Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 12
S norri Páll Ólafsson, yfirþjálfari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, segir skipu- legar æfingar hafa hafist að nýju hinn 4. maí eftir það hlé sem gert var vegna kórónuveirunnar. „Skipulagt íþróttastarf lá eins og margir vita í dvala samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðuneyt- isins og ÍSÍ frá því í byrjun mars þar til ástandið í samfélaginu batnaði og æfingar hófust aftur 4. maí. Á þessu tímabili brugðum við á það ráð að stofna heimaæfingasíðu með það að markmiði að stytta iðkendum okkar stundir með einföldum og skemmtilegum viðhaldsæfingum og leikjum sem auðvelt er að gera heima fyrir án þess að um- turna heimilinu. Iðkendur og foreldrar nýttu þessa leið vel og voru dugleg að birta myndir eða myndbönd af sér við æfingar á síðunni við alls konar æfingar heima eða út í náttúrunni sem skapaði góða stemningu miðað við aðstæður. Eftir að skipulagðar æfingar hófust á ný hefur aðsóknin verið mjög góð og hefur iðkendum fjölgað á ný. Ástæðan fyrir fjölguninni liggur að okkar mati í því að golfíþróttin hefur ákveðna sérstöðu sem einstaklingsíþrótt án snertingar þar sem hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér, notar eigin búnað, kylfur, bolta, hanska og fleira.“ Allir hlýða Víði Hvernig gengur að hemja yngstu iðkendur í takti við tilmæli yfirvalda og sóttvarnalæknis? „Æfingar hjá börnum á grunn- og leikskóla- aldri hafa miðast við 50 manna fjöldatakmörkun og hafa yngstu kylfingarnir staðið sig frábær- lega við að fylgja öllum fyrirmælum og eru þau afar þakklát fyrir að fá að stunda æfingar og hitta vini sína og vinkonur á nýjan leik á golfvell- inum. Á æfingatíma gilda skýrar reglur og förum við eftir tilmælum yfirvalda í einu og öllu ásamt því að sérstakar reglur hafa verið gefnar út fyrir æf- ingasvæði og hefðbundinn leik á golfvöllum til að útiloka sem flesta snertifleti og lágmarka smit- hættu. Eins og áður sagði er golfið leikur án snert- ingar og hefur því fátt breyst í uppsetningu æf- inga hjá okkur þjálfurunum fyrir utan það að við höldum notkun æfingatækja í lágmarki. Auðvelt er að halda fjarlægðarviðmiðum og hver og einn getur fengið sitt verkefni á æfingunni. Maður finnur því til með iðkendum og þjálfurum úr öðr- um íþróttagreinum sem krefjast mikillar nándar og snertingar og erfitt getur verið að búa til keppnislíkar æfingar. Íslendingar horfa hýru auga til golfíþrótt- arinnar um þessar mundir og hafa æfingasvæði og golfvellir verið fullir af reyndum kylfingum í bland við nýliða þar sem fleiri og fleiri horfa á golfið sem spennandi kost fyrir komandi sumar.“ Fyrstu skrefin geta verið ódýr Snorri segir misskilnings gæta varðandi kostnað fyrir byrjendur í yngri aldurshópum. „Það er mikill misskilningur að nýliðar þurfi að kosta miklu til með því að eiga fullt golfsett, golfpoka, golfkerru o.fl til þess að geta stigið fyrstu skrefin í íþróttinni. Í flestum tilvikum er hægt að fá kylfur lánaðar eða leigðar á æf- ingasvæðum og til þess að geta lært grunnatriði leiksins þarf viðkomandi einungis eina járnkylfu og pútter til þess að geta leikið og æft golf af krafti og bætt svo hægt og rólega í vopnabúrið eftir því sem áhugi og geta eykst. Starfsfólk golf- verslana er fagfólk á sínu sviði og gefur kylf- ingum á öllum aldri og getustigum góð ráð við kaup á kylfum og búnaði. Gott er að leita ráða hjá PGA-menntuðum golfkennara áður en farið er í golfverslunina þar sem golfkennarinn hefur góða yfirsýn og þekk- ingu á því yfir hvaða búnaður hentar hverjum og einum best. Samvinna kylfingsins, kennarans og golfverslunarinnar tryggir að kylfingurinn hefur forsendur til að gera góð kaup og fyrir vikið verður ánægjan af leiknum meiri.“ Uppbyggileg gildi í golfinu Ýmislegt í golfíþróttinni er hollt að tileinka sér, jafnt fyrir unga sem aldna. Þar er lagt upp með að sýna keppinautum tillitssemi og virðingu. „Golfið kennir okkur gildi og siði sem við tök- um með okkur út í lífið. Golfið er einstaklingsí- þrótt þar sem hver og einn ber fulla ábyrgð á sjálfum sér í leik og keppni. Við leggjum mikið upp úr því að iðkendur læri golfreglurnar og siði frá byrjun og hafi sterkar fyrirmyndir fyrir framan sig í okkar bestu kylfingum. Golfið er oft kallað heiðursmannaíþrótt vegna þeirra siða sem tíðkast innan vallar meðan á leik stendur. Í keppni segja meðspilarar til nafns, takast í hendur og óska hvor öðrum góðs gengis áður en leikur hefst. Ef bolti er sleginn utan brautar hjálpast kylfingar að við að leita að bolt- anum óháð því að þeir séu að keppa sín á milli um að leika á sem fæstum höggum. Ef kylfingi tekst vel til og á gott högg fær hann hrós frá meðspilurum sínum og skapast þannig virðing milli kylfinganna þótt mikil barátta og spenna geti verið í keppninni. Kylfingur nýtur trausts meðspilara sinna við að gefa upp rétt skor og fara eftir reglum leiks- ins í einu og öllu. Það er mjög einfalt að hafa rangt við í golfi með því að hagræða skori eða t.d. laga legu boltans þegar enginn sér til, slík hegð- un er ekki liðin og heyrir til undantekninga að slík dæmi komi upp. Að hringnum loknum takast kylfingar í hendur og þakka fyrir leikinn óháð því hvernig keppnin eða leikurinn fór. Það krefst aga að fara eftir leikreglum og sið- um golfíþróttarinnar en það eru aftur á móti þessar reglur og siðir sem gæða íþróttina þeim sjarma sem hún býr yfir. Öll getum við dregið lærdóm af þeim siðum og gildum sem golfið kennir okkur og nýtt okkur hvort sem það er í daglegu lífi, skóla, vinnu eða almennum sam- skiptum.“ Ýmislegt innifalið í gjaldinu Æfingar á sumrin fara að mestu fram í Graf- arholtinu. „Hjá GR eru skipulagðar æfingar með PGA- menntuðum þjálfurum í boði allt árið og þar sem börnin geta sótt 3 til 4 æfingar í viku auk ýmissa viðburða og fræðslu. Æfingar fara að mestu fram í Grafarholti á sumrin, bæði í Básum og á æfingasvæði í kringum Bása. Við bjóðum einnig upp á innanfélagsmótaröð fyrir börn og unglinga í samstarfi við Icelandair Cargo sem hefur slegið í gegn undanfarin ár með góðri þátttöku. Leikin eru 10 mót yfir sumarið þar sem skipt er í flokka eftir aldri og getu og fá börn og unglingar eldskírn sína í keppnisgolfi á heimavelli sínum í ráshópum með æfinga- félögum sínum. Aðstaðan í Grafarholti er á heimsmælikvarða og er vel nýtt af yngri kylfing- unum á æfingatíma og utan æfingatíma. Innifalið í æfingagjöldum barna og unglinga 18 ára og yngri er meðal annars fullur aðgangur að golfvöllum GR í Grafarholti og á Korpu. Að- gangur að allri æfingaðstöðu GR utan skipu- lagðra æfinga auk skemmtilegra viðburða, fræðslu og að sjálfsögðu þjálfunar í höndum PGA-menntaðra golfkennara árið um kring.“ Annað heimili yfir sumartímann Dagurinn á golfvellinum er rétt að byrja hjá krökkunum þegar skipulagðri æfingu er lokið fyrri partinn. „Með miklu aðgengi að aðstöðunni og golfvöll- unum hefur orðið til þannig menning að venju- legur sumardagur hjá barni eða unglingi í GR byrjar á skipulagðri æfingu fyrri part dags með þjálfurum. Að henni lokinni er börnunum frjálst að gera það sem þau kjósa og verja mörg þeirra heilu og hálfu dögunum á golfvellinum og æf- ingasvæðunum. Foreldrarnir vita af börnunum í traustu umhverfi yfir daginn við ástundun á upp- byggilegri iðju í góðum félagsskap. Er þetta stór liður í þeim góða árangri sem náðst hefur undanfarin ár og þeim góða anda sem býr í barna- og unglingastarfinu þar sem krakkarnir mynda vinatengsl og draga hvert annað áfram við æfingar og spil utan skipulagðra æfinga með þjálfurum. Flestir krakkar taka með sér gott nesti fyrir daginn á golfvellinum en veit- ingamenn í golfskálum á Korpu og í Grafarholti hafa auk þess verið okkur vinveittir með því bjóða upp á afsláttarkort fyrir börn og unglinga, 18 ára og yngri, sem veitir aðgengi að hollum og góðum mat á frábærum kjörum. Nauðsynlegt er að nærast til þess að halda dampi við æfingar og spil.“ Einnig æft á veturna Snorri segir fólk oft vera undrandi á því hversu mikið er æft á veturna í ljósi staðsetningar Ís- lands á hnettinum. „Það vekur kannski undrun þeirra sem stunda ekki golf að við sláum ekki slöku við yfir veturinn og sækir fjöldi barna æfingar innanhúss á Korp- úlfsstöðum og í Básum. Foreldrafélag GR heldur svo úti púttmótaröð fyrir börn og foreldra alla sunnudaga frá áramótum og fram að vori þar sem góð stemning myndast. Setjast börn og for- eldrar niður í mótslok og fá sér hressingu saman. Æfingasvæðið í Básum tók nýlega í gagnið radarmælingabúnað sem heitir Trackman Range og geta kylfingar fengið mikilvægar upp- lýsingar um öll slegin högg í gegnum síma eða spjaldtölvu ásamt því að fara í skemmtilega leiki og keppnir. Fljótlega verður hægt að spila sýnd- argolf í gegnum búnaðinn þar sem í boði verður að leika marga af bestu völlum heims ásamt Korpúlfstaðavelli og Grafarholtsvelli í gegnum snjalltæki í Básum. Þessi tækni hefur vakið mikla lukku hjá yngri kylfingum okkar og hefur þetta nýst okkur þjálfurunum vel við að gera æf- ingarnar yfir vetrartímabilið markvissari og um- fram allt skemmtilegri fyrir iðkendur okkar. GR hefur einnig skipulagt og sótt æfingaferðir erlendis að vori til undanfarin 10 til 12 ár. Þar sameinast iðkendur og foreldrar við að fínslípa golfleikinn á grænu grasi við bestu aðstæður áð- ur en golfvellirnir eru opnaðir og sumartímabilið hefst formlega heima á Íslandi. Börnin eru í skipulögðum æfngum og spili með þjálfurum sín- um frá morgni til kvölds og foreldrar leika golf eða njóta sólarinnar samhliða,“ segir Snorri Páll. Morgunblaðið/Hari Snorri Páll Ólafsson í sínu náttúrulega umhverfi í Grafarholti þar sem lífið snýst um golf. Uppbyggileg iðja í traustu umhverfi Öll getum við dregið lærdóm af þeim siðum og gildum sem golfið kennir okkur, að sögn yfirþjálfarans Snorri Páll Ólafsson » Yfirþjálfari barna-, unglinga- og af-reksstarfs GR. »Menntaður PGA-kennari og hefurkomið að þjálfun og öðrum störfum innan GR undanfarin 15 ár. »Meðlimur í GR síðan 1995 og fórsjálfur í gegnum barna unglinga- og afreksstarf GR sem ungur kylfingur. 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Af hverju fóruð þið að æfa golf? Eiríka: Af því að Gabríella systir mín var að æfa. Gabríella: Pabbi var oft í golfi og ég prófaði að fara stundum með honum og fannst skemmtilegt. Hvað hafið þið æft lengi? Eiríka: Rúmt ár. Gabríella: Rétt rúm 2 ár. Hvaða högg finnst ykkur skemmtilegast að æfa? Eiríka: Högg með driver. Gabríella: Púttin og högg með driver. Hvar þurfið þið helst að bæta ykkur í golfinu? Eiríka: Í púttunum,vippunum og að bæta sveifluna. Gabríella: Í flestu en aðallega að bæta sveifluna. Uppáhaldskylfan í pokanum? Eiríka: 9-járnið. Gabríella: Hybrid-kylfan. Hvenær náðuð þið fyrst að fara undir 100 högga hring? Eiríka: Ekki enn náð því. Gabríella: Snemma í fyrrasumar. Besta skorið á 18 holu hring? Eiríka: Ekki enn spilað 18 holu hring. Gabríella: 89 högg í Grafarholtinu. Hver er fyrirmyndin í golfinu? Eiríka: Rory McIlroy. Gabríella: Ólafía Þórunn. Hvað ráðleggið þið krökkum sem langar að æfa golf? Eiríka: Ég myndi segja þeim að það er geggjað gaman. Gabríella: Að vera þolinmóð og hafa gaman. Iðkendur í barna- og unglingastarfi GR Systurnar Eiríka Malaika Stefánsdóttir 7 ára og Gabríella Neema Stefánsdóttir 12 ára Ljósmynd/GR Ljósmynd/GR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.