Bæjarins besta - 20.12.1985, Blaðsíða 2
2
BB
BÆJARINS BESIA
BÆJARINS BESTA kemur út á þriðjudögum.
Útgefandi:
H-PRENT sf., Suðurtanga 2, ísafirði, sími 4560.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson, Stórholt 7, sími 4277 og
Halldór Sveinbjörnsson, Aðalstræti 20, sími 4101.
Blaðamaður:
Snorri Grímsson, simi4560.
Prentun: H-Prent sf. Pósthólf 201.
Efnis- og auglýsinga móttaka í ofangreindum símum.
Auglýsingaverð kr. 75.- dálksentimeterinn.
„Öfug formerki“
Það eru örfáir dagar eftir af árinu 1985. Þegarhorfter
til baka og rýnt er í hagskýrslur og tölur, sézt að þetta
er eitthvert gjöfulasta ár í sögu þjóðarinnar, bæði til
sjós og lands. Erlendir markaðir hafa verið okkur afar
hagstæðirog slegizt varum hvern ugga, sem að landi
barst, eða var fluttur beint út.
En það er eins og það sé alveg sama hversu vel árar,
þá virðist eins og dæmið snúist við. Erlendar skuldir
hrannast upp og hagur þjóðarbúsins versnar að sama
skapi. Fjárlagagatið stækkar ár frá ári og ekki tekist að
stoppa upp íþað.
Stóra spurningin er og verður: Hvað verður af
þessum peningum öllum og hvar eru þeir? Eitt er víst,
að ekki hafnar nema lítill hluti þeirra hjá framleiðslu-
fyrirtækjunum, sem flest eru rekin með halla og hafa
langflest verið rúin sínu eigin fé. Stjórnmálamenn og
bankastjórar eru alltaf að tala um, að nú þurfi að
stokka upp peningakerfið og koma á betri skipan
mála. ,,Leitið og þér munið finna“, segir einhvers-
staðar. Umfangsmikið neðanjarðarhagkerfi er rekið
hér á landi og veltir milljörðum króna, svo sem í okur-
lánum, skattsvikum og margs konar gjaldeyrissvindli.
Hvernig væri nú að taka á sig rögg á nýja árinu og
framkvæma eignakönnun fyrirvaralaustog skipta um
peningaseðla, sem í umferð eru. En það verður að
halda rétt á spöðunum svo engu verði undan skotið.
Ekkertmá leka útog eignakönnunin verðurað skella á
eins og norðan stormur í versta ham.
Góðir bæjarbúar og landsmenn! Við skuldum tíunda
rétt um þessi áramót og gjalda keisaranum það, sem
honum ber, þá verður auðvelt að lifa í þessu landi.
Góðir bæjarbúar þetta er síðasta blaðið, sem kemur út
á þessu ári.
Eg óska ykkurog öllum landsmönnum gleðilegra jóla
og gleðilegs árs.
ISNOB
vyt U-DDCMT ssísss™
ZAA n rnCN I Sími 4560
UPPSALIR
Veitinga- og skemmtistaður í hjarta bæjarins
SÍMI3985
JÓLADANSLEIKUR
Annan f jólum, kl. 23 - 03
Óvæntur jólaglaðningur
BG-flokkurinn skemmtir
ATH! föstudaginn 27. des.
JÓLADISCOTEK
kl. 23 - 03. Aldurstakmark 16 ára
Laugardaginn 28. des. kl. 23 - 03
JÓLADANSLEIKUR
Fordrykkur, Kvartett MÍsyngur,
jólaglaðningur, BG-flokkurinn leikur
Aldurstakmark 20 ára
Gamlárskvöld kl. 00 - 04
BG - FLOKKURINN SKEMMTIR
Aldurstakmark 18 ára