Bæjarins besta - 06.05.1986, Qupperneq 8
8
frEJARINS BESTA
<--------------------------------
FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA:
Ekki aðeins fyrir íbúa á Hlíf
heldur alla aldraða bæjarbúa
fé fyrir 2 stórum vefstólum, kaffi-
stelli fyrir 100 manns o.fl. Nú er
t.d. verið að afla fjár fyrir sauma-
vél.
„Mér finnst verst,“ sagði Malla,
„hve margir halda að þetta sé
aðeins ætlað Hlífarbúum. Félags-
starfið er ætlað öllum þeim sem
komnir eru á þennan aldur og vilja
hafa eitthvað að gera eða fá
félagsskap. Fólk mætti fara að
hyggja að þessu fyrr, koma meðan
það er ennþá nógu hresst.“
í stórviðrinu sem gerði 1. maí var
kaffisala og söluborð auglýst á
vegum Félagsstarfs aldraðra á 4.
hæð í Hlíf. Þrátt fyrir slæmt veður
og færð voru margir sem lögðu
leið sína þangað og gerðu sjálfsagt
góða verslun. Það var svo daginn
eftir, að BB brá sér inn á Hlíf,
þrammaði upp á 4. hæð og hitti að
máli Málfríði Halldórsdóttur,
hana Möllu, sem var þar við
handavinnu- og föndurleiðbein-
ingar ásamt Herdísi Viggósdóttur.
Spurð um Félagsstarf aldraðra
sagði Malla að það væri rekið af
bænum og væri ætlað lífeyris-
þegum. Aldur sagði hún þó ekki
skipta meginmáli; þeir sem væru á
aldrinum 60-65 ára væru guð-
velkomnir líka. „Meginmarkmið-
ið er að hjálpa fólki að eiga góða
ellidaga, veita því verkefni og
félagsskap.“
I félagsstarfinu er ýmislegt að
gerast. Það er föndrað í salnum á
Hlíf auk þess sem Malla fer á
sjúkrahúsið og elliheimilið til
Á vegum félagsstarfsins hafa verið farnar bæði langar og stuttar ferðir. í sumar stendur ein slík til, fáist næg
þátttaka
Hér getur að líta hluta afrakstursins
þeirra sem þar eru. Einu sinni í
viku er spiluð vist og þá koma
gjarna um 40 manns utan úr bæ,
eins og Malla sagði, þá „er þetta
félagsstarf alls ekki takmarkað við
íbúana á Hlíf. Á því eiga allir
rétt.“
Eins og áður sagði fer margt
þarna fram. Fólk vinnur að
saumum, prjóni, glermálun, fata-
málun, hnýtingum, vefnaði og það
eru námskeið í bókbandi og
keramikvinnu. Margir útbúa
gjafir af ýmsu tagi, aðrir skreyta
heimili sín. Tvær miklar sýningar
hafa verið settar upp og jafnframt
seldur hluti framleiðslunnar. Og á
fimmtudaginn var líka selt drjúgt.
Á þennan hátt hefur verið safnað
Míní-ökuleiknis-
torfæru-rallý
Þennan þurfti að bera úr skaflinum
Míní-ökuleiknis-torfæru-rallý
var haldið á ísafirði, laugardaginn
19. apríl. Var lögð braut á svæði
þar sem keppendur þurftu að
leysa ýmsar þrautir og aka tor-
færur. t.d. aka í árfarvegi og snjó-
skafli o. fl. Þrautirnar voru t.d. að
kasta bolta á ferð í mark og negla
3” nagla í spýtu. Gekk flestum
erfiðast að hitta í mark með bolt-
anum. Úrslit uröu þessi:
1. Ásberg Pétursson 135 rst.
2. Einar Halldórsson 155 rst.
3. Einar Halldórsson, jr. 184 rst.
Isafjarðardeild Bindindisfélags
Ökumanna sá um keppnina og
þótti hún takast mjög vel. Gef-
endur verðlauna voru Mjólkur-
samlag ísfirðinga. Niðursuðu-
verksmiðjan hf og Hótel ísa-
fjörður. Deildin þakkar öllum
þessum fyrirtækjum veittan
stuðning.
(fréttatilkynning)