Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 Alhliða bókhaldsþjónusta Eignaskiptayfirlýsingar Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S: 896 4040 Fjárhagsbókhald Afstemmingar Viðskiptamannabókhald Launavinnslur Virðisaukaskattur Reikningagerð Skattframtöl Ársreikningar Fjármálastjórn Áætlanagerð Eignaskiptayfirlýsingar Skráningartöflur mánuðum verði heimilt að innleysa hana eins og það er orðað. Ferðamálastofa bendir á í umsögn að á meðan þetta tímabil varir sé til staðar tryggingarkerfi sem grípi inn í og endurgreiði kröfur komi til þess að ferðaskrifstofa missi rekstrarhæfi sitt og verði gjaldþrota. Danir komu á fót einum sjóði Sala pakkaferða er tryggingarskyld og ferðaskrifstofunum er skylt að út- vega tryggingar. Ekki virðist hins vegar ljóst hvort tryggingar þeirra standa allar undir skuldbindingum þeirra í dag. Halla Signý segir að rætt hafi verið um að 20 stærstu ferðaskrif- stofurnar séu með tryggingar sem dugi. Neytendasamtökin benda aftur á móti á að ef sú leið verði farin að heimila ferðaskrifstofum að skikka ferðamenn til að taka við inneign- arnótum sé lágmarkskrafa að þær verði að fullu tryggðar komi t.d. til gjaldþrots ferðaskrifstofa. Núverandi tryggingafyrirkomulag veiti ekki næga tryggingu til endurgreiðslu. Benda þau á önnur lönd þar sem vernd neytendanna sé betur tryggð, s.s. í Danmörku. Þar hafi stjórnvöld lagt til mikið fjármagn í einn trygging- arsjóð sem tryggi að neytendur geti gengið að því vísu að fá endurgreitt að fullu og í Noregi hafi neytendur val um hvort þeir þiggja inneignarnótur eða endurgreiðslur. takmarkanir sem honum fylgja geri ferðaþjónustuaðilum ókleift að af- henda þjónustu og neytendum ókleift að nýta hana. Markmið breyt- inganna sé að koma í veg fyrir gjald- þrot ferðaskrifstofa vegna lausa- fjárskorts. Óumdeilt er að gildandi lög veita ferðamönnum skýlausan rétt á fullri endurgreiðslu pakkaferða í reiðufé innan 14 daga eftir að pakkaferð er aflýst eða hún afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra að- stæðna. Lögin byggjast á tilskipun ESB um þennan rétt til endur- greiðslu. Í greinargerð frumvarpsins segir að ljóst sé að breytingarnar sem þar eru lagðar til fari í bága við skýr ákvæði tilskipunarinnar og kunni að brjóta gegn þjóðréttar- legum skuldbindingum Íslands. Telja verði hins vegar réttlætanlegt að fara þessa leið vegna þeirra for- dæmalausu aðstæðna sem uppi eru. Ef ekki verði veitt heimild til að end- urgreiða pakkaferðir með inneignar- nótum megi gera ráð fyrir miklum fjölda gjaldþrota vegna krafna um endurgreiðslur. Fjölmargar aðrar Evrópuþjóðir fari svipaða leið. Frumvarpið kveður á um að ferða- skrifstofum verði heimilt að endur- greiða pakkaferðir sem voru afpant- aðar eða aflýst á tímabilinu 15. mars til og með 30. júní með inneignar- nótu. Sé hún ekki nýtt að liðnum 12 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Umdeilt frumvarp ferðamálaráð- herra, sem heimilar ferðaþjónustu- fyrirtækjum að endurgreiða ferða- mönnum pakkaferðir sem hafa verið afpantaðar eða aflýst með inneign- arnótum í stað reiðufjár, er enn til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Al- þingis. Halla Signý Kristjánsdóttir, framsögumaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið marga gesti á sinn fund og beðið um ítarlegri upp- lýsingar um til hvaða aðgerða önnur Evrópulönd hafa gripið. Ekki liggur fyrir að sögn hennar hvort nefndin muni leggja til breytingar á frum- varpinu. Neytendasamtökin, ASÍ og BSRB hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Með því sé lausafjárvanda fyrirtækja velt á herðar neytenda. Breki Karls- son, formaður Neytendasamtak- anna, segir í svari til blaðsins að það sé stórskrýtið að gera eigi neytendur að lánveitendum ferðaskrifstofa og spyr hvernig fólk eigi að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn sé fastur í inneignarnótu sem ekki sé tryggt að verði hægt að nota fyrr en í fyrsta lagi í haust ef það verði þá nokkurn tíma hægt. Samtök ferðaþjónustunnar segja aftur á móti í umsögn að heimsfar- aldur kórónuveirunnar og þær ferða- Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Allar ferðir hafa fallið niður vegna heimsfaraldursins. Talið er að það myndi reynast mörgum seljendum pakkaferða ofviða að endurgreiða með reiðufé innan 14 daga þær ferðir sem hefur þurft að aflýsa. Inneignarnóturnar falla í grýttan jarðveg  20 stærstu ferðaskrifstofurnar með tryggingar sem duga Fjórtán íslenskir jöklar, víða um land, minnkuðu undantekningar- laust á tímabilinu 1945-1960. Frá 1960 til 1994 voru þeir nærri jafn- vægi eða að stækka en frá 1994 til 2010 rýrnuðu jöklarnir mjög hratt. Eftir það hægði á rýrn- uninni til muna og Öræfajökull bætti meira að segja við sig. Tíma- bili hægari rýrnunar lauk sumarið 2019 sem var íslenskum jöklum einkar óhagstætt. Þetta kemur fram í grein eftir Joaquín Muñoz-Cobo Belart í nýj- asta fréttabréfi Jöklarannsókna- félags Íslands. Hann flutti erindi um afkomu jöklanna og breytilega svörun þeirra við loftslagsbreyt- ingum á vorfundi Jöklarannsókna- félagsins í gærkvöld. Fjarfund- urinn var sendur út á jorfi.is. Yfirlitið um jöklabreytingarnar er byggt á miklu magni fjarkönn- unargagna. Meginuppistaða þeirra er safn loftmynda í fórum Landmælinga Íslands. Út frá þeim var hægt að vinna hæðarkort af jöklunum á 10 til 20 ára fresti. Auk þess að sjá sporðabreytingar var hægt að meta hæðarbreyt- ingar og þar með afkomu jöklanna og hvenær rúmmál þeirra hafði aukist eða minnkað frá 1945. Með því að bera þessar upplýsingar saman við gögn um hitastig og úr- komu fæst betri skilningur á svör- un jöklanna við loftslagsbreyt- ingum. Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 frá árinu 2000 og um tæplega 2.200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Þetta kom fram á vefnum vedur.is. gudni@mbl.is Rýrnun jökla lesin af loftmyndum  Þróun 14 jökla frá 1945 til 2019 Morgunblaðið/RAX Öræfajökull Sumarið 2019 var ís- lensku jöklunum einkar óhagstætt. Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist hérlendis næstliðinn sólar- hring í gær, annan daginn í röð. Á sýkla- og veirufræðideild Landspít- alans voru 119 sýni greind, en 749 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Með virk smit voru 56 en 1.733 höfðu náð sér af kórónuveirunni hér á landi. Undanfarna tólf daga, eða síðan fyrsti veirulausi dagurinn var 23. apríl síðastliðinn, hafa aðeins tíu ný smit verið greind, þannig að far- aldurinn er greinilega á hraðri nið- urleið. Þrír liggja á sjúkrahúsi en enginn er á gjörgæslu, að því er fram kom á vefnum covid.is. Tíu eru látin af völd- um veirunnar hér á landi. Alls hafa 51.345 sýni verið tekin. Í sóttkví voru 750 en 19.338 höfðu þá lokið sóttkví. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði að það væri í höndum sótt- varnalæknis og hans fólks að ákveða hvert framhaldið yrði varðandi sýna- tökur vegna Covid-19-smits. Hann minnti á varfærnislega yfirlýsingu sóttvarnalæknis sem sagði að þetta væri einfaldlega ekki enn vitað. Már kvaðst geta sagt sem smit- sjúkdómalæknir að það væri mjög stór spurning hvernig ætti að haga eftirliti vegna útbreiðslu sjúkdóms- ins í samfélaginu þannig að hægt væri að bregðast skjótt við ef þörf krefði. Hann sagði mikilvægt að menn yrðu vakandi fyrir því hjá heilsu- gæslunni og á bráðamóttökum og göngudeildum sjúkrahúsanna ef þangað kæmi fólk með öndunarfæra- einkenni. „Þá leggjum við til að fólk taki sýni til greiningar og útilokunar,“ sagði Már. „Nú höfum við meiri vitneskju um klínísk einkenni sjúkdómsins. Ef einhver kemur t.d. með nefrennsli og minnkað bragðskyn þá getur það verið vegna Covid-19. Þá þarf að staðfesta það með sýnatöku og greiningu. Síðan þarf að beita þeim úrræðum sem við þekkjum, sóttkví og einangrun, til þess að missa þetta ekki úr böndunum.“ gudni@mbl.is Aðeins tíu ný smit á tólf dögum  Engin ný smit greindust í gær annan daginn í röð  Mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum 51.345 sýni hafa verið tekin 1.733 hafa náð bata 10 einstak-lingar eru látnir 3 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 56 einstaklingar eru með virkt smit og eru í einangrun 19.338 hafa lokið sóttkví 750 eru í sóttkví 1.799 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 Daglegur fjöldi sýna, 7 daga meðaltal 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Mars Apríl Maí Sýkla- og veirufræðideild LSH Íslensk erfðagreining Flest sýni voru tekin 4. apríl, alls 1.754 Heimild: covid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.