Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2021, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2021, Page 37
Mexíkó-kjúklingasúpa 3 stk. kjúklingabringur 1 tsk. salt ½ laukur, skorinn smátt 1 stk. rauð paprika, smátt söxuð 2 msk. ólífuolía 1,5 l vatn 1 stk. kjúklingateningur 1 tsk. kumin 1 tsk. cayennepipar 5 msk. chilisósa 1 dós saxaðir tómatar 4 msk. tómatþykkni Nachos-snakk Sýrður rjómi Rifinn ostur Byrjið á að skera niður kjúklinga- bringurnar í bita, steikið á pönnu og gegnsteikið. Skerið papriku og lauk niður smátt og blandið saman við kjúklinginn á pönnunni. Hitið upp vatn í potti og leysið upp kjúklingateninginn. Bætið söxuðu tómötunum ásamt öllu hinu hráefninu saman í pottinn og látið sjóða og lækkið svo og látið malla við vægan hita, kjúklingurinn verður extra góður ef hann fær að malla í góðan tíma. Berið fram með snakki, sýrðum rjóma og rifnum osti. Una í eldhúsinu Hollar speltbollur Þessar bollur eru æðislega hollar og góðar, ég hef þær bæði með kvöldmatnum þegar ég er til að mynda með súpu og nota þær einnig í nesti. Það má vel frysta bollurnar og henda í ofninn til að mýkja áður en þær eru borðaðar. 2 dl fjölkornablanda 2dl spelt, fínt 2 dl spelt, gróft 1 tsk. salt 4 msk. matarolía 1 bréf þurrger 2 dl volg mjólk Hitið ofninn við 200 gráður. Hrærið saman geri og volgri mjólk. Bætið þurrefnunum saman í skál ásamt mjólkurblöndunni. Hrærið vel saman og látið hefast í um 40 mínútur. Setjið bökunarpappír á plötu og útbúið um 12 meðalstórar bollur. Smyrjið bollurnar með eggi og stráið graskersfræjum yfir. Bakið í um 15 – 17 mínútur. Una Guðmunds kemur hér með klassískar uppskriftir sem njóta alltaf mikilla vinsælda. Lands- menn hreinlega elska mexí- kóskan mat og eru uppskriftir að honum alltaf með þeim vin- sælustu á vefmiðlum hérlendis og tróna hinar ýmsu útgáfur af þessari súpu þar efst. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 37DV 8. JANÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.