Morgunblaðið - 06.05.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.05.2020, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ WarrenBuffetthefur lengi verið fyrir- ferðarmikill í bandarískri um- ræðu, einkum þó þeirri sem fjallar um peninga og þá helst þeirri sem fjallar mikið um mikla peninga. Ekki verður séð að Buff- ett bréfasafnari sé farinn að slá neitt af þótt hann verði 90 ára í sumar, en talið er að einn helsti samstarfs- maður hans og varafor- maður, Charlie Munger, sem verður 97 ára á næsta nýársdag, kunni að draga sig í hlé á næstu misserum. Það gladdi marga að heyra Buffett segja glaðbeittan að hann sé fullur af bjartsýni um framtíðarhag Banda- ríkjanna. Margir þeirra sem hafa gert það gott í kaup- hallarviðskiptum síðustu þrjátíu árin eða lengur hafa byggt velgengni sína á mjög einfaldri formúlu. Þeir hafa keypt bréf þegar Buff- ett hefur viljað kaupa þau og reyndar hafa ýmsir haft vel upp úr því að kaupa ekkert sjálfir heldur láta Buffett kaupa fyrir sig. Þeir hafa verið hluti Berk- shire Hathaway og haft gott upp úr því og hafa iðu- lega verið viðtöl við slíka á fyrri aðalfundum sem glott- andi segjast ekki hafa haft annan starfa áratugum saman en klappa fyrir Buff- ett einu sinni á ári og hvergi sé hægt að fá annað eins tímakaup fyrir lítið. En þessi aðalfundur í Omaha var öðruvísi en sá síðasti. Þá mættu um 40 þúsund manns til aðal- fundar eignarhaldsfélagsins en nú voru fundargestir að- eins tveir. Warren talaði í gegnum fjarfundarbúnað og svaraði fyrirspurnum. Og það var annað sem var mjög óvenjulegt og það var niðurstaðan um afkomuna. Þar voru aldrei þessu vant engar glæsitölur á ferð. Og það þriðja sem var athyglis- vert var að félagið stóð sig heldur verr í þetta sinn en markaðurinn sem heild. Það hefur verið meginforsenda Buffetts alla tíð að skuld- setja eignarhaldsfélag sitt af mikilli varfærni og það kemur félaginu til góða í þessum afturkipp núna. Buffett var um langa hríð frægur fyrir það að vera ófáan- legur til að fjár- festa í flug- félögum. Og þess viðhorfs gætti í öðru því tengdu, því að hann var lengi vel algjörlega ófáan- legur til þess að stíga um borð í flugvél ef þeirri var ætlað að hefja sig til flugs. Árið 2016 breytti hann út frá þessari þrjósku. En nú var upplýst á aðalfundinum að félagið sem Buffett stjórnar hefði í apríl selt öll hlutabréf félagsins í flug- félögum (fyrir um sex millj- arða dollara). Hann taldi að flugfélög myndu þurfa lang- an tíma til að ná sér á strik á nýjan leik. En þeir eru til sem minna á að þótt Buffett hitti iðu- lega naglana beint á höfuðið þá hafi hann lengi verið og sé sennilega enn haldinn fordómum um þennan rekstur, sem slævi dóm- greind hans. Og er þá gjarnan minnt á fræga sögu í því sambandi. Warren Buffett hafði svarað spurningu um af- stöðu til dauðadóma í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa svarað spurn- ingunni á þá lund að hann væri algjörlega andvígur dauðarefsingum. En þó mætti hugsanlega gera þar eina undantekningu og jafn- vel í því tilviki herða á með því að dauðadómar væru afturvirkir! Þegar gengið var á hann nefndi Warren til sögunnar þá Wright- bræður, Wilbur og Orville, sem taldir eru upphafsmenn flugsins og áttu stutta en fræga byrjun í því 17. des- ember 1903. En hvað sem þessu líður þótti það þó eftirtektar- verðast að þrátt fyrir erfiða afkomu síns fræga félags sagðist Warren Buffett telja að Bandaríkin yrðu til- tölulega fljót að jafna sig, bæði heilbrigðislega og efnahagslega eftir þetta áfall. Hingað til hefði verið óhætt að veðja á Bandarík- in og ekkert benti til þess nú að það gilti ekki einnig í þessu tilviki. Það er ekki ónýtt að vera brattur þótt maður þurfi að tilkynna 50 milljarða doll- ara tap á fyrirtæki sínu, það mesta í langri og far- sælli sögu þess. Aðalfundur eins frægasta eignar- haldsfélags veraldar var einkar óvenju- legur} Braggast fljótt segir Buffett Þ að er mikilvægt að jafna stöðu þeirra foreldra sem fara sameigin- lega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum. Með nýju frumvarpi sem ég hef lagt fram er lögð til sú breyting að foreldrar geti samið um að skipta búsetu barnsins þannig að það verði skráð með tvö heimili. Talsverðar breytingar hafa orðið á stöðu barnafjölskyldna og verkaskiptingu foreldra á liðnum árum. Ríkari áhersla er lögð á sameiginlega ábyrgð foreldra og í auknum mæli taka báðir foreldrar virkan þátt í uppeldi barna sinna. Það er þróun til hins betra. Kerfið þarf að vera til fyrir öll mynstur fjöl- skyldna og má ekki þvælast fyrir þegar sú ákvörðun hefur verið tekin í sátt beggja aðila að deila ábyrgð og uppeldi. Foreldrar sem kjósa að ala upp börn sín í góðri sátt á tveimur heimilum þurfa að búa við sambærileg skilyrði af hálfu hins opin- bera en ekki sé ýtt undir ágreining með ójafnri stöðu heimilanna. Skipt búseta stuðlar að jafnari stöðu foreldra og gerir ráð fyrir að foreldrar geti unnið saman í öllum málum er varða barnið. Samningur um skipta búsetu barns gerir því ríkar kröfur til foreldra um samstarf, virð- ingu, tillitssemi og sveigjanleika. Allt þarf þetta að þjóna hagsmunum barns. Í hverju til- viki fyrir sig verður því að leggja einstaklingsbundið mat á það hvort skipt búseta sé barni fyrir bestu. Þarfir og hagsmunir barnsins eiga ætíð að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra. Foreldrar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum barnsins frekar en barnið að aðstæðum þeirra. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að foreldrar sem semja um skipta búsetu komi sér einnig saman um sameiginlega ábyrgð á framfærslu barns. Ekki er gert ráð fyrir að þessi hópur foreldra geti óskað eftir úrskurði eða dómi um meðlag eða milligöngu hins opin- bera um greiðslu meðlags. Þá er gert ráð fyrir því að báðir foreldrar eigi rétt á barnabótum og vaxtabótum. Ennfremur eru lagðar til breytingar sem stuðla að auknu samnings- frelsi foreldra vegna framfærslu og meðlags. Í frumvarpinu er sjónum beint að sjálf- stæðum rétti barns, hagsmunum þess og þörf- um. Lagt er til það nýmæli að barn geti haft frumkvæði að því að sýslumaður boði foreldra til samtals til að ræða fyrirkomulag forsjár, lögheimilis, búsetu og umgengni. Markmið með slíku samtali er að leiðbeina barni og foreldrum og leitast við að stuðla að fyrirkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Kerfið á að vera til fyrir fólk í margbreytilegum að- stæðum og tryggja rétt þess óháð því mynstri sem það kýs að hafa á sambúð sinni og uppeldi barna sinna. Þetta frumvarp er stórt skref í þá átt. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Það sem er barni fyrir bestu Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ný gerð Biblíunnar ádönsku hefur orðið tilefnitalsverðra umræðna íDanmörku og hefur út- gefandinn, Biblíufélagið, og þó sér- staklega framkvæmdastjóri þess, Birgitte Stoklund Larsen, sætt hörð- um pólitískum ádeilum vegna henn- ar. Hefur hún verið sökuð um and- gyðinglega afstöðu og fjandskap í garð Ísraels vegna þess að á nokkr- um stöðum í nýju gerðinni eru orðið „Ísrael“ og orðmyndir þess látnar víkja fyrir skýringarorðum eins og „gyðingaþjóðin“, „gyðingar“ eða „þjóðin“. Bent er á að Stoklund Lar- sen hafi fyrir þremur árum ritað blaðagrein þar sem hún sagði Ísr- aelsstjórn bera ábyrgð á deilunni við Palestínumenn. Afstaða hennar fari því ekki á milli mála og nú hafi hún birst í nýju biblíugerðinni. Er þess krafist að upplagið verði innkallað og breytingar gerðar á textanum til fyrra horfs. Framkvæmdastjórinn og Biblíu- félagið hafna algjörlega þessum ásökunum og segja þær tilhæfu- lausar; falsfréttir byggðar á van- þekkingu, pólitísku ofstæki og vilja til að snúa út úr og afvegaleiða. Grundvallarrit menningarinnar Biblían er eins og flestir vita grundvallarrit vestrænnar menning- ar. Jafnvel á okkar tímum, sem ein- kennast af trúleysi og veraldar- hyggju, gegnsýra frásagnir, hugtök og hugmyndir Gamla og Nýja testa- mentisins allt andlegt líf okkar, hug- myndaheim og málfar. Þess vegna má þykja sorglegt hve fræðslu um Biblíuna og sögur hennar er áfátt í skólakerfinu, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar í okkar heims- hluta, og mikil vanþekking ríkjandi á innihaldi hennar. Þótt Biblían sé til á flestum heimilum, aðgengileg á net- inu og liggi auðvitað frammi í öllum guðshúsum verður ekki framhjá því horft að heimur hennar og tungutak er um margt framandi nútímafólki, ekki síst yngri kynslóðum. Hin nýja gerð Bilíunnar á dönsku er, að sögn Biblíufélagsins, tilraun til að bregð- ast við þessu með því að endurþýða og endursegja hina fornu texta á nú- tímamáli. Þessi gerð Biblíunnar er ætluð fyrir almenning og ungt fólk sérstaklega, fólk sem ella aldrei mundi láta hvarfla að sér að opna „Heilaga ritningu“, fletta og lesa. Hún er ekki ætluð til kirkjulegrar notkunar og kemur því ekki í stað þeirrar bibllíugerðar sem prestar og aðrir kirkjunnar þjónar í Danmörku nota við guðsþjónustu og aðrar at- hafnir eins og margir gagnrýnendur hafa látið í skína. Enginn kórréttur texti Málsvarar Biblíufélagsins benda á að það er ekki til neinn frumtexti ritningarinnar, enginn „heilagur“ eða kórréttur texti, sem allar útgáfur geti byggt á. Texti þessarar miklu bókar hefur orðið til og breyst og þróast á árþúsunda tímabili og rit- málið hefur líka breyst mikið og oft torvelt að ráða í merkingu hinna fornu orða og hugtaka. Orðið „Ísra- el“ hefur fleiri en eina merkingu í biblíunni; er mannsnafn, þjóðarheiti og ríkisheiti, og ekki furða að nú- tímalesandi, sem aðeins þekkir Ísra- el sem land fyrir botni Miðjarðar- hafs, eigi erfitt með að ná áttum. Biblíufélagið segir að hugmyndin með því að nota stundum önnur orð og orðasambönd í nýju dönsku gerð- inni en hinum eldri sé að komast nær merkingunni og gera lesandanum auðveldara fyrir að skilja textann og samhengið. Breytingin er þó ekki meiri en svo að „Ísrael“ og orðmynd- ir þess koma fyrir oftar en tvö þús- und sinnum í nýju gerðinni í Gamla testamentinu. Á innan við sjötíu stöð- um þar hefur orðið vikið fyrir nýju orðalagi. Og kaflaheitum eins og „Saga Ísraelskonunga“ og „Saga Ísraels“ hefur verið bætt inn í nýju gerðina lesendum til glöggvunar. Fjarstæðukennt sé því að segja að orðið „Ísrael“ hafi verið hreinsað úr textanum eins og haldið hefur verið fram. Vekur heitar tilfinningar Ekki þarf að koma á óvart að nýjar þýðingar og endursagnir Biblíunnar veki heitar tilfinningar. Það gerist hvarvetna og hefur umræðan í Dan- mörku ekki neina sérstöðu að því leyti nema hvað hún er óvenjulega óbilgjörn og eins hve rangfærslur fara hratt um spjallþræði, blogg og samfélagsmiðla á netinu. Rifja má upp að þegar ný þýðing Biblíunnar kom út hér á landi árið 2007 – og var þó annars eðlis en danska gerðin sem hér er rætt um – varð það tilefni mik- illa og á köflum harkalegra skoð- anaskipta. Þær deilur voru þó mál- efnalegar í grundvallaratriðum og höfðu ekki þau eldheitu pólitísku ein- kenni sem umræðurnar í Danmörku litast af. Fróðlegt verður svo að fylgj- ast með því hvort þetta fár verði til þess að Biblían eignist nýja lesendur eða geri yngri kynslóðir enn frá- hverfari ritningunni. Það leiðir tím- inn einn í ljós. Danir deila um nýja gerð af Biblíunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Biblían Engin rit hafa haft meiri áhrif á menningu fólks í okkar heimshluta, hugmyndaheim og tungutak en Gamla og Nýja testamentið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.