Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.1985, Side 8

Bæjarins besta - 20.12.1985, Side 8
8 BB Vestfjarðarferðir seljast vel í Bretlandi Baksíðufrétt í NT, föstu- daginn 13. des. vakti athygli margra. Þar var sagt frá því, aö hjá bresku ferðaskrifstofunni Twickenham Travel væri búist við mikilli aukningu breskra ferðamanna til Islands. Á hennar vegum komu um 2500 manns síðastliðið sumar, en búist er við 20-40% aukningu þar á. Fyrir Vestfirðinga er það athyglisverðast við þessa frétt, að ferðamönnum til Vestfjarða fjölgar hvað mest. Ferðir, sérstaklega auglýstar til Vestfjarða, eru nýlunda og virðast draga að sér athygli erlendra ferðamanna. Þessar ferðir eru skipu- lagðar af tveim íslenskum ferðaskrifstofum; Guðmundi Jónassyni hf. og Arena Tours. Um er að ræða fugla- skoðunarferðir að hluta, þar sem farið verður á Látrabjarg og ekið um Vestfirði, en Arena Tours bjóða að auki þriggja daga ferð um Horn- strandir. BB hafði af þessu tilefni samband við Sverri Hestnes á Ferðaskrifstofu Vestfjarða og spurði hvort hann vissi nánar af þessu. Hann kvaðst ekki vita meira um bókanir í þessar ferðir en það, sem stæði í NT. Þetta hefði komið sér skemmtilega á óvart, ekki síst þar sem FV væri aðili að ferð- unum sem Arena Tours skipu- legðu. Hornstrandahlutinn af þeim feröum væri keyptur af Ferðaskrifstofu Vestfjarða og það virtist vera hann, sem drægi hvað helst. Sverrir sagði Hornstranda- ferðirnar hafa verði á áætlun ferðaskrifstofunnar síðustu ár, en við dræmar undirtektir. Sér virtist sem nú væri það að breytast. „Það þarf nokkur ár til þess að komast inn á kortið hjá ferðaskrifstofunum,“ sagði hann og nefndi ferðir um Isafjörð og Bolungarvík sem dæmi. Fyrir fjórum árum hóf FV slíkar ferðir og varð í fyrstu að fara bónarveg að ferðaskrifstofum í Reykjavík svo þær létu ferðamenn vita af þeim. Nú þarf þess ekki; nú er bókað í þær ferðir og þær eru mikið notaðar. En hvaða hag höfum við af því að ferðamenn vilji fara hér um? Því svaraði Sverrir svo, að þeir hjálpuðu m.a. við almennar samgöngur, því vegna þeirra væri aukin ferða- tíðni. Ferðamenn skildu eftir ótrúlega mikið fé þar sem þeir færu um, því flestir þeirra keyptu flutning, gistingu, fæði eða leiðsögn og aðstoð. Aðspurður um viðskiptin yfir vetrarmánuðina, sagði Sverrir að þau væru alltaf nokkur. Fólk færi í hópferðir, innanlands og utan, einstakl- ingar og fjölskyldur færu í sólarlandaferðir og almenn farmiðasala innanlands væri talsverö. Þó sagði hann meira mega vera af því að fólk tæki farmiða sína á ferðaskrifstof- unni, svo ekki þyrfti eins langan afgreiðslutíma á flug- vellinum. Ef meirihluti far- þega gerði það, mundi biðtími flugvéla á vellinum geta styst verulega. SG. Úr ferð FV. í Hornvík. Nýkomnir loðfóðraðir kuldasamfestingar á kr. 4.365. ☆ Skyrtur í úrvali ☆ Peysur ☆ Buxur ☆ Leðurjakkar íslenski rakspírinn Sokkabuxur í tískulitum ☆ Islenska ilmvatnið komið aftur ☆ Allskonar barnafatnaður ATH.: Opið í hádeginu ATHUGIÐ: OPIÐ I HA.DEGINU KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA EINAR OG KRISTJÁN DÖMUDEILD: ☆ Náttkjólar ☆ Undirkjólar ☆ Sloppar ☆ Pils ☆ Buxur ☆ Peysur Herradeild:

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.