaflega harðlyndur (her)maður; samst. við lys.o. harðr; Nýn. harre og harren, og s.stofna fornþ. orðinu herz er þýðir stinnur, ósveigjan- legur. (Sjá Torp: bls. 200+211.) Bæirnir eru 2 í Húnavatnssýslu (af 3 samnefndum á landinu) og heita rjettu nafni Harrastaðir, eins og eftirgreindar heimildir sýna: Landamerkjabrjef Finnsstaða frá 1387 hefir Harra- (DI. III. 398) og sölubrjef um Hól í Bolungarvík, ársett 1449, sömul. Harra. (DI. IV. 755.) Neðri-Harrastaðir í Skagabyggð. MYND: PF 22/2019 9 Snotur sem sumardagur Feykir.is Ragnar Z. Guðjónsson / trommur Hlustar líklega mest á tónlist frá 80's tímabilinu ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Raggi Z ... ekki kannski glaðbeittur að þessu sinni. MYND ÚR EINKASAFNI Ekki greip umsjónarmaður Tón-lystarinnar í tómt þegar leitast var eftir því að Ragnar Z. Guðjónsson, eða bara Raggi Z, svaraði þættinum. Kappinn er fæddur á Blönduósi það herrans ár 1970 og ólst þar upp, sonur Kolbrúnar Zophoníasdóttur og Guðjóns Ragnarssonar. Nú býr hann í Hafnarfirði og titlar sig ritstjóra Húnahornsins góða – með meiru. Kannski kom það einhverjum á óvart þegar það fóru að birtast myndir á samfélagsmiðlunum af Ragga á tónleikaferð um landið ásamt nokkrum félögum sínum. Hann segist hafa trommað á menntaskólaárunum og síðan ekki söguna meir „...fyrr en fyrir fjórum árum, þá voru teknir upp gamlir taktar.“ Spurður út í helsta afrekið á tónlistarsviðinu segir hann það vera að spila í bandi með Birni Thoroddsen. – Sem er auðvitað bara ansi magnað. Hvaða lag varstu að hlusta á? Hello Sunshine með Bruce Springsteen. Uppáhalds tónlistartímabil? Nú er það svo að ég er alæta á tónlist og á ég mér uppáhalds lög frá öllum tímabilum. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt tímabil væri það líklega 80's tímabilið. Viðurkenni það fúslega að líklega hlusta ég meira á lög frá því tímabili en öðrum. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég hef áhuga á að hlusta á alla nýja tónlist sem kemur út og eins og gengur fellur eitt í kramið en annað ekki. Þessa dagana hef ég verið að sperra eyrun yfir nýjustu lögum iðnaðarrokkarans Bruce Springsteen. Hef ávallt dáðst af þessum afkastamikla og sívinsæla lagahöfundi. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Allskonar tónlist, popp, rokk og klassík. Fjölbreytileikinn var allsráðandi. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kassettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ekki séns að ég muni það. Líklega hef ég fyrst eignast kassettu og tekið upp tónlist úr Ríkisútvarpinu. Svo minnir mig að fyrsta platan sem ég keypti hafi verið Geislavirkir með Utangarðsmönnum. Hvaða græjur varstu þá með? Þá hef ég notast við Sony græjurnar hjá mömmu og pabba. En svo eignaðist ég stórt kassettutæki með risahátölurum. Það var á break- dans tímabilinu og tók ég fullan þátt í því með tækið á öxlunum. Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Líklega lög frá Bítlunum sem heilluðu mig snemma eða frá Paul Simon og Art Garfunkel en ég fílaði þá í botn á ákveðnu tímabili. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn eða fer óstjórnlega í taugarnar á þér? Það getur ekkert lag eyðilagt fyrir mér daginn og fátt fer í taugarnar á mér, og þegar maður hefur upp undir 20 útvarpsstöðvar í bílnum er lítið mál að skipta um stöð ef leiðinlegt lag kemur. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Það fer nú eftir því hverjum er boðið í partíið. Ef það eru „unglingar“ á mínum aldri þá væri það tónlist frá árunum 1977-1987. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Fuglasöng væri ágætt, en léttan jazz eða blues væri líka vel við hæfi. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tón- leika og hvern tækirðu með þér? Þá væri ég til í að prófa eitthvað nýtt og skella mér til Kaliforníu í júní á Carolina Country Music Fest. Kántríhátíðin er haldin á Myrtle ströndinni í Suður-Karolínu og er ég sannfærður um að hún yrði frábær skemmtun. Ég tæki auðvitað fjölskylduna með. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Það hefur nú örugglega verið ný plata Guns N´Roses – Appetite for Destruction. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Hef alls ekki dreymt um að vera eða verða tónlistarmaður. Tónlistarmennirnir sjálfir hafa ekki áhrif á mig en tónlistin þeirra getur skapað ákveðin hughrif og haft þannig áhrif á mann á ýmsan hátt. Enginn einn skarar þar framúr. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Þær eru nú nokkrar sem nefna má, t.d. Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, Led Zeppelin og Dark Side of the Moon. toppurinn Vinsælast á Playlista Ragnars Z: Ventura Highway AMERICA Never Gonna Give You Up RICK ASTLEY Don´t Stop Believin JOURNEY Blue Monday NEW ORDER Let´s Dance DAVID BOWIE Sweet Child o‘ Mine GUNS N ́ROSES

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.