Morgunblaðið - 06.05.2020, Side 28
Ebba Katrín Finnsdóttir
hefur verið ráðin til að
leika hlutverk Júlíu í upp-
færslu Þjóðleikhússins á
Rómeó og Júlíu í leikstjórn
Þorleifs Arnar Arnarssonar
sem frumsýnd verður í
mars 2021. Leit stendur
hins vegar yfir að þeim
eina rétta í hlutverk Róm-
eós. Leikarar á aldrinum
20-30 ára sem hafa lokið
námi í leiklist eða starfað
við atvinnuleiklist koma til greina. Skráningarform og
allar nánari uppýsingar eru á vefnum leikhusid.is/
romeoprufur, en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti
7. maí. Leikstjóri og listrænir stjórnendur velja í fram-
haldinu þá sem boðið verður að koma í prufur fyrir
hlutverkið. Þar gefst þeim tækifæri til að leika tvær
stuttar senur úr verkinu á móti Ebbu Katrínu og öðrum
leikurum í leikstjórn Þorleifs. Prufurnar fara fram nú í
maí. Nánar er rætt við Ebbu Katrínu í blaðinu. »24
Þjóðleikhúsið leitar að Rómeó
„Ég trúi því varla sjálf að ég sé búin að gera lítið annað
en að hanga inni hjá mér í níu vikur, sem er hálfgalið, en
ég hef reynt að gera mitt besta til þess að halda mér
við. Meðal annars með því að hlaupa í bílakjallaranum í
íbúðarhúsinu mínu og með því að lyfta vatnsflöskum
og öðru en ég skal alveg viðurkenna að það er orðið
ansi þreytt að þurfa að æfa svona,“ segir Berglind
Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, m.a.
í blaðinu í dag en hún snýr heim á leið frá Mílanó á
næstunni eftir dvöl hjá AC Mílanó. »22
Hlaup í bílakjallara í Mílanó á meðal
úrræða sem Berglind greip til
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Margir voru frelsinu fegnir þegar
slakað var á samkomubanni víða um
heim. „Ég gat loksins farið aftur út
að hlaupa, reyndar með andlits-
grímu, en það var mikill munur að
komast út og hreyfa sig úti,“ segir
myndlistarmaðurinn Berglind Svav-
arsdóttir, sem býr
í Lombardia eða
Langbarðalandi,
skammt fyrir
norðan Mílanó á
Norður-Ítalíu.
Berglind hefur
búið og starfað á
Ítalíu síðan 1996.
Hún kom til Íslands um jólin til að
undirbúa fyrstu einkasýningu sína í
Gallerí Fold á Rauðarárstíg í
Reykjavík, en til stóð að opna hana
7. mars. Eins og hendi væri veifað
greindist fyrsta kórónuveirusmitið í
héraðinu, Langbarðaland var skil-
greint sem mjög mikið hættusvæði
og útgöngubann sett á. Berglind
segir að sýningunni hafi þá verið
frestað og með bjartsýni að leiðar-
ljósi hafi verið ákveðið að opna hana
25. apríl. Samkomubannið hafi kom-
ið í veg fyrir eiginlega opnun en í
staðinn hafi hún verið í beinu
streymi á Facebook. Sjá má mynd-
bandsupptöku af streyminu og
kynningarmyndband á facebooksíðu
Gallerís Foldar til og með 8. maí og á
facebooksíðu Berglindar.
„Við þurftum að laga okkur að
aðstæðum,“ segir Berglind, sem
varð að breyta öllum áætlunum og
hugsa út fyrir rammann. „Sem betur
fer tók ég flestar myndirnar með
mér til landsins um jólin, því annars
hefði þessi sýning ekki orðið að
veruleika nú.“ Berglind tekur þátt í
samsýningu í Mílanó í lok maí og
verður hún aðeins á netinu.
Lággróður og skordýr
Þegar Berglind var í menntaskóla
sótti hún kvöldnámskeið í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík. „Ég hef
alltaf haft í mér að teikna og mála
frá því ég man eftir mér,“ leggur
hún áherslu á. Að loknu stúdents-
prófi fór hún í málaradeild Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands og út-
skrifaðist þaðan 1996 eftir að hafa
verið í Erasmus-skiptinámi í málun
við Accademia di Belle Arti í Bol-
ogna á Ítalíu 1994-1995. „Mig lang-
aði til að halda áfram í námi, sótti
um í virtum skóla í Mílanó, komst
inn og þá varð ekki aftur snúið, hef
búið hér síðan.“
Á sýningunni Mimesis sem þýðir
eftirlíking eða eftirherma eru 26
verk, þar af fjögur sem eru á Ítalíu,
en Berglind notar vatnsliti á pappír
og akrýlliti á striga. „Umhverfið hef-
ur mikil áhrif á það sem ég geri,“
segir hún, en málverkin eru sem
leiðangur inn í náttúru gróðurs og
smádýra. Hún rifjar upp að þegar
hún vann í tískuumhverfi í Mílanó
hafi það verið áberandi í málverkum
sínum en í grennd við heimili þeirra
hjóna fari hún mikið um skóg og
fjöll. „Uppspretta verkanna á sýn-
ingunni er þar,“ segir hún og vísar í
kynningarmyndband, þar sem hún
segir frá því að hún hafi eitt sinn
verið að vökva plöntur úti á svölum.
Þá hafi hún séð laufblað ganga af
stað en við nánari eftirgrennslan
hafi hún séð að þetta var lítil engi-
spretta sem leit út eins og laufblað.
„Út frá því þróaðist þessi sería.
Þessi feluleikur í heimi skordýra og
fugla, þar sem bæði rándýr og bráð
reyna að falla sem best inn í um-
hverfið. Mér finnst mjög gaman að
fylgjast með leiknum í náttúrunni.“
Lággróður og skordýr veita Berg-
lindi innblástur. „Maður leiðir þetta
oft hjá sér en engu að síður er um að
ræða undirstöðu lífskerfsins, sem á
undir högg að sækja, því sífellt fleiri
tegundir eru í útrýmingarhættu.“
Með sýningar á netinu
Listamaður Berglind Svavarsdóttir sækir hugmyndir í náttúruna.
Berglind Svavarsdóttir innilokuð á Ítalíu en sýnir í Gallerí Fold
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING