Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
Dave Greenfield, hljómborðsleikari
hinnar þekktu bresku pönk-
nýbylgjusveitar The Stranglers, er
látinn, 71 árs gamall. Hann hafði
verið lagður inn á sjúkrahús vegna
hjartveiki en lést úr Covid-19-
sjúkdómnum.
Greenfield er fyrstur félaganna
sem stofnuðu The Stranglers árið
1974 sem fellur frá. Hljómsveitin
hafði kynnt síðustu tónleikaferð
sína, sem átti að vera farin í vor en
var frestað vegna faraldursins.
Greenfield þótti snjall hljómborðs-
leikari og setti afgerandi svip á
hljóm og stefnu hljómsveitarinnar.
Hugh Cornwell, söngvari og gítar-
leikari á gullaldartíma hennar, til
1990, minntist félaga síns á Twitter
og skrifaði að hann hefði gert The
Stranglers að öðru og meira en
hverri annarri pönkhljómsveit.
„Tónlistarhæfileikar hans og ljúf
lund sköpuðu óvæntar hliðar á band-
inu.“ Hljómborðsleikurinn og mel-
ódískur en um leið ágengur bassa-
leikur Jean-Jacques Burnels hafa
þótt einkenna tónlist sveitarinnar.
The Stranglers slógu í gegn á
pönktímabilinu seint á áttunda ára-
tugnum þegar sveitin sendi frá sér
þrjár plötur á 18 mánuðum sem allar
náðu vinsældum, Rattus Norvegicus,
No More Heroes og Black and
White. Hljómsveitin lék á rómuðum
tónleikum í Laugardalshöll á þeim
tíma, 1978, og eru þeir taldir meðal
helstu frjókorna rokkbylgjunnar
sem hófst skömmu síðar hér á landi.
Greenfield var höfundur allra vin-
sælasta lags The Stranglers, „Gold-
en Brown“ (1981).
Snjall Dave Greenfield leikur á tón-
leikum The Stranglers um 1980.
Liðsmaður
The Strang-
lers látinn
Spænska Netflix-hrollvekjanog spennutryllirinn El hoyo, eða Holan, er bönnuðáhorfendum undir 18 ára
aldri. Slíkar aldurstakmarkanir á
kvikmyndum eru sjaldséðar og þeir
sem viðkvæmir eru fyrir ofbeldi og
blóðsúthellingum ættu að forðast
þessa. Eða þeir sem eru viðkvæmir
fyrir almennum subbuskap, ef út í
það er farið.
Myndin varð aðgengileg á veit-
unni um svipað leyti og Covid-19 fór
að herja á heimsbyggðina og segir í
henni af fólki sem er lokað inni í
furðulegri byggingu, gríðarlega
háum turni með ferhyrndu gati í
miðjunni á hverri hæð. Enginn veit
hversu margar hæðirnar eru og á
hverri þeirra þurfa tvær mann-
eskjur að dvelja saman, mánuð í
senn. Að mánuði liðnum er fólkið
svæft með gasi og fært milli hæða.
Þeir sem voru á sjöttu hæð gætu
lent á hæð 148, ómögulegt er að
segja hvar þeir enda. Og þannig
gengur þetta fyrir sig, mánuð eftir
mánuð, þar til afplánun lýkur.
Einu sinni á dag svífur niður stór
steypufleki með miklu hlaðborði.
Manneskjurnar tvær verða að borða
eins hratt og þær geta af því hlað-
borði þar sem tíminn er naumur.
Borðið er hlaðið miklum kræsingum
á efstu hæð, hæð 0, en eftir því sem
fleiri fangar troða í sig verður
minna eftir og hlaðborðið sífellt
ókræsilegra. Gengur þannig á mat
og drykk þar til ekkert er eftir og
þeir sem eru neðarlega í turninum
svelta vikum saman. Í því ástandi er
stutt í ofbeldi, morð og á endanum
mannát.
Sumir eru fangar en aðrir sjálf-
boðaliðar og turninn er því bæði
fangelsi og einhvers konar sam-
félagsleg tilraun.
Aðalpersóna myndarinnar er
karlmaður á miðjum aldri sem nefn-
ist Goreng (Ivan Massagué). Hann
skráir sig til dvalar í turninum og er
lofað verðlaunum fyrir. Hann fær
einhvers konar gráðu og sér þarna
gott tækifæri til að hætta að reykja.
Líkt og aðrir vistmenn fær hann að
taka með sér einn hlut og er það
skáldsaga Cervanters, Don Kíkóti.
Goreng er úthlutuð hæð með
skuggalegum eldri manni, Trima-
gasi (Zorion Eguileor), sem valdi að
taka með sér hníf sem er þeirri
náttúru gæddur að verða beittari
við notkun. Trimagasi þessi reynist
bæði sið- og miskunnarlaus og næg-
ir að nefna í því sambandi að fyrsta
mannátsatriði myndarinnar tengist
honum og hnífnum hans góða sem
ber hið skondna heiti Samurai plús.
Eftir því sem líður á dvöl Goreng
versnar heilsa hans, hungrið sverfur
að og örvæntingin magnast. Dag
einn fær hann þá hugmynd að gera
uppreisn gegn stjórnendunum á
efstu hæð turnsins og fær nýjan
sambýlismann í lið með sér. Þeir
leggja í ferð á flekanum, ofan á
hlaðborðinu, niður í myrkasta hel-
víti turnsins og þurfa að verjast
árásum á þeirri leið. Þegar á botn-
inn er komið gera þeir óvænta upp-
götvun sem þeir telja að muni frelsa
turnbúa úr ánauðinni.
Já, furðulegt er það, vægt til orða
tekið. Virðist hér komin ein alls-
herjarallegóría um mannlegt eðli,
hvernig þeir sem eru á toppnum
fara illa með þá sem fyrir neðan eru,
hvernig hinir ríku traðka á hinum
fátæku og hvernig mannskepnan
hugsar alltaf fyrst um sjálfa sig og
að bjarga eigin skinni. Þannig gætu
allir sem í turninum dúsa komist hjá
hungri ef þeir bara hugsuðu um
náungann, þá sem neðar dvelja, að
skilja eftir mat handa hinum hungr-
uðu. Því er ekki að heilsa. Til að
undirstrika villimennskuna er bæði
migið og skitið á þá sem eru neðar í
turninum í kostulegum atriðum,
verður að segjast.
Já, þetta er þannig kvikmynd,
hrollvekja og spennutryllir þar sem
farið er reglulega yfir strikið. Nú
eða ekki, strikið er ekki á sama stað
hjá öllum. El hoyo er subbuleg á
köflum, jafnvel svo viðbjóðsleg að
halda þarf fyrir augu. Matarleif-
arnar einar og sér ollu gagnrýnanda
klígju og hljóðin sem heyrðust þeg-
ar fólk tróð þeim upp í sig.
Það er kannski fullaugljóst hvað
handritshöfundar eru að fara með
þessari táknsögu en hún er aldrei
leiðinleg og leikstjórinn heldur vel
uppi spennu, gætir þess að atriði
verði ekki of löng og að eitthvað
óvænt komi upp á með stuttu milli-
bili. Eins furðulega og það nú
hljómar vekur myndin forvitni frá
upphafi til enda, þrátt fyrir allan
subbuskapinn og ofbeldið. Og endir-
inn er eftir því, hann er stórfurðu-
legur og eiginlega óskiljanlegur.
Leikarar eru allir prýðilegir og
ber sérstaklega að nefna Massagué
og Equileor. Sá síðarnefndi setur að
manni hroll ekki ósvipað og
Anthony Hopkins gerði með túlkun
sinni á mannætunni Hannibal Lect-
er. Tæknilega er myndin vel unnin,
tæknibrellur áhrifamiklar og sviðs-
myndir, að ekki sé talað um lýsingu
og þá sérstaklega þegar skyggnst
er inn í huga Goreng og martraðir
sem auðvitað eru blóðrauðar og
myrkar.
El hoyo er áhugaverð hrollvekja
og mjög svo neikvæð og heldur von-
laus sýn á mannlegt eðli. Að éta eða
vera étinn, um það snýst lífið í turn-
inum. Frumskógarlögmálið gildir
þar sem víðar.
Þess má að lokum geta að rætt er
um myndina í nýjasta þætti kvik-
myndahlaðvarpsins BÍÓ á mbl.is,
undir dálkinum „fólk“.
Hrollvekjandi allegóría
Netflix
El hoyo bbbbn
Leikstjórn: Galder Gaztelu-Urrutia.
Handrit: David Desola og Pedro Rivero.
Aðalleikarar: Ivan Massagué, Zorion
Equileor, Antonia San Juan, Ziahara
Lllana og Emilio Buale. 94 mín.
Spánn, 2020
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR Hrollur Goreng fylgist með
ómenninu Trimagasi í El hoyo.