Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 N ýtt boðorð gef ég yð- ur, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yð- ur, skuluð þér einn- ig elska hver annan. (Jóh. 13.34) Mér er í fersku minni þegar tvær litlar stúlkur komu hlaupandi á móti mér á sólríkum og fallegum degi í Búðardal stuttu fyrir páska. Langar leiðir mátti sjá gleði og eft- irvæntingu skína úr andlitum þeirra, og þegar þær nálguðust mig heyrði ég þær hrópa: Veistu að svanirnir koma í dag! Þrátt fyr- ir að þessar upplýsingar væru mér algjörlega ókunnar, var ómögulegt annað en að hrífast með, því skilaboðin voru skýr; það voru tímamót í vændum og þeim fylgdi ferskur and- blær vonar og gleði. Það er ekki ofsög- um sagt að veturinn hafi verið okkur landsmönnum harður. Hver lægðin af ann- arri gengið yfir landið með óveðri, ofsaveðri og ófærð, stundum í öllum landshlutum, dag eftir dag. Við sem erum búsett í Dölum fáum ekki síst að finna fyrir því þegar Brekkan lokast. Það er okkar farartálmi á veturna. Margir voru að vonum orðnir lang- þreyttir eftir tveggja mánaða veðurofsa og fannst löngu tíma- bært að þessu færi nú að linna. En þá gerðist hið óvænta og annars konar, óþekkt óveðursský hrönn- uðust upp. Á örfáum dögum blasti við ný og óþekkt heimsmynd sem setti allt daglegt líf manna á annan endann, sem og óttinn og óvissan yfir því hvað tæki við. Það er auð- velt að finna til vanmáttar í slíkum aðstæðum og við upplifum smæð okkar þegar við áttum okkur á því að við fáum ekki við allt ráðið. Þá er okkur mikilvægt að eiga með okkur þá trú að yfir okkur sé vak- að og von um að það birti til um síðir. Einn daginn bárust svo þau gleðitíðindi að vorið væri handan við hornið. Það var því sannkall- aður tímamótadagur, dagurinn þegar ofsalognið mætti í Dalina með sól og heiðríkju og ég trítlaði niður á bryggjusporðinn til þess að líta yfir fegurð Hvammsfjarðar. Nú var hann baðaður geislum sól- ar og iðaði af fuglalífi og viti menn, svanirnir voru mættir. Svanurinn er sennilega með tígulegri fuglum í íslenskri fuglaflóru. Hann minnir mig á ævintýrið um hana Dimma- limm, söguna af svaninum sem felldi haminn þegar prinsessan góða, hún Dimmalimm, leysti hann undan álögum sínum með um- hyggju og takmarkalausri ást. Þetta er í raun falleg ástarsaga sem ber með sér sterka táknmynd um þjónustuna sem lífi okkar er ætlað að vera. Með sama hætti op- inberast ástarsaga náttúrunnar okkur í gjöfulleika hennar. Gleðinni sem hún ber inn í tilveru okkar þegar lífið kviknar að nýju, við sauðburðinn hér á vorin, þegar fuglasöngurinn berst um móana og ilmur af nýslegnu grasi fyllir loftið. Þá er eins og draumar okkar og þrár fái vængi. Það helltist yfir mig sterk upp- lifun vonar og gleði við að sjá eft- irvæntinguna skína úr andlitum stúlknanna og mér varð hugsað til atburða páskavikunnar sem fram- undan var. Um vonina sem vaknað hafði hjá fólkinu sem vænti komu þess sem breytt gæti lífi manna og heims, Jesú Krists. Fæstir höfðu hins vegar séð atburðarásina fyrir og vonir og væntingar þessa sama fólks breyttust fljótlega í ótta og skelfingu við atburðina sem á eftir fylgdu. En ekki leið á löngu þar til nýr veru- leiki blasti við sem veitti heiminum von að nýju. Þar hefur Jesús gripið um hjarta okkar og gefið okkur einfalda upp- skrift til að fara eftir: Elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. Hin sanna þjón- usta við lífið felst í því að við tökum hvert annað að okkur í kær- leikanum og spörum ekkert til. Frásögnin af Maríu í Betaníu sem tók aðeins örfá- um dögum fyrir páska ilmsmyrsl og smurði fætur Jesú og þerraði með hári sínu talar með sterkum hætti inn í þá mynd. Það var falleg, fábrotin og táknræn athöfn þegar konan smurði Jesú. Einhverjir hneyksl- uðust á gjörðum hennar en Jesús svaraði þeim og sagði: Gott verk gjörði hún mér. Konan þjónaði, gaf af sér og gerði það sem hún taldi best. Hennar verður minnst fyrir góðverk sitt um aldur og ævi. Og kærleiksverk konunnar hefur bor- ist eins og ilmur um heim allan. Ilmur af góðvild og umhyggju. Við höfum séð táknmyndina blasa við okkur í öllu því góða fólki sem léð hefur Guði hendur sínar til þjón- ustu við þá sem veikst hafa af co- vid-19-veirunni. Okkur hafa borist fréttir af því að í þeim löndum, þar sem ástandið hefur verið hvað verst, hafi heilbrigðisstarfsfólk fórnað eigin lífi í þeirri þjónustu. Þeirra verður minnst fyrir góð- verk sitt. Eftir vetur kemur vor og þó að náttúran geti reynst okkur oft býsna hörð, þá er hún að sama skapi gjöful. Guð gleymir okkur ekki. Söngur svananna úti á firð- inum minnir okkur á að fuglarnir sem forðuðu sér undan vetri mæta aftur til að gleðja okkur með söng sínum og litríkri tilveru. Við getum öll glaðst yfir þeim tímamótum. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Ómar Svanirnir koma í dag Hugvekja Anna Eiríksdóttir Höfundur er sóknarprestur í Dalaprestakalli. annae@simnet.is Anna Eiríksdóttir Hin sanna þjónusta við líf- ið felst í því að við tökum hvert annað að okkur í kærleikanum og spörum ekkert til. Tígulegur fugl Eftir vetur kemur vor og svanirnir mæta aftur. Nú þegar kórónu- veiran herjar á heims- byggðina eykst streitan og tekur á sig nýja mynd. Margir hafa fært vinnustöðina heim og eru að reyna að sam- ræma fjarvinnu og umönnun barna. Dag- legt líf hefur tekið tölu- verðum breytingum og við stöndum frammi fyrir spurningum sem við höfum aldr- ei þurft að takast á við áður: Hversu oft ætti ég að sótthreinsa hurðarhúna og ljósatakka? Á ég að nota andlits- grímu í matvörubúðinni? Hvernig held ég mér í formi? Get ég faðmað barna- börnin? Ofan á þetta allt sam- an erum við hvött til að láta tímann heima ekki fara til spillis. Við eig- um að hreyfa okkur, hugleiða, rækta tengslin við ástvini með notkun sam- skiptaforrita, elda hollan mat, lesa, baka, prjóna, spila og horfa á rafræna tónleika, til að nefna aðeins nokkur atriði. Auk þess þurfa margir að læra á nýja tækni til að geta unnið heima. Hvernig er best að takast á við þessa nýju tegund af streitu? Ákvörðunarþreyta Upplýsingar breytast dag frá degi og upplýsingastreymið er stöðugt, hvort sem það er um faraldurinn sjálfan, samkomubann, búðarferðir, skólaáætlanir barnanna o.fl. Kór- ónuveiran neyðir okkur til að taka erfiðar ákvarðanir í óstöðugu og sí- breytilegu umhverfi. Venjulega hugs- um við ekki mikið um siðferðileg áhrif þess að panta mat á net- inu og styðja þar með uppáhaldsveitingastað- inn eða hvort við ættum að bjóða eldri nágrönn- um að versla fyrir þá í matinn. Þessar ákvarðanir skapa sálfræðilegt álag. Á einum klukkutíma geta áhyggjur okkar farið frá því að hugsa um hvernig við getum passað upp á öryggi fjölskyldunnar og yfir í það að velta fyrir okkur hvað við ætt- um að hafa í matinn. Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig við eigum að fóta okkur í þessum breytta heimi. Að finna út hvernig best sé að skipuleggja daginn eða forgangsraða verkefnum virðist skipta sköpum, sérstaklega þegar heimilið, sem var griðastaðurinn okkar, er nú allt í senn vinnustaður, samskiptamiðstöð, æf- ingasvæði og hálfgerð heimavist. Slökunarstreita Það er eðlilegt að upplifa tilfinn- ingalega þreytu og streitu á meðan við lærum að takast á við nýjan veru- leika. Vandamálið er hins vegar að mörg af bjargráðum okkar hafa horf- ið tímabundið, eins og t.d. að mæta í ræktina eða í sund, sækja tómstunda- námskeið, hitta fólk í matarboði, syngja í kór o.s.frv. Að reyna að til- einka sér nýtt áhugamál getur jafnvel aukið álagið, sérstaklega hjá þeim sem finnst þeir ekki vera nógu af- kastamiklir fyrir. Lotte Dyrbye, sem er læknir við Mayo Clinic, eina af stærstu rann- sóknarstofnunum heims, segir að fólk þurfi að finna athafnir sem virki fyrir það, hvort sem það er hugleiðsla, göngur í einrúmi eða hámhorf á Net- flix. Þetta þurfi að vera einstaklings- miðað og það sé ekkert rétt eða rangt í þessu. Dyrbye segir að sumir upplifi mikla pressu til að nýta tímann heima vel og læra t.d. að spila á hljóðfæri eða skrifa bók. Hins vegar sé óraun- hæft að búast við því að þetta verði að veruleika, jafnvel þó að fólk hafi næg- an tíma heima. Til að skapa ekki aukaálag er að mati Dyrbye betra að snúa sér að áhugamáli sem fólk er nú þegar með, það sem gleður það og dregur úr streitu. Kannski er það besta sem við getum gert í dag að gera ekkert og leyfa okkur að vera í stað þess að gera. Þetta tekur allt saman enda Fyrir utan pressuna sem margir upplifa yfir því að þurfa að standa sig vel í vinnunni bætast við fjár- hagsáhyggjur, ótti við að missa vinnuna, áhyggjur af öldruðum for- eldrum og vonbrigði vegna ferða- laga sem varð af aflýsa. Mikilvægt er þó að horfa á stóru myndina. Þetta er tímabundið ástand og það mun taka enda. Með hverjum deg- inum sem við höldum okkur heima og virðum nálægðartakmörk kom- umst við nær lokapunktinum. Jákvæðu fréttirnar eru að þessi heimsfaraldur gæti jafnvel kennt okkur eitthvað nýtt og breytt sjónarhóli okkar. Við verðum lík- lega öll betri og sveigjanlegri í að aðlagast nýjum aðstæðum. Streita á tímum kórónuveirunnar Eftir Ingrid Kuhlman » Við verðum líklega öll betri og sveigjan- legri í að aðlagast nýjum aðstæðum. Segja má að þetta sé eitt stórt námskeið í seiglu. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistara- gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. ingrid@thekkingarmidlun.is Sítrónu-hreinsir Þarftu að þrífa posa, handföng eða snertiskjá? • Öflugur en mildur hreinsir • Inniheldur 75% ísóprópýl Sótthreinsandi: Vinnur gegn veirum og bakteríum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.