Morgunblaðið - 06.05.2020, Síða 9

Morgunblaðið - 06.05.2020, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 MIKIÐ ÚRVAL! Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - verslun@brynja.is VASAHNÍFAR VERÐ FRÁ 2.250 krSWISS TOOL VERÐ FRÁ 27.950 kr Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frír heimsending út maí Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Alls höfðu 425 umsóknir borist Fiski- stofu um strandveiðileyfi í gærmorg- un og höfðu 394 leyfi verið gefin út. Mánudagurinn var fyrsti dagur strandveiðitímabilsins og lönduðu þá 20 bátar alls um 11 tonnum. Víðast hvar var bræla og sjósókn í samræmi við það og svo var einnig í gær. Þetta er meiri fjöldi heldur en hóf veiðar fyrstu daga strandveiða á síð- asta ári. Í upphafi strandveiða 2019 voru bátarnir 249 og yfir sumarið urðu þeir alls 623 allt í kringum land- ið. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiegnda, LS, hefur áætlað að hátt í 700 bátar taki þátt í þessum veiðiskap í sumar. Alls veiddust 10.107 tonn á strand- veiðum síðasta árs og þar af 9.170 tonn af þorski. Aflaverðmæti nam um þremur milljörðum. Fyrirkomulag veiða er að mestu með sama hætti og á síðasta ári. Heimilt er að róa fjóra daga í viku frá mánudegi til og með fimmtudegi í maí og út ágústmánuð. Nú er heimilt að nota rauða daga sem falla á fyrrnefnda daga vikunnar. Ekki er tiltekinn heilarafli fyrir ein- stök veiðisvæði eða mánuði. LS hefur farið fram á að í stað þess að strandveiðar standi yfir í fjóra mánuði verði dagarnir 48 gefnir út til tólf mánaða. Fram hefur komið að í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti er unnið að gerð lagafrumvarps til að bregðast við áhrifum kórónu- veikifaraldursins á þá sem stunda strandveiðar. aij@mbl.is Morgunblaðið/Alfons Finnsson Vertíð Á strandveiðum við Snæfellsnes á góðum degi fyrir nokkrum árum. Fleiri stefna á strandveiðar í sumar  Bræla hamlar sjósókn fyrstu dagana Alls verða 34 lagabálkar felldir brott í heild sinni, sex nefndir lagðar niður og stjórnsýsla einfölduð með tveim- ur nýjum lagafrumvörpum sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur mælt fyrir á Alþingi. Sem dæmi má nefna að fella á brott marka- nefnd, ullarmatsnefnd, gærumats- nefnd, sauðfjársjúkdómanefnd, úr- skurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla og yrkisréttarnefnd. Fella á brott starfsleyfisskyldu matvælafyrirtækja sem starfrækja fiskeldisstöðvar og eru með gilt rekstrarleyfi vegna frumframleiðslu og draga á úr skýrsluskilum hjá fisk- eldisfyrirtækjum sem framleiða minna en 20 tonn á ári. Einfalda á stjórnsýslu við merkingu sauðfjár. Stjórnsýsla skyndilokana er ein- földuð, fella á brott skyldu Fiski- stofu til að leggja til sérstakar afla- dagbækur. Stjórnsýslumeðferð veiðitækja sem notuð hafa verið er- lendis er einfölduð. Leyfisskylda til dragnótaveiða verður felld brott og þess í stað er lagt til að fjallað verði um veiðarnar í reglugerð. Með lagafrumvörpunum er reglu- verk á málefnasviðum ráðherra ein- faldað töluvert. Í frétt á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að frum- vörpin séu afrakstur víðtæks sam- ráðs sem haft hafi verið við hags- munaaðila og stofnanir. Fyrr í vetur felldi ráðherra brott 1.242 reglu- gerðir og tvo lagabálka auk þess sem regluverk sem gildir um matvæla- keðjuna var einfaldað. aij@mbl.is Markanefnd meðal nefnda sem hætta  Stefnt að einföldun stjórnsýslunnar Háskóli Íslands og Hafrannsókna- stofnun hafa gert með sér sam- komulag um samvinnu um nýja námsleið í sjávar- og vatnalíffræði með áherslu á fiskifræði. Verður hún í boði frá og með næsta hausti við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskólans. Í tilkynningu um samninginn seg- ir m.a. að hin nýja námsleið treysti enn frekar samstarf stofnananna tveggja. Um er að ræða tveggja ára meistaranám, sem kjörsvið innan líffræði við Háskóla Íslands, sem er byggt að jöfnum hluta á nám- skeiðum (60 einingar) og rannsókn- arverkefni (60 einingar). Gert er ráð fyrir að Hafró muni ráða sér- fræðing til að hafa umsjón með meistaranáminu og sinna kennslu í námskeiðum á námsbrautinni ásamt kennurum Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Samið Fulltrúar Háskóla Íslands og Hafró hittust niðri á höfn og staðfestu samstarfssamninginn en gættu um leið vel að tveggja metra reglunni. HÍ og Hafró semja um nýtt nám í fiskifræðum Arna Rut Arnarsdóttir var nýlega kjörin í embætti formanns Stúd- entafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Ný stjórn tók formlega við á aðalfundi félagsins í gær. Stjórnin er kosin árlega meðal nemenda háskólans og er ætlað að standa vörð um hagsmuni félags- manna sinna. Formaður situr fundi framkvæmdastjórnar Háskólans í Reykjavík. Sólrún Ásta Björnsdóttir er nýr varaformaður SFHR, Guðlaugur Þór Gunnarsson gjaldkeri, Atli Snær Jóhannsson hagsmunafulltrúi og Iðunn Getz Jóhannsdóttir upp- lýsingafulltrúi. Ný stjórn Stúdentafélagsins í HR Stúdentar Ný stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.