Feykir - 12.06.2019, Page 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Stjórn
Feykir spyr...
Hvaða lag
kemur þér í
sumarfílinginn?
Spurt á Facebook
UMSJÓN Eysteinn Ívar
„Sumartíminn – 12:00,
kemur mér í sumarfílinginn!.“
Rakel Svala Gísladóttir
„Það myndi vera Can´t stop the
feeling með JT, því það vekur
upp svo margar skemmtilegar
minningar.“
Vala Hrönn Margeirsdóttir
„Það myndi vera sumar-
smellurinn Sumargleðin með
Ingó veðurguð og Gumma Tóta,
þetta er svo hrikalega
catchy lag!“
Hannes Ingi Másson
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
Ég trúði ekki á endurholdgun í síðasta lífi mínu – og geri ekki enn.
– Woody Allen
Sudoku
Ótrúlegt – en kannski satt...
Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur annars vegar og trjáhnetur
hins vegar, svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur.
Jarðhnetur eru í raun ekki hnetur heldur belgjurt, hluti af
baunafjölskyldunni. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er hægt að nota
jarðhnetuolíu til að búa til nitroglycerin sem er hluti af dínamíti.
„Heyrðu, In the Summertime
með Mungo og Jerry,
klikkar ekki..“
Sigvaldi Helgi Gunnarsson
Þó hitastigið hér norðan heiða sé ekki beint sumarlegt þessa
dagana látum við það nú ekki á okkur fá og kyndum upp í
grillunum til að komast í sumarskapið. Umsjónarmaður
þáttarins vafraði aðeins um á netinu og fann nokkrar
skemmtilegar uppskriftir fyrir gott grillkvöld.
AÐALRÉTTUR 1
Marineraðar
kjúklingabringur
á teini með grænmeti
4 kjúklingabringur
5 ferskar ananassneiðar
1 rauð paprika
1 gul paprika
kirsuberjatómatar
1 rauðlaukur
1 dl ananassafi
1 msk sojasósa
2 msk ólífuolía
salt og pipar
hvítlaukur og engifer eftir smekk
Aðferð: Blandið saman ananassafa,
Ýmislegt
gott á grillið
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is
Kjúklingabringur á teini. MYND AF NETINU
sojasósu, ólífuolíu, salt og pipar.
Pressaður hvítlaukur og engifer
eftir smekk.
Skerið kjúkling í bita og látið
liggja í kryddleginum í 30 mínútur
eða lengur. Leggið grillpinna í
bleyti í 30 mínútur til að koma í veg
fyrir að þeir brenni á grillinu.
Skerið ananas, paprikur og
rauðlauk í bita og raðið á grill-
pinna til skiptis ásamt kjúklingi og
tómötum. Grillið í 15 mínútur eða
þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
Penslið með kryddlegi á meðan og
snúið nokkrum sinnum á grillinu.
AÐALRÉTTUR 2
Grillaður silungur
með hnetum og Camembert
Silungur (heill), u.þ.b. 2-3ja
punda silungur er passlegur
á mann
púrrulaukur
Camembert ostur
salthnetur
púðursykur
salt
hvítlaukspipar
Aðferð: Hreinsið silunginn með því
að skafa roðið létt með hníf undir
rennandi vatni (köldu). Afhausið
hann og skerið sporðinn af. Hægt er
að bera silungana fram heila eða
hluta þá niður. Athugið að kviðurinn
er fylltur.
Myljið salthneturnar. Sneiðið
púrrulaukinn og bitið Camembert
ostinn.
Byrjað er á að krydda silunginn
að innan og utan með hvítlauks-
piparnum og ca 1-3 tsk af púðursykri
(fer eftir hve fiskurinn er stór).
Sykurinn gerir fiskinn safaríkann.
Fyllið síðan silunginn með
púrrulauk, Camembert og dálitlu af
hnetum. Stráið svo salthnetum yfir
fiskinn og kryddið með hvítlauks-
pipar og dálitlu af salti.
Pakkið inn í álpappír og grillið í
u.þ.b. 12 mínútur á hvorri hlið. Borið
fram með bakaðri kartöflu, salati og
jafnvel heitu brauði. Svo er að sjálf-
sögðu gott að drekka ískalt vatn, nú
eða þá hvítvín með.
EFTIRRÉTTUR
Grillaður ananas með ís
Ananas, skorinn í u.þ.b.
sentímeters þykkar sneiðar
ís
½-1 dl púðursykur (má sleppa)
1 dl romm (ananassafi ef
rétturinn á að vera óáfengur)
1 dl stórar kókosflögur
Aðferð: Skerið ananasinn í sneiðar
og skerið börkinn af. Blandið
púðursykri og rommi (ananassafa)
saman. Leggið ananas sneiðarnar á
fat og hellið leginum yfir, látið standa
í 30 mínútur og snúið ananasnum
reglulega svo hann marinerist á
báðum hliðum.
Kveikið á grillinu og stillið á
miðlungs hita. Ristið kókosflögurnar
á pönnu og látið þær brúnast örlítið.
Gott er að taka ísinn úr frystinum
þegar hér er komið sögu til þess að
hann sé ekki of frosinn þegar á að
fara nota hann.
Grillið ananasinn í um það bil
fimm mínútur eða þangað til hann er
orðinn heitur í gegn og aðeins far-
inn að brúnast. Raðið saman á disk
ananas, ís og kókosflögum.
Verði ykkur að góðu!
22/2019 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
FEYKIFÍN AFÞREYING
Taumhald ég á öðrum er.
Á ein syðra nafn það ber.
Hægra megin hásetans.
Hæstvirt titluð innanlands.