Morgunblaðið - 06.05.2020, Side 15

Morgunblaðið - 06.05.2020, Side 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 ✝ Gísli Þór Þor-geirsson fædd- ist á Patreksfirði 30. september 1944. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 24. apríl 2020. For- eldrar hans voru Ingimundur Þor- geir Þórarinsson, f. í Kollsvík í Rauða- sandshreppi 11. apríl 1916, d. 25. ágúst 1982, og Svava Gísladóttir, f. í Rauðs- eyjum á Breiðafirði 11. sept- ember 1922, d. 16. desember 1997. Systur Gísla eru Sólrún Þorgeirsdóttir, f. 28. desember 1945, d. 12. apríl 2002, og Dagný Björk Þorgeirsdóttir, f. 20. maí 1947. Gísli Þór Þorgeirsson ólst upp á Patreksfirði og lauk grásleppu og skak á eigin bát- um frá Patreksfirði meðan heilsan leyfði. Á yngri árum var Gísli virk- ur í félagslífinu á Patreksfirði. Hann kom töluvert að starfi Íþróttafélagsins Harðar, sinnti meðal annars fótboltaþjálfun á tímabili, enda þótti hann mjög efnilegur knattspyrnumaður á sínum tíma. Gísli var góður skákmaður og tók þátt í skák- mótum og félagsstarfi tengdu skákinni bæði á Patreksfirði og í Reykjavík. Hann tók líka þátt í starfsemi Leikfélags Patreks- fjarðar og sat lengi í stjórn Eyrarsparisjóðs. Gísli hafði alla tíð mikla ástríðu fyrir stang- veiði, sérstaklega fyrir veiðum á flugustöng, og var um langt skeið virkur meðlimur í Stang- veiðifélagi Patreksfjarðar. Útför Gísla Þór Þorgeirs- sonar fer fram frá Akra- neskirkju í dag klukkan 13 og verður athöfninni streymt á www.akraneskirkja.is. Stytt slóð: https://n9.cl/r5cm. Slóð- ina má nálgast á www.mbl.is/ andlat. landsprófi frá Hér- aðsskólanum á Núpi í Dýrafirði 1961. Gísli sinnti ýmsum störfum til sjós og lands á yngri árum og var meðal annars til sjós í Vestmanna- eyjum á árunum fyrir gos. Hann lauk sveinsprófi í múraraiðn frá Iðn- skóla Patreksfjarðar og útskrif- aðist svo með meistararéttindi í iðninni árið 1974. Gísli vann alla sína starfsævi sem múr- arameistari, framan af á Pat- reksfirði, en árið 1997 keypti hann íbúð í Kópavogi og hélt heimili á báðum stöðum lengst af eftir það. Gísli var viðloðandi smábátaútgerð alveg frá tví- tugsaldri, og gerði út bæði á Gísli frændi var fyrsti óform- legi danskennarinn minn og allt- af þótti mér jafn gaman að stíga spor með honum þegar við hitt- umst. Hann var bróðir móður- ömmu minnar, Sólömmu eða Sólrúnar, og ég átti margar góð- ar stundir með þeim tveimur þegar ég var lítil. Sem og auðvit- að fleiri fjölskyldumeðlimum, bæði hér í Reykjavík og á Patró. Þær eru mér margar ógleyman- legar. Það var ávallt stutt í bros- ið hjá Gísla og leikinn, og tónlist- in dreif hann áfram, hvort sem um góð lög í útvarpinu eða geislaspilaranum var að ræða, eða við bara sungum eitthvað. Hann var óþreytandi að dansa við mann tveggja ára, fimm ára, níu ára og upp í fullorðinsárin. Hann var líka alltaf til í að spjalla, þó hann væri kannski stundum smá feiminn, en lét það þó ekki vefjast fyrir sér eins og fullorðnir eiga til að gera. Um sjóinn, fiska og hvali, Patró, dag- inn og veginn; í raun hvað sem er – hann var alltaf í augnablikinu með manni. Og alltaf var stutt í húmorinn. Ég hugsa oft til hans sem góðrar fyrirmyndar í þeim efnum; hversu skapgóður hann var og hvernig hann tók lífinu með húmorinn að leiðarljósi. Eins og flestir hefur hann vænt- anlega átt sér hliðar sem lítil frænka þekkti ekki eins vel, og þær hafa í bland við hinar gefið honum þá dýpt sem hann hafði. En þetta gaf hann mér, minn- ingu um hvað gleðin er mikil- væg. Hera Hilmarsdóttir. Frá því að við munum eftir okkur hefur Gísli frændi verið mikill fjölskylduvinur og aufúsu- gestur á heimili okkar. Þegar hann kom í heimsókn var hann ekki bara að heimsækja pabba og mömmu, heldur lét Gísli okk- ur líða eins og hann væri ekki síður að heimsækja okkur börn- in, kom fram við okkur sem jafn- ingja og talaði aldrei við okkur eins og við værum bara smá- krakkar. Hann kenndi okkur ungum mannganginn og þegar við vorum yngri tefldi hann við okkur eina skák eða svo í hvert sinn sem hann heimsótti okkur. Auk þess stundaði Gísli það að færa okkur KitKat-súkkulaði, eða „gúkkiliði“, þegar hann sótti okkur heim í miðri viku. Gísla frænda var mikið í mun að vekja áhuga okkar á sínum áhugamálum og gaf okkur til dæmis bæði taflborð og veiði- flugur, sem er ansi lýsandi fyrir það dálæti sem hann hafði á skák og veiðimennsku. Gísli bauð okk- ur stundum með sér að veiða á bátnum sínum og í Fjarðarhorni, sem var skemmtilega öðruvísi fyrir borgarbörnin okkur. Hann var gleðigjafi, sem aldrei svo mikið sem hækkaði róminn, og tók sig ekki of alvarlega, glett- inn, hláturmildur og dansaði jafnvel við okkur þegar þannig bar undir. Við systkinin minn- umst Gísla frænda með hlýju og þakklæti fyrir dýrmætar sam- verustundir. Guðjón Þór Jósefsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir. Gísli frændi hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég fyrst man eftir mér að alast upp á Patró. Stóri bróðir hennar mömmu, piparsveinn með dass af þeim glamúr sem því fylgdi. Gísli var múrarameistari og ég man að hann sá um að byggja húsið okk- ar fyrir vestan, og þegar haldið var reisugilli og var hann í minn- ingunni aðalmaðurinn í þeirri framkvæmd. Ég var nýorðin sjö ára þegar við fluttum inn í húsið rétt fyrir jól. Gísli var dáldið eins og Flateyjartíminn svokallaði fyrir mér. Enda ættaður úr Breiðafirði. Gott ef hann kynnti það fyrirbæri ekki fyrir mér. Þá borðar maður þegar maður er svangur og hvílir sig þegar mað- ur er þreyttur, allt í harmoníu við náttúruna. Mamma og Gísli voru góðir vinir alla tíð, pabbi og hann gerðu út bát saman um tíma, svo Gísli var tíður gestur á heimili okkar. Við fluttum suður en þeg- ar ég fór að vinna í fiski á Patró, upplifði ég þau frægu partí í Þórscafé, eins og heimili Gísla var gjarnan kallað í höfuðið á eigandanum. Þar ríkti oft mikil gleði. Eftirminnileg er veiðiferð í Fjarðarhorn sem Gísli skipu- lagði þar sem stórfjölskyldan naut samverunnar. Við Gísli náð- um vel saman, hann var sá frændi sem dró mann alltaf út á gólfið í tjúttið. Hann var dugleg- ur við að kenna okkur krökkun- um dansinn og eins Heru dóttur minni þegar hún var lítil. Um það leyti sem ég var að út- skrifast úr Leiklistarskólanum 1991 tók Gísli þátt í uppsetningu á Svartfugli með Leikfélagi Pat- reksfjarðar. Í Svartfugli er fjallað um sannsögulega atburði sem gerðust fyrir vestan. Hann hafði gaman af því að spekúlera í hlutunum og setja í samhengi. Leikfélagið kom suður og sýndi verkið í félagsheimili Kópavogs og var Gísli mjög glaður yfir því að okkur gæfist tækifæri til að sjá sýninguna, svo var hún kruf- in af kappi. Gísli var skapandi og tilraunagjarn í matreiðslu. Hann elskaði að stússast í elda- mennskunni, bauð gjarnan upp á silung sem hann hafði veitt sjálf- ur enda mikil veiðikló. Um árabil hélt hann skötuveislu fyrir okk- ur að góðum vestfirskum sið. Gísli var alltaf skapgóður og glettinn. Þegar hann var fluttur í bæinn hélt hann þeim góða sið sem við vöndumst fyrir vestan, að droppa óvænt við í heimsókn ef hann átti leið hjá. Hann átti ekki börn sjálfur en var mikill uppáhaldsfrændi sem naut þess að vera í samskiptum við litlu frændsystkini sín. Ég man eitt sinn þegar hann kíkti við á Leifs- götunni. Ég var ekki heima en Oddur Sigþór sonur minn tók á móti honum, bauð honum auðvit- að inn og vildi sýna frænda sín- um gestrisni. Nú voru góð ráð dýr en Oddur tók sig til, skellti C-vítamín-freyðitöflum í flott glas og bauð frænda sínum upp á þennan fína drykk. Oddur var ekki nema smágutti þá en hug- myndaríkur eins og frændi hans. Gísli frændi hélt alla tíð í sína góðu lund, þrátt fyrir veikindin. Hann var einstakur karakter og átti sinn sérstaka stað í mínu hjarta sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Hans verður sárt saknað en ég treysti því að mamma, amma, afi og Elsa frænka taki á móti honum í Sum- arlandinu og þau skelli sér í dansinn með bros á vör. Þórey Sigþórsdóttir. Hann Gísli frændi minn og vinur hefur fylgt mér allt mitt líf. Það var hann sem rölti niður á bryggju fyrir vestan þegar pabbi kom í land af sjónum og tilkynnti honum um komu mína í heiminn, og síðan hefur hann alltaf verið til staðar með einum eða öðrum hætti. Gísli var öðlingur, barn- góður og mikill vinur okkar frændsystkinanna þegar við vor- um að alast upp á Patró. Það var mikið byggt í þorpinu á þessum árum og þar lagði Gísli svo sann- arlega sitt af mörkum. Auk þess að vera á fullu í múrverkinu gerði hann út trillu á grásleppu og skak með pabba og tók líka mikinn þátt í félagslífi staðarins. Það var Gísli sem kynnti mér múrverkið og hafði þar með mik- il áhrif á starfsferil minn síðar í lífinu, en ég vann hjá honum í þrjú sumur sem unglingur. Þá kynntist ég honum frá öðru sjón- arhorni og við urðum miklir fé- lagar. Á nítjánda ári var ég að vinna fyrir vestan í tæplega hálft ár og fékk að búa hjá honum í Aðalstræti 12, sem gekk undir nafninu Þórscafé. Gísli var alltaf léttur í lund og umburðarlyndur og kom alltaf fram við mig sem jafningja þannig að ég varð ein- hvern veginn ekki var við aldurs- muninn. Á 10. áratugnum keypti Gísli sér íbúð í Kópavogi, hafði vetursetu fyrir sunnan en fór svo vestur á vorin á skak. Á þessum tíma fórum við að vinna meira saman aftur og hressari og skemmtilegri samstarfsfélaga var ekki hægt að hugsa sér. Ég á líka margar góðar minningar um hann tengdar veiðiskap; minn- ingar um sjóstangveiði og svart- fuglsveiðar úti á Flóa og stang- veiðar í ám og vötnum svo eitthvað sé nefnt. Gísli var líka gleðimaður í besta skilningi þess orðs. Hann naut þess að dansa og hafði gaman af því að skála í góðum veigum. Við frændurnir áttum það til að fá okkur í glas saman og hann ferðaðist líka með okkur fjölskyldunni erlend- is. Núna er gott að eiga þessar minningar í minningabankanum. Árið 2006 fékk Gísli alvarlegt heilablóðfall sem breytti miklu í lífi hans, en með dugnaði tókst honum þó að þjálfa sig upp og komast aftur út á vinnumarkað- inn. Fyrir nokkrum árum tók svo við annað áfall er hann greindist með þann erfiða sjúk- dóm alzheimer. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika tókst honum frænda mínum að halda í góða skapið og þegar við fjölskyldan minnumst hans sjáum við hann fyrir okkur hlæjandi eftir að hafa sagt einhverja skemmtisög- una, sem jafnvel hafði oft heyrst áður en fékk þó alltaf nýtt líf með hverri frásögn. Undanfarið hálft ár var Gísla mjög erfitt og heilsunni fór hratt hrakandi. Lífsgæðin voru farin og andlátið hefur væntanlega verið honum líkn. Þegar ég sit hér og hugsa um frænda minn finnst mér gott að sjá hann fyrir mér hraustan, kátan og brosandi í fylgd Svövu ömmu, Geira afa, mömmu, Magðalenu langömmu og ann- arra ættingja og vina sem farnir eru í land hins eilífa sumars. Með þökk fyrir samfylgdina og vinskapinn, Jósef Gunnar Sigþórsson. Frændi minn Gísli Þór hefur nú safnast til forfeðra sinna enda þótt aldurinn hafi ekki orðið ýkja hár. Hann glímdi við vanheilsu í meira en áratug í kjölfar heila- blóðfalls. Þrátt fyrir seiglu og baráttugleði dró af honum og síðustu árin dvaldi hann á dval- arheimilinu Höfða á Akranesi þar sem hann hlaut góða umönn- un sem ástæða er til að þakka vel. Við Gísli erum systkinabörn og eru foreldrar hans á Patró, Geiri og Svava, ásamt systrun- um Sólrúnu og Dagný Björk órjúfanlegur hluti af góðum minningum mínum frá uppvaxt- arárum. Þótt aldursmunur okk- ar væri nokkur voru tengsl stór- fjölskyldunnar náin og samgangur mikill bæði vestur og suður. Gísli var ljúfur maður með mikið jafnaðargeð. Hann var fé- lagslyndur enda þótt hann hafi kosið að vera einhleypur um æv- ina, raunar hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. Hann var stilltur vel og gæddur góðum gáfum. Hann var sögumaður þegar svo bar undir og hafði gott auga fyr- ir því skoplega í mannlegri til- veru. Hann kom jafnt fram við háa sem lága, sýndi öllum vin- semd og hjálpsemi var honum í blóð borin. Gísli var fróður um menn og málefni, hafði talsverð- an áhuga á þjóðmálum og gat verið rökvís í umræðu um stjórn- mál þótt þátttaka í þeim hafi tæpast freistað hans. Hann átti hins vegar margvísleg áhugamál og þá lýsti af greind hans og at- gervi bæði andlegu og líkam- legu. Valdist hann þá gjarnan til forystu, t.d. stjórnarformennsku í Stangveiðifélagi Patreksfjarð- ar og Eyrarsparisjóðnum. Gísli var góður skákmaður, útsjónarsamur og vel að sér um hernaðarlist í sókn og vörn. Hann gat þá verið kappsamur og á ég margar góðar minningar allt frá bernsku til fullorðinsára þegar við sátum fram á rauða nótt við taflið. Annað sameigin- legt áhugamál áttum við líka, lax og silungsveiði á flugu, sem var oftar en ekki umræðuefnið þegar við frændur hittumst. Ég minn- ist góðra stunda með Gísla við laxveiðar í Miðfjarðará og sil- ungsveiði í Sauðlauksdalsvatni en þá lék hann á als oddi. Á barns- og unglingsárum stund- aði hann fótbolta og fór fyrir liði barna og unglinga frá Patró sem kepptu reglulega við jafnaldra sína á vistheimilinu í Breiðavík. Þegar málefni þeirrar stofnunar komust í hámæli samfélagsum- ræðunnar löngu síðar veitti hann mér innsýn í líf drengjanna þar eins og það blasti við sér og fjallaði ætíð um þá af virðingu og hlýju. Lífshlaup Gísla einkenndist ekki af mikilli fyrirferð heldur þvert á móti var það dæmigert fyrir þann stóra hóp þjóðarinnar sem vinnur afrek sín í kyrrþey og býr í haginn fyrir komandi kynslóðir. Þótt Gísli væri múr- arameistari að iðn og aðalstarfi var sjórinn honum mjög hugleik- inn. Hann átti bát og stundaði um árabil handfæraveiðar á sumrum frá Patró í félagi við Daða frænda okkar. Eftir að Gísli festi kaup á íbúð í Kópavog- inum fyrir hartnær tuttugu ár- um kom fyrir að ég færi með honum á sjóstöng út í flóa þegar vel viðraði, okkur til skemmtun- ar. Það voru góðar stundir og andlit hans geislaði af gleði. Það er bjart yfir minningu Gísla. Bragi Guðbrandsson. Við fráfall Gísla Þórs Þor- geirssonar er við hæfi að rifja upp nokkur minningabrot. Sögu- svið bernskunnar er Vatneyri við Patreksfjörð, foreldrar okk- ar voru þar nágrannar og feður okkar unnu saman. Það var því augljóst að krakkarnir léku sér saman og ævilöng vinátta skap- aðist. Leiksvæðið var bryggjan, bátarnir og fjaran. Fjallið Brell- urnar gnæfir yfir eyrina, bratt og runnið skriðum. Hægt er að fara upp á fjallið eftir Fjósadaln- um eða beint upp af þorpinu. Það var glæfralegt en farið ef það var ákveðið. Gísli var mikill áhuga- maður um fótbolta, hann annað- hvort spilaði með liðinu eða dæmdi leiki. Í minningunni eru þessir tímar óskaplega bjartir. Við þurftum ungir að fara að vinna í fiski eins og tíðkaðist þá og skólinn tók sinn tíma. Alltaf var þó tími til leikja eða að bralla eitthvað með félögunum. Frjáls- ræðið var mikið og endalaust hugmyndaflug. Gísli Þór var drengur góður með einstakan húmor. Hann gat verið stríðinn en á góðan hátt. Hann var jákvæður og æðrulaus, ef eitthvað bjátaði á geymdi hann það með sjálfum sér, vildi ekki að það hefði áhrif á aðra. Á góðum stundum greip hann í gítarinn sinn, hafði gaman af tónlist. Einnig var hann góður skákmaður og kenndi skák. En umfram allt var hann vinur vina sinna, tryggur og traustur. Það sýndi sig þegar ég flutti aftur til Patreksfjarðar eftir hálfan ann- an áratug í burtu. Vináttan hafði ekki breyst þó að bernskan og unglingsárin væru að baki og verkefnin önnur. Gísli Þór var múrarameistari, vel látinn og vandvirkur. Hann sá um alla múrvinnu þegar við byggðum húsið okkar við Sigtún og einnig á vinnustað mínum þegar byggingarframkvæmdir voru þar. Hann átti bát með fé- laga sínum, Brynju BA. Þá átti ég Heiðu BA. Var sjómennska okkur eilíft umræðuefni, veður- far og gæftir. Það átti við um fleiri karla á bryggjunni, ein- stakt samfélag þar sem um- hyggjan sem við bárum hver fyr- ir öðrum kom hvað best í ljós. Báðir áttum við sæti í stjórn Ey- rasparisjóðs nokkurn tíma. Hann gegndi þar bæði störfum ritara og seinna formanns. Hann var virkur í félagsmál- um, bæði vil ég nefna Björgunar- sveitina Blakk og Stangveiði- félag Patreksfjarðar. Í þeim félögum lágu leiðir okkar saman. Ég minnist frábærra veiðiferða bæði í Laxá í Dölum og Fáskrúð. Þá deildum við félagarnir einni stöng. Engar veiðisögur skulu sagðar hér en við nutum þessara ferða. Að ógleymdum sumar- kvöldunum þegar við skruppum yfir í Sauðlauksdalsvatn, gjarn- an komu einhver af börnum mín- um með til að læra veiðitaktana. Þetta voru góðir tímar. Tíminn sem við áttum kjall- arann á Hóli er einnig góður í minningunni. Gísli var nágranni okkar, átti húsið við hliðina. Við byggðum saman girðingu með- fram gangstéttinni svo krakkar hlypu ekki út á Hólsbrekkuna, þar gat verið nokkur bílaumferð. Ekki kom til orðs að girða á milli húsanna enda tíðförult á milli. Að leiðarlokum þakka ég Gísla Þór fyrir vináttuna sem óslitin hefur varað heila manns- ævi. Við Erna sendum Dagnýju Björk og allri fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um góð- an vin. Jón Sverrir Garðarsson. Gísli Þór Þorgeirsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI ARNAR SÆMUNDSSON, Hlíðarvegi 69, Ólafsfirði, sem lést þriðjudaginn 21. apríl, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju 9. maí klukkan 14. Vegna aðstæðna verður fjöldi viðstaddra takmarkaður. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hanna Maronsdóttir Maron Björnsson Halldóra Garðarsdóttir Nanna Árnadóttir Sigurlaugur V. Ágústsson Agnar Árnason Ólöf Björk Sigurðardóttir Jón Arnar Árnason Kristrún Þorvaldsdóttir Sæmundur Árnason María H. Þorgeirsdóttir Okkar ástkæra SIGRÍÐUR VIGDÍS BÖÐVARSDÓTTIR frá Brennu í Lundarreykjadal lést á Skógarbrekku Húsavík fimmtudaginn 30. apríl. Útför hennar mun fara fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 9. maí klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir, en streymt verður frá athöfninni á fésbókarsíðu Húsavíkurkirkju. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbrekku fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þórhallur Bjarnason Ásthildur Bjarnadóttir Böðvar Bjarnason Valgerður Bjarnadóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.