Feykir


Feykir - 23.10.2019, Blaðsíða 7

Feykir - 23.10.2019, Blaðsíða 7
byrja með. Svo fór ég að vera með auglýstan viðverutíma á stofunni 1. september. Í rauninni átti ég ekkert barneignafrí, þannig lagað, af því að ég var á milli stofnana, það var heilbrigðisráðuneytið sem réði mig á Hofsós en ég var áður í vinnu á Borgarspítalanum. Ég hætti reyndar þar 1. maí og fór þá á stutt námskeið, var að fylgjast með á Heilsuverndarstöðinni, m.a. ungbarnaeftirliti, mæðra- eftirliti og berklavörnum. Svo var boðið upp á sex vikna námskeið vorið 1975 fyrir okkur sem vorum að vinna úti í héraði, við vorum nokkuð margar. Ég dreif mig á það þó að Áslaug væri svona lítil, mamma passaði hana fyrir mig. Svo vildi Áslaug ekki sjá mig þegar ég kom til baka, það var svolítið erfitt og líka það að þurfa að skilja hana eftir. En það jafnaði sig nú hjá henni blessaðri.“ Fyrstu árin bjó Sigga í Mýrakoti hjá foreldrum sínum þar sem gott var að geta leitað til þeirra með barnapössun. Eiginmaður hennar, Óskar Hjaltason, var togarasjómaður á þessum árum og því mikið fjarverandi. Sonurinn Jón Þór fæddist svo vorið 1976 og í janúar á næsta ári flutti fjölskyldan í íbúð á efri hæð heilsugæslunnar á Hofsósi. Á þessum tíma var enginn leikskóli á Hofsósi og Sigga segir að oft hafi það verið heilmikið púsl að vera með tvö lítil börn, sérstaklega þegar Óskar var úti á sjó og hún þurfti að sinna útköllum fyrirvaralaust. Því var nauðsynlegt að hafa einhvern við höndina sem gæti litið eftir börnunum og réð Sigga til sín unglingsstúlkur sem dvöldu hjá henni. Starfið gat verið ónæðissamt og segist Sigga muna eftir að hafa farið í þrjú útköll sömu nóttina. Oft voru líka veður vond og færðin slæm en samgöngur hafa tekið miklum stakkaskiptum á þessum tíma. „Það eru engir vetur núna miðað við þetta, maður var alltaf að skaka í snjó. Ég man eftir að fyrst eftir að ég byrjaði, þá bjó ég úti í Mýrakoti og þá var náttúrulega vegurinn verri og alls staðar skaflar, þá var ég einu sinni klukkutíma á milli, frá Mýrakoti og inn í Hofsós, þessa fimm kílómetra, að hjakka í snjónum. Ég fékk alveg ágætis æfingu þarna að keyra í snjó.“ Og keyrðir þú allt sjálf? var þrjú heil ár með þriggja vikna sumarfríum en ekki var reiknað með neinum jóla- eða páskafríum. Hvert skólaár hófst með stóru námskeiði en að öðru leyti fólst námið í vinnu úti á sjúkrahúsunum sem Sigga tók á Landspítalanum og nokkra mánuði á Akureyri. Eftir útskrift haustið 1970 langaði hana að kynnast fleiri vinnustöðum og réði sig í vinnu á Landakoti. „Þá voru St. Jósefsnunnurnar með spítalann. Það var mjög gaman að kynnast því, það var mikill skortur á hjúkrunarfræðingum þarna svo þær auglýstu í Þýskalandi svo það var dálítið af ungum, þýskum hjúkrunarkonum þar og ég hef haldið sambandi við tvær þeirra alveg síðan. Ég var á Landakoti frá því haustið 1970 en hætti vorið 1972 og tók mér smá pásu um sumarið og fór norður en fór að vinna strax um haustið á Borgarspítalanum, meðal annars á móttökudeild á slysavarðstofunni sem var einnig háls-, nef- og eyrnadeild. Það var mikið fjör og nóg að gera en skemmtilegur tími. Ég vann þar fram á vorið 1973. Þá byrjaði ég á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og var þar í þrjá til fjóra mánuði, sem sagt yfir sumarið, og fór svo að vinna á gjörgæslunni á Borgarspítalanum þegar ég kom suður og var þar til vorsins 1974 þegar ég flutti norður.“ En hvað kemur til að þú flytur hingað norður? „Það var búið að vera læknislaust hérna á þessu svæði í tvö ár og fólk sætti sig ekkert við það að hafa engan heilbrigðisstarfsmann hérna. Þetta var allt annað þá heldur en núna, maður er skotfljótur á Krókinn miðað við það sem var þá, það mátti alveg reikna með klukkutíma akstri og svo var þetta bara oft ófært. Þeim datt þá í hug að það gæti verið ráð að ráða hjúkrunarfræðing og þá var náttúrulega nærtækast að fá einhvern sem var úr sveitinni enda hefur það sýnt sig að það gefst nú best, t.d. með lækna og fleiri upp á að þeir tolli eitthvað að þeir séu bundnir átthagafjötrum,“ segir Sigga glettnislega. Hofsóslæknishérað náði yfir svæðið frá Fljótum og inn í Hóla- og Viðvíkursveit en um þetta leyti voru Fljótin lögð undir Siglufjarðarlæknishérað. Á þessum tíma bjuggu tæplega 300 manns í þorpinu á Hofsósi og á svæðinu frá Fellshreppi og inn í Viðvíkursveit um 640 manns og átti eftir að fjölga í tæplega 800 þegar flest var. Eftir að læknislaust varð á svæðinu fóru læknar frá Sauðárkróki að vera með læknismóttöku einu sinni í viku á Hofsósi en eins og áður segir undu íbúar svæðisins því illa að hafa ekki lækni. Það varð svo úr, eftir að Jón Guðmundsson á Óslandi, sem þá var oddviti Hofshrepps, hafði samband við Siggu að hún ákvað að slá til og flytja norður. Sigga segir þá ákvörðun ekki hafa verið erfiða, hún hafi oft hugsað um það meðan hún var í náminu, sérstaklega í heilsuverndinni, hve gaman það væri ef hægt væri að koma upp þannig þjónustu fyrir íbúana heima. Annað atriði sem spilaði inn í var að Sigga var þarna ófrísk að sínu fyrsta barni og sá því fram á að erfitt gæti verið að sækja vinnu án þess að hafa það bakland sem fjölskyldan var. Dóttirin, Áslaug, fæddist svo 6. júní og þann 1. júlí hóf Sigga störf á Hofsósi. Annasamur tími „Ég byrjaði nú ekki í fullri vinnu strax, ég var alltaf með læknunum á þriðjudögum og fór líka heim til fólks að gefa sprautur og þess háttar ásamt því að vinna í spjaldskrá sem var talsvert verk til að Fjölskyldan í júlí 1981. Óskar, Jón Þór, Sigga og Áslaug. MYND ÚR EINKASAFNI Gömul fjölskyldumynd. Óskar með Áslaugu og Sigga með Jón Þór. MYND ÚR EINKASAFNI „Já, já, það þýddi ekkert annað. Ég var á jeppa, fékk hagstætt lán og keypti nýjan Bronko úr kassanum, það var ekkert hægt annað en að vera á góðum bíl. Maður var að fara út um sveitirnar og upp í dalina, t.d. í ungbarnaeftirlit.“ Eru einhverjar sérstaklega eftirminnilegar ferðir? „Ég veit það nú ekki. Ég man eftir einu sinni, þá var ég beðin um að fara út í Sléttuhlíð eina nóttina, ég var svo heppin að Óskar var heima þá því það var svo grenjandi stórhríð. Það var búið að hringja í læknana uppi á Krók og þeir lögðu af stað og það var svo gufuvitlaust veður að þeir komust ekki nema upp í Hegranesið, þá urðu þeir að snúa við. Óskar ákvað að koma bara með mér, krakkarnir sváfu og við hættum á að þeir mundu ekki vakna. En það var svo brjálað veður að það þýddi ekkert annað en að vera bara með opinn gluggann og hausinn úti til að sjá hvar vegurinn var, á þessum árum voru heldur engar vegastikur til að leiðbeina manni. Ég var nú farþegi þarna og þótti gott að Sigríður í vinnunni á Heilsugæslunni. MYND ÚR EINKASAFNI Sigríður í dyrum Heilsugæslunnar á Hofsósi í júlí 1978. MYND ÚR EINKASAFNI 40/2019 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.