Feykir


Feykir - 23.10.2019, Blaðsíða 5

Feykir - 23.10.2019, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Dominos-deildin :: Tindastóll 93 - Stjarnan 81 Stólarnir eru mættir! Það var boðið til veislu í Síkinu fimmtudaginn sl. þegar Stjarnan kom í heimsókn. Lið Garðbæinga er vel skipað og þrælsterkt og er spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var æsispennandi allt fram á lokakaflann en lið Tindastóls var með yfirhöndina lengstum og náði að standa af sér góðan kafla gestanna. Gerel Simmons var hreint frábær í liði Tindastóls, kappinn gerði 35 stig og átti stærstan þátt í flottum sigri þar sem liðsheildin var mögnuð. Það lítur allt út fyrir að stuðningsmenn Tindastóls séu komnir með liðið sitt aftur í gírinn. Lokatölur voru 93-81. Stjarnan fór betur af stað og hafði yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Austur- blokkin okkar virkaði hálf dofin til að byrja með þannig að Baldur þurfti aðeins að hreyfa liðið, setti Axel og Pétur inn á og fékk bullandi baráttu í staðinn. Það er hreinlega þannig að með Pétur í liðinu er Tindastólsliðið allt önnur og betri skepna! Jafnræði var með liðunum en á lokamínútu fyrsta leikhluta setti Simmons og Hannes niður þrista, staðan 26-20. Gerel Simmons tók leikinn yfir í öðrum leikhluta og hrein unun að fylgjast með honum þeytast um völlinn. Simmons, Bilic og Perkovic breyttu stöðunni í 44-30 og stuðið í stúkunni ósvikið. Brotið var á Simmons þegar skammt var eftir af öðrum leikhluta og hann setti vítin þrjú niður. Í liði Stjörnunnar er nú Nikolas Tomsick, sem var með Baldri í Þór á síðasta tímabili, setti ævintýralega þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út langt fyrir utan þriggjastigalínuna, staðan í hálfleik 51-38. Meiri grimmd var í gestunum í þriðja leikhluta og þeir Ægir Þór og Tomsick bættu við gír og smám saman dró saman með liðunum og munaði tíu stigum að loknum þriðja leikhluta. Sóknarleikur Stólanna var ekki eins góður og framan af leik. Nokkrir dómar féllu með Stjörnumönnum en Stólarnir héldu forystunni með því að setja niður nokkra stóra þrista þegar á þurfti að halda. Þegar minnstu munaði var staðan 78-76, eftir íleggju frá Tomsick. Nú voru jafnvel reyndustu menn farnir að róa áhyggjufullir í gráðið. Simmons og Bilic náðu að höggva á hnútinn í sókn Stólanna og leikurinn sveiflaðist yfir til Stólanna á ný. Nú voru það gestirnir sem virtust hálf sligaðir og þristur frá Simmons slökkti endanlega í þeim þegar innan við tvær mínútur voru til leiksloka. Simmons var sem fyrr segir á eldi, gerði 35 stig og þar af aðeins þrjú úr vítum. Sinisa Bilic var sömuleiðis drjúgur með 24 stig en kannski er merkilegasta tölfræðin sú að +/- tölur Péturs sýna að á meðan hann var inn á þá unnu Stólarnir með 22 stiga mun! Allir leikmenn Tindastóls skiluðu góðu framlagi og rétt að benda á þátt fyrirliðans, Helga Rafns, sem keyrði sína menn áfram og fór fyrir þeim í baráttu og fórnfýsi. Brodnik og Axel voru báðir með níu stig, Perkovic sjö, Hannes sex, Pétur tvö og Helgi eitt. Á morgun, fimmtudaginn 24. október, fara strákarnir að Hlíðarenda þar sem þeir mæta liði Vals sem hefur unnið báða leiki sína hingað til og á leik til góða gegn liði ÍR. Áfram Tindastóll! /ÓAB 1. deild kvenna :: Tindastóll 60 – Njarðvík 52 Tess mögnuð í sigri á Njarðvíkingum Tindastóll og Njarðvík mættust í hörkuleik í Síkinu á laugardaginn í þriðju umferð 1. deildar kvenna. Liði gestanna var spáð sigri í deildinni af spekingum fyrir mót og því alvöru prófraun fyrir lið Tindastóls sem hafði unnið einn leik en tapað öðrum það sem af var móti. Góð byrjun skóp um tíu stiga forystu sem gestunum gekk illa að vinna upp og Stólastelpur náðu að landa sætum sigri eftir harða atlögu gestanna í lokafjórðungnum. Lokatölur 60-52. Það var Tessondra Williams sem fór fyrir liði Tindastóls og hún var óstöðvandi í byrjun leiks. Hún kom heimastelpum í 10-5 og þristur frá Heru Sigrúnu jók muninn í átta stig. Lið Njarðvíkur reyndi mikið af 3ja stiga skotum í leiknum (42) en þau geiguðu mörg í fyrri hálfleiknum. Bæði lið spiluðu hörku vörn en gestunum gekk sínu verr að leita inn í teiginn og því mörg örvæntingarfull skot sem tekin voru af löngu færi. Lið Tindastóls var yfir, 17-8, að loknum fyrsta leikhluta og sama baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og munurinn yfirleitt um 7-12 stig. Þristur frá Karen Lind breytti stöðunni í 32-17 skömmu fyrir hlé en staðan 32-19 í hálfleik. Það var ljóst að lið Njarðvíkur ætlaði að selja sig dýrt í síðari hálfleik. Barist var um alla lausa bolta um leið og hraðinn í leiknum jókst. Valdís Ósk setti niður tvo stóra þrista þegar harðnaði á dalnum í sóknarleik Tindastóls og sá til þess að Njarðvíkingar færðust ekki of nálægt. Árni Eggert, þjálfari Tindastóls, kippti Tess, Telmu og Valdísi út af til að hvíla þær fyrir lokaátökin og óreyndari stúlkur komu inn. Gestirnir gerðu sitt besta til að slá þær út af laginu með mikilli pressu og þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta setti Ása Böðvarsdóttir-Taylor niður tvö víti og minnkaði muninn í þrjú stig, 47-44. Þá kom þriggja mínútna kafli þar sem allt var stál í stál en engin stig komu á töfluna. Það var svo loks Tess sem setti niður langan tvist, Erna Traustadóttir minnkaði í tvö stig með þristi, en Tess braust upp að körfu gestanna og setti tvö stig af harðfylgi og fékk víti að auki. Þristur frá Kareni Lind í kjölfarið breytti stöðunni í 55-47 og þá var mesti móðurinn af gestunum. Lokatölur 60-52. Sem fyrr segir var Tess frábær, gerði 29 stig, tók 16 fráköst þrátt fyrir að vera með minni leikmönnum vallarins, átti sex stoðsendingar og var með 43 í framlag. Þá er hún búin að taka 24 vítaskot í þremur leikjum tímabilsins og setja öll niður! Valdís Ósk var með níu stig, Karen Lind átta og Telma Ösp sjö. Þá stóðu Kristín Halla og Marín Lind fyrir sínu en allar börðust stelpurnar af krafti og fögnuðu sigrinum innilega í leikslok. Í kvöld, miðvikudaginn 23. oktbóber, spila stelpurnar við lið Grindavíkur suður með sjó en nk. laugardag kemur lið Hamars sunnan úr Hveragerði og etur kappi við Stólastúlkur. Það er um að gera að fjölmenna í Síkið og styðja stelpurnar. Áfram Tindastóll! /ÓAB Stólastúlkur að fagna sigrinum. MYND: ÓABSimmons var með 35 stig og 30 framlagspunkta í þessum leik. MYND: HJALTI ÁRNA. Fótbolti - M.fl. kvenna Murielle og Jackie verða áfram á Króknum Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við þær stöllur, Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, um að leika áfram með liði Tindastóls í 1. deildinni næsta sumar. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Tindastól en þær voru báðar frábærar nú í sumar og það verður spennandi að fylgjast með Stólastúlkum næsta sumar. Það er þó svekkelsi að segja frá því að Vigdís Edda Friðriksdóttir ætlar að flytja sig um set og ganga í raðir Breiðabliks sem endaði í öðru sæti í efstu deild kvennaboltans í sumar. Það verður sannarlega sjónarsviptir að Vigdísi, sem gerði fimm mörk með liði Tindastóls í sumar og sýndi oft flotta takta, en full ástæða er til að óska henni til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu á hæfileikum hennar. Betri fréttir eru að fyrirliðinn, Bryn dís Rut Har alds- dótt ir, Guðrún Jenný Ágústs dótt ir, Berg ljót Ásta Pét urs- dótt ir, Krista Sól Niel sen og syst urn ar Hug rún og Ey vör Páls dætur hafa all ar endurnýjað samn inga sína til eins árs. Þá er gaman að segja frá því að Tanner Sica, sem valinn var besti leikmaður karlaliðs Tindastóls í sumar, hefur einnig endurnýjað samning sinn við Tindastól og er það vel. Jackie spilaði 15 leiki með liði Tindastóls í sumar, þar af þrjá í Mjólkurbikarnum, og gerði í þeim níu mörk og átti slatta af fínum stoðsendingum. Hún varð reyndar fyrir því óláni að fá höfuðhögg upp úr miðju sumri og gat nánast ekkert tekið þátt í leikjum Tindastóls eftir það. Murr ættu nú flestir að þekkja sem á annað borð fylgjast með boltanum á Króknum en hún hefur verið nær óstöðvandi upp við mark andstæðinga Tindastóls síðustu tvö sumur. Í 35 leikjum hefur hún skorað 52 mörk auk þess sem hún hefur lagt upp slatta fyrir samherja sína. Haustið 2018 var hún valin besti leikmaðurinn í 2. deild kvenna auk þess að vera markahæst og hún endurtók þann leik í Inkasso- deildinni í sumar. /ÓAB 40/2019 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.