Morgunblaðið - 06.05.2020, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
Tvær knattspyrnudeildir hefja
göngu sína um næstu helgi; annars
vegar færeyska úrvalsdeildin og
hins vegar 1. deild Suður-Kóreu.
Fara þær vanalega af stað í mars, en
þeim var frestað vegna kórónuveir-
unnar. Vel hefur tekist að hemja út-
breiðslu veirunnar í löndunum og
því ekkert því til fyrirstöðu að hefja
þar leik í efstu deild.
Þá munu Pólverjar einnig hefja
leik á næstu dögum, eins og Þjóð-
verjar, en það skýrist betur í vik-
unni.
Boltinn rúllar
í Færeyjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Færeyjar Jónas Tór Næs leikur með
B36 í færeysku knattspyrnunni.
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Handknattleiksmaðurinn Árni
Bragi Eyjólfsson hefur ákveðið að
láta gott heita í Danmörku, í bili að
minnsta kosti, og er genginn í raðir
KA. Eftir að hafa raðað inn mörk-
um fyrir Aftureldingu fór Árni til
Kolding í fyrra. Í þeirri óvissu sem
fylgir kórónuveirunni telur hann
betra að koma heim.
„Ástandið sem hefur skapast er
helsta ástæða þess að ég og kær-
asta mín ákváðum að koma heim.
Kolding er að skera niður eins og
önnur félög. Ég sá ekki fram á að
vera þar áfram,“ sagði Árni þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í gær
en hann var með 1+1 samning hjá
Kolding og gat því fengið sig laus-
an. Hann segir ýmsar breytingar
hafa orðið hjá Kolding.
„Þjálfarinn var látinn fara en það
gerðist reyndar eftir að ég tók
mína ákvörðun. Ég spilaði minna
seinni hlutann en ég hefði viljað og
ræddi við forráðamenn félagsins
um framhaldið. Erfitt er að segja
til um hvernig staðan verður þar
sem veiran hefur sett langflest ef
ekki öll félög í Danmörku í viss
vandræði. Þau eru í tiltekt eftir því
sem ég best veit og ég taldi að best
væri að koma heim. Þar treysta
menn væntanlega meira á tekjur af
miðasölu heldur en hérna heima.
Það er alla vega mín tilfinning. Það
kæmi mér ekki á óvart að leik-
mönnum sem ekki eru með lands-
leiki á ferilskránni muni bjóðast
hálf atvinnumennska í stað at-
vinnumennsku út af stöðunni í
efnahagslífinu,“ sagði Árni Bragi.
Álagið mun meira í Danmörku
Árni segir töluverðan mun vera
á dönsku deildinni og þeirri ís-
lensku. „Álagið var allt annað á
æfingum. Leikirnir voru einnig
töluvert erfiðari. Menn eru miklu
betur á sig komnir heldur en hér
heima enda er þetta atvinnu-
mennska og ég kynntist því strax í
fyrsta leik. Hraðinn er meiri sem
og átökin án þess þó að handbolt-
inn sé grófur. Ég fékk þau skila-
boð þegar ég kom út að ég þyrfti
að styrkja mig og ég vann í því.
Mér gekk vel fyrir ármaót en í
vikunni sem ég skrifaði undir var
skipt um þjálfara og ég fór inn í
aðrar aðstæður en til stóð. Spilaði
til dæmis meira sem skytta en ég
bjóst við og var ekki alveg jafn
tilbúinn í það líkamlega eins og
baráttuna í horninu.“
Kominn aftur norður
Þeir sem hafa fylgst með Íslands-
mótinu telja sjálfsagt Árna vera
uppalinn hjá Aftureldingu en hann
hóf ferilinn hjá KA.
„Ástæðan fyrir því að ég fór í KA
er því ósköp einföld. Ég var í KA
þar til í 4. flokki en fór 15 ára í Aft-
ureldingu. Á Akureyri á ég bæði
foreldra og bróður en foreldrar
mínir fluttu aftur norður þegar föð-
ur mínum bauðst að gerast rektor
Háskólans á Akureyri. KA-menn
hafa alltaf haldið sambandi. Þegar
þeir fréttu að ég væri að koma heim
þá settu þeir sig í samband sam-
dægurs. Mér finnst KA vera á svip-
uðum stað og við í Aftureldingu
vorum fyrir nokkrum árum. Liðið
er óskrifað blað en stefnan er tekin
á úrslitakeppnina. Mig langar að
hjálpa KA í þeirri baráttu. Metn-
aðurinn er gríðarlega mikill og sag-
an er flott. Mikil stemning er fyrir
því að gera KA aftur að stórveldi í
handboltanum en það getur auðvit-
að tekið tíma. Miðað við gengi KA á
síðasta tímabili þá finnst mér að
þrír til fjórir nýir leikmenn geti
gefið liðinu aukinn kraft. Nokkur
lið settu sig í samband við mig en
ég kom hreinskilnislega fram við
þau vegna þess að ákveðið var að ég
færi í KA ef ég kæmi heim. Ég
sagði þeim því að ég væri búinn að
festa mig ef ég kæmi heim. Ég til-
kynnti Mosfellingunum það að
fyrra bragði og vildi láta þá vita því
ég var þar svo lengi. Ég var búinn
að taka mína ákvörðun.“
Langar að sanna sig úti
Þótt Árni muni spila hér heima á
næsta tímabili segist hann ekki
geta hugsað sér að endasleppt
tímabil í Danmörku verði hans einu
kynni af atvinnumennskunni. Hann
hefur því hug á að reyna aftur fyrir
sér erlendis í framtíðinni.
„Ég myndi vilja fá annað tæki-
færi erlendis, það er alveg klárt. Ég
hlakka mikið til tímabilsins með KA
og ætla gefa allt sem ég á. Með því
vonast ég til að fá annað tækifæri
erlendis því minn metnaður liggur í
að fara út aftur þegar ástandið í
heiminum er orðið betra. Ef ég fæ
tækifæri til að fara aftur út, hvort
sem það yrði Danmörk eða eitthvað
annað, þá myndi ég vilja spila sem
hornamaður þótt ég sé opinn fyrir
því að leysa skyttustöðuna þegar á
þarf að halda. Það er hins vegar
töluvert annað að spila í skyttunni
erlendis en hér heima og ég sé frek-
ar fyrir mér að eiga feril erlendis
sem hornamaður,“ sagði Árni
Bragi.
Mikil stemning fyrir
hendi hjá KA-mönnum
Árni Bragi Eyjólfsson nýtti sér ákvæði í samningi sínum við Kolding
Ljósmynd/KA
Akureyri Árni Bragi Eyjólfsson og Haddur Júlíus Stefánsson, formaður.
Knattspyrnulíf í Evrópu hefur
verið í dvala frá því í mars vegna
kórónuveirunnar. Öllum leikjum í
álfunni var frestað, nema í Hvíta-
Rússlandi, þar sem lífið hefur
gengið sinn vanagang þrátt fyrir
heimsfaraldurinn.
Þýskir fjölmiðlar greindu frá
því í gær að til stæði að hefja leik
í þýsku Bundesligunni, 1. og
efstu deild Þýskalands, þann 15.
maí næstkomandi. Þýska 1. deild-
in er ein af fimm stærstu deild-
unum ásamt ensku úrvalsdeild-
inni, frönsku 1. deildinni,
spænsku 1. deildinni og ítölsku
A-deildinni.
Frakkar greindu frá því í síð-
ustu viku að tímabilinu þar í landi
væri lokið og PSG var krýnt
meistari, þriðja árið í röð. Var
þessi ákvörðun meðal annars tek-
in þar sem stjórnvöld í Frakk-
landi bönnuðu alla íþróttaviðburði
í landinu til 1. september.
Þjóðverjum hefur hins vegar
gengið mun betur í baráttu sinni
við kórónuveiruna en Frökkum
og hafa tæplega 7.000 manns lát-
ist í Þýskalandi af þeim 166.199
sem hafa smitast. Samkvæmt
fjölmiðlum í Þýskalandi mun
kanslarinn Angela Merkel til-
kynna um endurkomu 1. deild-
arinnar á blaðamannafundi í dag.
Liðin sem leika í 1. deildinni
hafa fengið góðan tíma til þess að
undirbúa sig en flest þeirra sneru
aftur til æfinga í byrjun apríl,
þótt þau hafi vissulega þurft að
æfa undir ákveðnum takmörk-
unum. Alls leika átján lið í efstu
deild Þýskalands en níu umferðir
eru eftir af tímabilinu. Alfreð
Finnbogason, landsliðsmaður Ís-
lands, er samningsbundinn Augs-
burg sem er í fjórtánda sæti deild-
arinnar með 27 stig. Samúel Kári
Friðjónsson er samningsbundinn
botnliði Paderborn sem er með 16
stig. Þá leikur Guðlaugur Victor
Pálsson með Darmstadt 98 í
þýsku B-deildinni og Rúrik Gísla-
son með Sandhausen í B-deildinni,
sem gæti farið af stað um svipað
leyti. bjarnih@mbl.is
Styttist í endurkomu þýska boltans
Frjálsíþróttakonan Marie Josée Ta
Lou segist ekki ætla að mæta aftur
til leiks fyrr en tekist hefur að hemja
útbreiðslu kórónuveirunnar í heim-
inum. Ta Lou, sem er frá Fílabeins-
ströndinni, er 31 árs gömul en hún
hafnaði í þriðja sæti í 100 metra
hlaupi á heimsmeistaramótinu í Doha
á síðasta ári.
„Við sem íþróttafólk verðum að
spyrja okkur sjálf hvort við séum
tilbúin að ferðast víðsvegar um
heiminn til þess að keppa,“ sagði Ta
Lou í samtali við BBC. „Ef ég á að
taka áhættu þá gæti þetta verið
spurning um líf eða dauða og lífið er
mikilvægara en íþróttir.“
Jóhann Geir
Sævarsson hefur
gert tveggja ára
samning við KA
og leikur með lið-
inu í úrvalsdeild-
inni í handknatt-
leik næsta vetur.
Jóhann, sem er 21
árs, gengur til liðs
við KA frá nágrönnunum í Þór og
leikur í vinstra horni. Jóhann æfði
með KA í yngri flokkum áður en
hann skipti yfir í Þór og þekkir því
vel til félagsins. Faðir hans, Sævar
Árnason, lék einnig með báðum lið-
unum og varð Íslandsmeistari með
KA.
Kínverski sundmaðurinn Sun Yang
hefur áfrýjað átta ára keppnisbanni
sem Alþjóðaíþróttadómstóllinn
dæmdi hann í fyrr á árinu. Yang
skrópaði í lyfjaprófi í september árið
2018. Hann var í fyrstu sýknaður af
öllum ákærum af Alþjóðasund-
sambandinu í janúar 2019. Wada, Al-
þjóðalyfjaeftirlitið, kærði hins vegar
úrskurðinn til Alþjóðaíþróttadóm-
stólsins sem dæmdi Yang í átta ára
keppnisbann en hann hafði áður
gerst brotlegur. Nú hefur Kínverjinn
áfrýjað þeim dómi áfram til Alrík-
isdómstólsins.
Portúgalska knattspyrnustjarnan
Cristiano Ronaldo er kominn til Ítal-
íu og mun eyða næstu tveimur vikum
í sóttkví í Tórínó. Ronaldo hefur und-
anfarnar vikur verið í heimalandinu
eftir að kórónuveirufaraldurinn varð
skæður á Ítalíu. Hann átti að vera
mættur fyrr til Ítalíu en vegna vand-
ræða með einkaflugvél hans seinkaði
komunni. Þegar Ronaldo hefur lokið
sóttkví mun hann gangast undir
læknisskoðun hjá Juventus og eftir
það má hann æfa með liðinu.
Ágúst Birgisson hefur framlengt
samning sinn við handknattleiksdeild
FH. Samningurinn er til næstu
tveggja ára en hann gekk til liðs við
félagið árið 2016 frá Aftureldingu.
Ágúst hefur verið algjör lykilmaður í
liði FH en hann hefur meðal annars
verið kjör-
inn hand-
knattleiks-
maður FH.
Þá var
hann valinn
varnarmaður
ársins 2017 í
úrvalsdeild-
inni.
Eitt
ogannað
Arnar Már Guðjónsson, fyrirliði
knattspyrnuliðs ÍA, vonast til þess
að ná seinni hluta tímabilsins í sum-
ar. Þetta staðfesti hann í samtali við
vefmiðilinn fótbolti.net í gær. Arnar
sleit krossband í júlí á síðasta ári í
leik gegn Val og bjuggust flestir við
því að hann myndi missa af öllu
tímabilinu.
Seinkun Íslandsmótsins eykur
hins vegar möguleika hans á að geta
verið með að einhverju leyti. „Ég
stefni á að ná inn í seinnipart móts,“
sagði hann við fótbolti.net.
Fyrirliði ÍA
vongóður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Akranes Arnar Már Guðjónsson
gæti leikið með ÍA í sumar.