Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 21

Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 21
GOLFKENNSLA Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Námskeiðin auka hæfni kylfinga á öllum stigum. Meginmarkmið golfkennslunar er að bjóða nemendum tækifæri til að læra golfíþróttina frá grunni á skipulagðan hátt. Hér að neðan má finna þá golfkennara sem starfa í Básum. Þú einfaldlega velur þann golfkennara sem þér líst best á, hefur samband og bókar næsta kennslutíma. Arnar Snær Hákonarson útskrifaðist frá PGA golfkennaraskólanum árið 2015 og hefur starfað sem golfkennari á vegum GR frá því í mars sama ár. Hann byrjaði sjálfur ungur í golfi og hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum með GR í Íslandsmóti Golfklúbba, náð öðru sæti á EM klúbba í Portúgal með liði GR 2010, spilað fyrir Íslands hönd á EM landsliða í Portúgal 2011 ásamt að því vera í öðru sæti í Meistaramóti GR sama ár. Arnar Snær er reglulega með námskeið fyrir kylfinga í Básum sem auglýst eru sérstaklega auk þess að bjóða upp á einkakennslu. Sími 659 3200 • arnarsn@grgolf.is Ragnhildur Sigurðardóttir er mennt- aður íþrótta- og grunnskólakennari og lauk PGA golfkennaraprófi árið 2008. Ragnhildur hefur unnið marga titla á sínum ferli, hún hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik og Íslandsmeistari í holukeppni sjö sinnum, síðast árið 2005, sama ár var hún valin Íþróttamaður Reykjavíkur. Hún varð Reykjavíkurmeistari síðast árið 2018 og hefur unnið þann titil tuttugu og tvisvar sin- num, stigameistari kvenna tíu sinnum auk þess var hún í íslenska landsliðinu á árunum 1985-2002. Sími 822 5660 • apari@apari.is • www.apari.is Ástráður Sigurðsson er PGA golfkennari og lauk námi árið 1996 frá Svíþjóð. Hann byrjaði að spila golf 10 ára gamall og er alinn upp hjá Golfklúbbi Reykja- víkur. Hann spilaði mikið fyrir GR, meðal annars með landsliði Íslands í Evrópumótinu árið 1990 og var í sigursveit GR drengja í fyrstu sveita- keppninni árið 1987. Ástráður hefur víðtæka reynslu af golfkennslu og hefur kennt allt frá byrjendum til atvinnu- kylfinga. Ástráður var við golfkennslu í Svíþjóð í rúman áratug, þar kenndi hann við einn stærsta golfklúbb vestur- strandarinnar – Kungsbacka GK. Ástráður býður upp á golfkennslu í Básum fyrir einstaklinga og hópa, jafnt byrjendur sem lengra komna Sími 844 3750 • astradur.sigurdsson@gmail.com Nonni er menntaður íþróttakennari og lauk PGA golfkennaranámi frá Svíþjóð. Hann hefur mikla reynslu sem golf- kennari og hefur kennt golf í 28 ár, bæði hér á landi og erlendis – 6 ár í Noregi og 1 ár á Spáni. Hann var í landsliðinu og varð m.a. Norðulanda- meistari árið 1993 þegar mótið var haldið í Grafarholti auk þess varð hann Íslandmeistari í holukeppni árið 1992. Nonni býður upp á einkakennslu og hópnámskeið í Básum. Sími 899 0769 • jon@draumagolf.is Sigurður Hafsteinsson er PGA golf- kennari og á sigursælan golfferil að baki, hann hefur unnið fjögur stiga- mót í gegnum tíðina, lenti í 3. sæti á Íslandsmótinu í höggleik á Leirunni árið 1992 auk þess að hafa tvisvar sinnum náð Íslandsmeistaratitli öldunga með sveit GR. Hann hefur keppt í Evrópukeppni félagsliða, Norðurlandamóti landsliða og komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröð eldri kylfinga í Portúgal haustið 2006. Í dag sinnir Sigurður golfkennslu á Islantilla yfir kaldari mánuðina en býður upp á golfkennslu í Básum þegar hann er staddur hér á landi. Sími 897 1728 • siggihafsteins@simnet.is Margeir Vilhjálmsson er hokinn af reynslu úr golfheiminum. Menntaður golfvallafræðingur frá Skotlandi 1995 og lýkur fullgildum PGA réttindum 2021. Margeir hefur komið víða við m.a. stýrði hann uppbyggingu Korpúlfsstaðavallar, hannaði nýrri hluta golfvallarins í Öndverðarnesi auk þess sem hann hannaði og stýrði uppbyggingu glæsilegasta golf- æfingasvæðis á landinu, Bása. Margeir hefur stundað golf frá árinu 1985, hann var fram- kvæmdastjóri bæði Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar á árunum 1998 til 2007. Margeir lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Margeir einbeitir sér að kennslu byrjenda og kylfinga sem vilja lækka forgjöfina. Hann kennir í lokuðu rými í Básum með að hámarki 2 nemendur í einu. Að auki býður hann uppá vinsæl morgunnámskeið þar sem einblínt er á stutta spilið. Allar nánari upplýsingar á www.golfnamskeid.is Tímabókanir á www.noona.is/golfnamskeid margeir@golfnamskeid.is Í Básum er boðið upp á hágæða golfkennslu með framúrskarandi aðstöðu og tæknibúnaði ARNAR SNÆR HÁKONARSON RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR SIGURÐUR HAFSTEINSSON MARGEIR VILHJÁLMSSON ÁSTRÁÐUR SIGURÐSSON JÓN KARLSSON HVAÐ ER LANGT Í FLAGGIÐ? Kíkir Handtæki Úr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.