Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 06.01.1987, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 06.01.1987, Blaðsíða 6
6 BÆJARINS BESTA Mannaskipti í M.í. Einn kemur... Eyvindur Eiríksson hefur veriö ráðinn frá áramótum til þess aö kenna íslensku viö Mennta- skólann á ísafiröi. Hann er rúm- lega fimmtugur að aldri, fæddur í Hnífsdal, en upprunninn á Ströndum og alinn þar fyrstu árin. Síðasta veturinn í barna- skóla var Eyvindur á ísafirði, og hér gekk hann líka í gagnfræða- skóla. Fyrir aldarfjórðungi var Eyvindur tvo vetur á (safirði og Eigendum Frá- bæjar fækkar... Nú eru Jakob Ólason og Eygló kona hans orðin einkaeigendur Frábæjar. Þau keyptu nýlega hlut Halldórs Antonssonar og Elísa- betar konu hans í staðnum. kenndi dönsku og ensku við Gagnfræðaskólann (1961-63). Eftir kennslustörf í áratug fór hann öðru sinni í Háskóla íslands og lauk þaðan cand. mag. -prófiT íslensku. Síðustu sex árin hefur Ey- vindur verið lektor í íslensku við háskólann í Kaupinhöfn, og þar áður kenndi hann eitt ár við há- skólann í Helsinki. Auk kennslu hefur Eyvindur stundað ritstörf. Tvö Ijóðakver hafa komið frá hans hendi, og Þau Jakob og Eygló hyggja á ýmsar nýjungar í rekstrinum þegar kemur fram á nýja árið. Tíminn mun leiða í Ijós hvað þar verðuráferðinni. ... Halldór tekur við Skíðheimum Halldór Antonsson ætlar ekki að setjast í helgan stein þótt hann sé kominn út úr Frábæ. Hann hefur tekið að sér rekstur Skíðheima í vetur. smásögur og pistlar ýmislegir eftir hann hafa birst víða. ...þá annar fer Axel Carlquist hefur kennt við Menntaskólann á ísafirði alla tíð nema fyrsta ár skólans. Hann hefur því starfað þar óslitið meira en fimmtán ár, miklu lengur en aðrir kennarar. Vegna veikinda hefur Axel nú samkvæmt eigin ósk fengið leyfi á launum það sem eftir lifir af skólaárinu. Vonandi. snýr hann aftur til vinnu í haust, galvaskur og hress og hraustur. Lögreglan á ísafirði: Tíðindalítið um hátíðarnar Fréttir geta orðið svo litlar að þær verða stórar. Þegar við hringdum í lögregluna á ísafirði og spurð- um tíðinda af þeim vettvangi um jól og áramót, voru svörin á þá leið að allt gott væri að frétta, fátt hefði gerst og ekkert fréttnæmt nema þá helst rólegheitin. Víða var áramótagleðskapur í heimahúsum og allvíða töluvert sopið á eins og vænta mátti, en ekki með þeim hætti að koma þyrfti til afskipta lögreglunnar. Gamla árið kvaddi okkur því kurteislega og hið nýja gekk þófamjúkt í garð. Lögreglumenn kváðust vona að þessi rósemi reyndist fyrirboði þess sem koma skyldi á því herrans ári 1987. Það allra nýjasta Svartur gallafatnaður tekinn upp fyrir helgi SJÁUMST

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.