Morgunblaðið - 06.05.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
Við póstsendum um allt land
Sími 568 5170
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Snyrtivörumerkin okkar eru:
Mad e i n I c e l a n d
Nýjar glæsilegar
VORVÖRUR
Jakkar • Vesti • Túnikur • Kjólar • Bolir
Peysur • Buxur • Töskur • Silkislæður
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Bretlandi tilkynntu í
gær að þeir sem hefðu látist af kór-
ónuveirunni þar væru nú orðnir
fleiri en á Ítalíu, eða rúmlega 32.000
manns.
Orsakast hækkunin að einhverju
leyti af því að andlát á hjúkrunar-
heimilum hafa nú verið tekin með
inn í dánartöluna, en áður var ein-
ungis miðað við þá sem létust á
sjúkrahúsum. Er dánartala Breta nú
hin næsthæsta í heimi á eftir Banda-
ríkjunum og sú hæsta í Evrópu.
Rúmlega 250.000 manns hafa nú
dáið af völdum kórónuveirunnar um
allan heim. Þar af hafa rúmlega
68.500 dáið í Bandaríkjunum, en
samkvæmt spálíkani sem sóttvarna-
yfirvöld þar unnu er óttast að heild-
artala látinna verði komin í 200.000
manns um næstu mánaðamót. Don-
ald Trump Bandaríkjaforseti lagði
hins vegar áherslu á að einungis
væri um svartsýnisspá að ræða, en
engu að síður taldi hann líkur á að
allt að 100.000 manns myndu deyja
af völdum veirunnar í Bandaríkjun-
um á næstu vikum.
Mísjústín á batavegi
Tilfellum í Rússlandi fjölgaði
mjög þriðja daginn í röð og voru
skráð rúmlega 10.000 ný tilfelli í
gær. Nú hafa rúmlega 155.000 smit-
ast af veirunni í Rússlandi en stað-
fest andlát eru enn sem komið er
einungis um 1.450 talsins. Rússnesk
stjórnvöld segjast hafa skimað fyrir
veirunni hjá um fjórum milljónum
Rússa.
Mikhaíl Mísjústín, forsætisráð-
herra Rússlands, var í gær sagður á
batavegi, en hann greindist með
veiruna í síðustu viku.
Sergei Sobjankín, borgarstjóri
Moskvu, þar sem faraldurinn hefur
bitið verst í Rússlandi, sagði í gær að
faraldurinn væri enn í uppgangi og
hvatti hann Moskvubúa til að halda
sig heima og virða sóttvarnareglur.
Talið er að bráðum verði þeim
sem ferðast með almennings-
samgöngum í borginni gert að ganga
með grímu og byrjað er að selja
bæði andlitsgrímur og einnota
hanska í sjálfsölum í neðanjarðar-
lestarstöðvum borgarinnar.
Þá var einnig greint frá því í gær
að tilkynningum um heimilisofbeldi
hefði fjölgað mjög í Rússlandi eftir
að útgöngubann var sett þar á.
Bæjarar „óhlýðnast“ Merkel
Faraldurinn virðist í rénun í
mörgum af helstu ríkjum Evrópu ut-
an Bretlands og eru þau flest farin
að huga að því hvernig best sé að
létta á þeim hömlum sem settar voru
á vegna kórónuveirunnar í þeirri von
að hægt verði að milda áhrif efna-
hagskreppunnar sem kórónuveiran
hefur valdið.
Þrátt fyrir að Angela Merkel
Þýskalandskanslari hafi beint þeim
tilmælum til sambandslandanna
þýsku að þau færu hægt í sakirnar
ákváðu stjórnvöld í Bæjaralandi,
stærsta sambandslandi Þýskalands,
að leyfa að veitingahús og hótel
verði opnuð síðar í mánuðinum.
Munu veitingahús í Bæjaralandi
fá að bjóða upp á veitingar utandyra
frá og með 18. maí næstkomandi og
innandyra viku síðar. Þá er stefnt að
því að hótel þar geti tekið á móti
fyrstu gestum sínum frá og með 30.
maí.
Markus Söder, forsætisráðherra
Bæjaralands, sagði í gær að nú væri
rétti tíminn til að huga að „varfærn-
islegum opnunum“, en Merkel
hyggst ræða við yfirvöld sambands-
landanna í vikunni. Er gert ráð fyrir
að hún muni þar biðja um að settir
verði þrautavarar, þannig að hömlur
verði aftur settar á ef tilfellum fjölg-
ar á nýjan leik.
Fyrsti Frakkinn í desember?
Þá greindu franskir læknar frá
því í gær að fyrsta tilfelli kórónu-
veirunnar sem vitað væri um í land-
inu hefði komið upp í lok desember
en ekki lok janúar líkt og áður var
talið. Fékk sá meðferð við lungna-
bólgu 27. desember síðastliðinn, en
þegar gömul sýni úr honum voru
prófuð fyrir kórunuveirunni reynd-
ust þau jákvæð.
Sjúklingurinn, sem náði sér að
fullu, veit ekki hvernig hann smit-
aðist af veirunni en hann hafði ekki
farið utan. Eiginkona hans vinnur
hins vegar í nágrenni Charles de
Gaulle-flugvallarins í París og
greindi hún frá því að farþegar sem
væru nýkomnir til landsins hefðu oft
komið í búð hennar.
Christian Lindmeier, talsmaður
alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
WHO, sagði í gær að mögulegt væri
að fleiri tilfelli uppgötvuðust og
hvatti hann ríki heimsins til að
kanna nánar grunsamleg tilfelli frá
síðustu mánuðum, í þeirri von að þá
fengist betri mynd af því hvernig
faraldurinn dreifðist um heims-
byggðina.
Óttast fjölgun dauðsfalla
Meira en 250.000 manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar Tala látinna
tekur kipp í Bretlandi 10.000 smit tilkynnt á einum sólarhring í Rússlandi
AFP
Bretland Breskur heilbrigðisstarfsmaður hugar að sjúklingi. Um 32.000 manns hafa nú dáið í Bretlandi.
Kínverskir fjölmiðlar tilkynntu í gær
að Kínverjar hefðu náð að skjóta á
loft nýrri eldflaug sem ætti að færa
landið nær því markmiði sínu að
senda mannað geimfar til tunglsins.
Eldflaugin, sem var 54 metra löng
og kennd við gönguna löngu árið
1935, var með nýja gerð af geimfari
um borð og tókst að koma því á spor-
baug um jörðu, samkvæmt frétt frá
Xinhua-fréttastofunni.
Kínverjar stefna að því að klára
nýja geimstöð sína fyrir árið 2022,
sem geti borið sex manns innan-
borðs, og hafa kínversk stjórnvöld
lýst því yfir að þau vilji í framhaldinu
senda menn til tunglsins og jafnvel
setja upp geimstöðvar þar. Þá er
einnig stefnt að því að senda ómann-
að könnunarfar til Mars.
Zhang Xueyu, sem stýrði eldflaug-
arskotinu, sagði að tilraunin hefði
eflt sjálfstraust og einbeitingu
manna fyrir næstu skref í kínversku
geimferðaáætluninni, en tilrauna-
skot stjórnvalda í mars og apríl-
mánuði fóru bæði út um þúfur.
Kínverjar urðu í janúar á síðasta
ári fyrstir þjóða til að lenda geimfari
á myrku hlið tunglsins, og hefur
könnunarfar þeirra nú keyrt um 450
kílómetra á yfirborði þess þar.
Skrefi nær tunglinu
Kínverjar skjóta nýrri eldflaug á loft
AFP
Til tunglsins Eldflaugin flutti ómannað geimfar á sporbaug um jörðu.
Jacinda Ardern,
forsætisráð-
herra Nýja-
Sjálands, lýsti
því yfir í gær að
landamæri
landsins yrðu
ekki opin fyrir
umheiminum um
langt skeið
vegna kórónuveirunnar.
Ardern sat í gær fjarfund ástr-
ölsku ríkisstjórnarinnar, en þar
féllst Scott Morrison, forsætisráð-
herra Ástralíu, á sameiginlega
áætlun um að stofna síðar á árinu
„ferðasvæði“ á milli ríkjanna
tveggja, þar sem þegnar ríkjanna
gætu ferðast án þess að þurfa að
bíða í sóttkví í fjórtán daga.
Ardern sagði þennan árangur
einungis mögulegan þar sem rík-
in tvö hefðu náð miklum árangri í
baráttunni gegn kórónuveirunni,
en tæplega 1.500 tilfelli hafa ver-
ið staðfest á Nýja-Sjálandi og 20
hafa látist af völdum veirunnar. Í
Ástralíu hafa greinst um 7.000
staðfest tilfelli og 96 manns hafa
látist.
NÝJA-SJÁLAND
Opnað á ferðalög
til og frá Ástralíu
Donald Trump
Bandaríkja-
forseti hafnaði í
gær því að
Bandaríkjastjórn
ætti nokkra aðild
að meintri „inn-
rás“ málaliða frá
Kólumbíu, sem
stjórnvöld í
Venesúela sögðust hafa komið í veg
fyrir fyrr í vikunni.
Nicolas Maduro, forseti Vene-
súela, sagði í gær að tveir banda-
rískir ríkisborgarar væru á meðal
þeirra sem hefðu verið handteknir í
aðgerðum hers og lögreglu eftir að
komið var í veg fyrir innrás „mála-
liðanna“. Juan Guaido, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Venesúela,
hefur sömuleiðis þvertekið fyrir að
hann eigi aðild að málinu, þvert á
yfirlýsingar stjórnvalda.
VENESÚELA
Trump hafnar aðild
Bandaríkjamanna