Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.1986, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 06.05.1986, Blaðsíða 11
BÆIARINS BESTA 11 * Isafjarðarkaupstaður Hreinsunarvika 12. til 17. maí. 1986. Á tímabilinu 12. til 17. maí n.k. verður almenn hreinsunarherferð í bænum. Við biðjum þig að hreinsa allt rusl af lóðinni þinni, fegra hana og snyrta, en starfsmenn áhaldahúss bæjarins munu aðstoða þig við að koma ruslinu í burtu og mun sorphreinsunarbíll fara um íbúð- arhverfi bæjarins á eftirtöldum dögum og hreinsa það rusl, sem komið er út á götu: Mánudaginn 12. maí: Af svæðinu Suðurtangi að Austurvegi. Þriðjudaginn 13. maí: Af svæðinu Austurvegur að Sólgötu. Miðvikudaginn 14. maí: Af svæðinu efri bærinn ofan Sólgötu og Túnin. Fimmtudaginn 15. maí: Af svæðinu í Holtahverfi. Föstudaginn 16. maí: Af svæðinu í Hnífsdal. Laugardaginn 17. maí: Almennur hreinsunardagur. Dagana 12. og 13. maí n.k. geta þeir sem losna vilja við bílhræ eða kofa af lóðum sínum, fengið til þess aðstoð áhaldahúss bæjarins, eigendum að kostnaðarlausu. í því skyni skal hafa samband við Þorbjörn Jóhannesson bæjarverkstjóra í síma 3443. Öllum fyrirtækjum í bænum hefur verið sent bréf, þar sem hvatt er til að starfsmenn hreinsi lóðir viðkomandi fyrirtækja 9. maí n.k. Við hvetjum alla ísfirðinga til að leggja sitt af mörkum til að hreinsa og fegra bæinn og taka þátt í hreinsunarherferðinni. Minnumst þess að HREINN BÆR ER OKKUR KÆR. Minnumst þess að HREINN BÆR ER BETRI BÆR. Bæjarstjórínn á ísafirði. Starfsfólk — Sumarstarf Óskum eftir að ráða yfirflokkstjóra og flokk- stjóra við vinnuskóla og starfsvelli. Einnig vantar starfsmann við íþróttasvæði. (vallarstjóra). Vinnuskóli ísafjarðarkaupstaðar Vinnuskóli verður starfræktur í sumar, frá 2. júní — 31. júlí. Þeir unglingar er ætla að láta skrá sig geri það fyrir 20. maí '86. Aldur: Fæðingarár '71, ’72 og ’73. Skráning fer fram á afgreiðslu bæjarskrif- stofunnar. íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. æH-PR ii í f ÖLL ALMENN PRENTÞJÓNUST A 1 Sími4560 Vorhljómleikar Sunnukórsins Um næstu helgi efnir Sunnu- kórinn til tvennra hljómleika. Stjórnandi verður Hörður Ás- kelsson. organisti við Hallgríms- kirkju. en Margrét Bóasdóttir hefur æft kórinn og stjórnað í vetur. Auk kórsins koma fram ýmsir hljóðfæraleikarar og Margrét Bóasdóttir. sópransöngkona syngur einsöng. Á efnisskrá eru kórverk auk einsöngs og orgel- verka o.fl. Fyrri hljómleikarnir verða í Félagsheimilinu í Bolungarvík, laugardaginn 10. maí kl. 20:30, en hinir síðari í sal Grunnskólans á ísafirði kl. 17:00, sunnudaginn 1 1. maí. SKÁKMÓT ísafjarðarmótið í skák í opnum flokki hefst í Barnaskólanum, miðvikudaginn 7. maí kl. 20.00 Er öllum heimil þátttaka. ísafjarðar- mótið flokki unglinga hefst laugardaginn 10. maí kl. 10.00 á sama stað. Nánari upplýsingar veita Ásgeir í síma 3417 og Guðmundur í síma 4287. Taflfélag ísafjarðar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.