Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.1986, Page 6

Bæjarins besta - 06.05.1986, Page 6
6 RÆIARINS BESTA Nú vilja allir greiða í lífeyrissjóð Á fróðlegum fundi, sem félag ungra Sjálfstæðismanna boðaði til á Hótel ísafirði sl. föstudagskvöld, hélt Vilhjálmur Egilsson, hag- fræðingur VSÍ, framsöguerindi um nýja húsnæðislánakerfið. Fundurinn var fjölsóttur mönnum úr hinum ýmsu flokkum, enda málið öllum skylt. Vilhjálmur fjallaði í erindi sínu um þær breytingar sem ný lög um húsnæðislán hefðu í för með sér. í fyrsta lagi hækka lánin mjög, sér- staklega til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn. f öðru lagi verður aðild og greiðsla til lífeyris- sjóðs skilyrði fyrir lánveitingu frá Húsnæðisstofnun og miðast láns- réttur við það hlutfall ráðstöfun- arfjár, sem lífeyrissjóður um- sækjanda ver til skuldabréfa- kaupa af Húsnæðisstofnun. í þriðja lagi verða reglur um lána- rétt einfaldaðar: Fjölskyldustærð skiptir ekki máli; íbúðarstærð ekki heldur, utan hvað lán skerðast um 2% fyrir hvern fer- metra umfram 170. Lánsréttur einstaklinga er jafn því sem er hjá hjónum, miðast við skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðsins sem hann greiðir í, en meðaltal skulda- bréfakaupa lífeyrissjóða hjón- anna. Vinni einungis annað úti er tekið mið af rétti þess þeírra sem úti vinnur. Að lokinni framsögu Vilhjálms urðu nokkrar umræður um málið og sýndist flestum horfa til bóta. Menn vörpuðu spurningum til framsögumanns s.s. hver staða þess fólks væri nú sem lenti í vandræðum vegna misgengis vísi- talna á linum árum; hvort hún batni nokkuð. Pví svaraði Vil- hjálmur svo, að hann teldi ekki hægt að lagfæra það nema ef vera kynni með skattaívilnunum. Athugasemdir og efi komu fram um það. að Húsnæðisstofnun gæti valdið hlutverki sínu, hún yrði dragbítur á framgang mála hér eftir sem hingað til. Rétt væri, að hin nýju lög væru einfaldari þeim fyrri, en eftir væri að setja reglu- gerð um útfærslu þeirra og þar mætti e.t.v. búast við flækjum. Við birtum hér kafla úr plaggi sem Vilhjálmur var með á fund- inum. Aðalatriði lagafrumvarps um nýtt húsnæðislánakerfi HÆKKUN LÁNA Húsnæðislánin hækka, sér- staklega til þeirra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Lán til þeirra geta orðið allt að 2.100 þús. krónur til kaupa á nýrri íbúð og allt að 1.470 þús. krónur til kaupa á notaðri. Þeir sem eiga íbúð fyrir geta fengið allt að 1.470 þús. krónum til kaupa á nýrri íbúð og allt að 1.029 þús. til kaupa á notaðri. (Fjárhæðir miðast við byggingarvísitölu 250). Þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn njóta forgangs. LÁNSRÉTTUR MIÐAST VIÐ SKULDABRÉFAKAUP LÍF- EYRISSJÓÐA. Lánsréttur fer eftir því hversu háu hlutfalli af ráðstöfunarfé sínu lífeyrissjóður umsækjanda ver til skuldabréfakaupa af húsnæðis- stofnun. Skuldabréfakaup fyrir 55% af ráðstöfunarfé veita fullan rétt, en 20% hlutfall veitir minnsta rétt. Miðað er við að umsækjandi hafi greitt í lífeyrissjóð í undan- gengin tvö ár áður en umsókn er lögð fram. (Síðan 1980 hefur öllum launþegum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi verið rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði). LÁNSRÉTTUR EINSTAKLINGA OG HJÓNA Lánsréttur einstaklings miðast við skuldabréfakaup lífeyris- sjóðsins sem hann greiðir I. Lánsréttur hjóna eða sambýlis- fólks, sem bæði eru á vinnu- markaði, ræöst af meðaltali skuldabréfakaupa lífeyrissjóða þeirra. Lánsréttur hjóna eða sambýlis- fólks, þar sem heimilisstörf er aðalstarf annars þeirra, ræðst af lánsrétti þess sem er á vinnu- markaðnum. GREIÐSLUÁÆTLUN OG MILLI- GANGA LÁNASTOFNANA. Áður en gengið er frá láns- samningi skal ganga frá greiðslu- og kostnaðaráætlun og um- sækjanda kynnt greiðslubyrði hans. Heimilt er að synja um lán ef umsækjandi ræðuraugljóslega ekki við framkvæmdina. Umsækjandi getur átt kost á því að mat kostnaðar- og greiðslu- áætlana sé á vegum lánastofn- ana sem Húsnæðisstofunun hefur gert samning við. Sér þá viðkomandi lánastofnun um láns- samning, afgreiðslu og útborgun lánsins. STÆRÐARREGLUR Lán vegna nýrra íbúða skerðast um 2% fyrir hvern fer- metra sem er umfram 170 fer- metra. Er þá miðað við innanmál útveggja hússins alls að frá- dregnum bílskúr. BINDANDI SVAR Umsækjendur fá, innan tveggja mánaða eftir að fullgild umsókn er lögð fram, bindandi svar um lánsfjárhæð og af- greiðslutíma lánsins. VANTAR BÍLA Á SKRÁ! Mikil sala Opið næstu laugardaga kl. 13.00 -16.00 Vélsmiðjan Þór hf Sími3057 ------------------------------------^ SM SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR hf. / /\ \ Símar: Skrifstofa 3575 - Lager 3790 \_V / l Pósthólf 371 400 ísafirði íbúð óskast Óskum eftir að taka á leigu, nú þegar, íbúð fyrir starfsmann Upplýsingar í síma 4470 ____________________________________> Fótaaðgerðastofa Ingibjargar hefur opnað aftur OPIÐ: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frákl. 13-18 Fimmtudaga kl. 13 - 20 Pantið tíma í síma 4780 (á stofunni) eða 4439 (heima) FÓTAAÐGERÐASTOFA INGIBJARGAR Höfum tekið upp mikið af nýjum fatnaði Gjörið svo vel að líta inn Aðalstræti 20, sími 4550, ísafirði v_________________________________________________________/

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.