Vísbending - 11.09.2020, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 3 3 . T B L . 2 0 2 0 3
Til varnar atvinnuleysisbótum
1 Sjá t.d. Danziger 1981, Devine og Kiefer 1991, Holmlund 1998 og Meyer 1990
2 Sjá, m.a. Katz og Meyer 1990, Marimon og Zilibotti 1999, Acemoglu 2001, Lalive 2007, Herz 2019
3 Sjá Kroft (2016), Belot og van Ours (2004), Di Tella og MacCulloch (2005), Feldmann (2009), Stavrova et al (2011) og Howell og Rehm (2009)
4 Sjá Lindner og Reizer (2020), Kuka (2020), Kroft et al (2020), von Wachter (2019), Pollak (2019), Schwartz (2019), Chodorow-Reich (2019), Zweimuller
(2018), Mukoyama et al (2018)
5 Kroft Notowidigdo 2016, Hsu et al 2018, Rivera et al 2017, Gregg et al 2012)
Undanfarnir áratugir hafa verið tímabil mikillar grósku í eindahagfræði (microeconomics). Af þeim 40 hag-
fræðingum sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun
frá aldamótum hafa 33 fengist við eindahag-
fræði. Stafrænn heimur hefur skapað mikið
af gögnum sem gert hafa hagfræðingum
kleift að auka mjög skilning þeirra á hegðun
einstaklinga. Á sama tíma hafa tækifæri til
þess að prófa kenningar við stýrð skilyrði
vaxið. Byggðar hafa verið brýr milli hagfræði
og annarra fræðigreina, s.s. sálfræði, félags-
fræði, vistfræði og líffræði. Þekking okkar á
því hvernig einstaklingar bregðast við hvötum
og hvaða þættir hafa áhrif á ákvarðanatöku
þeirra hafa vaxið jafnt og þétt.
Þessi þekking hefur bætt mjög við skilning
okkar á hegðun við ólík skilyrði. Þær hafa fyllt
út í þær einfölduðu kenningar sem liggja til
grundvallar eindahagfræðinni. Þær hafa stað-
fest sumar af spám þessara líkana, sýnt fram
á frávik frá öðrum og kollvarpað enn öðrum.
Mikil uppsöfnuð þekking á
eðli vinnumarkaða
Hegðun einstaklinga á vinnumarkaði er þarna
eingin undantekning. Í sinni einföldustu
mynd hámarkar einstaklingurinn velferð sína
að gefnum takmörkunum um tíma með því
að ráðstafa tíma sínum milli vinnu og frítíma
í hlutföllum sem ráðast af vild og verðum á
vinnuafli og neysluvörum. Ekki þarf lesandi
að hafa mikið innsæi í mannlegt eðli til að
átta sig á að þarna er um nokkra einföldun
að ræða.
Ef við gerum ráð fyrir að frítími sé gæði
og vinna ekki þá mundi slíkt líkan augljós-
lega spá því að ef til er ásættanleg leið til að
stunda neyslu sem ekki krefst vinnu sé slík
leið einstaklingnum mjög að skapi. Atvinnu-
leysisbætur eru dæmi um slíka leið til tekna
án vinnu. Í heimi þar sem gæði vinnuafls, og
þar með laun, eru breytileg mundi hækkun
atvinnuleysisbóta leiða til þess að fleiri mundu
velja að vinna ekki. Þessi niðurstaða hefur
verið vandlega staðfest í rannsóknum og með
tilraunum1. Áhrifin eru þó minni en ætla
mætti á grundvelli þessarar einföldu nálgunar.
Hvaða skýringar ætli séu á því?
Eitthvert atvinnuleysi er
óumflýjanlegt og nauðsynlegt
Atvinnuleysi er óumflýjanlegur hluti eðli-
legs vinnumarkaðar. Rekstur fyrirtækja er
sveiflukenndur og háður mörgum breyti-
legum þáttum. Þessar sveiflur leiða til þess
að atvinnutækifærum fækkar sums staðar
og fjölgar annars staðar. Einstaklingar
segja upp vinnunni í von um aðra betri.
Menntun, hæfileikar og reynsla einstak-
linga er mismunandi og tíma tekur fyrir
einstakling að finna nýja vinnu og fyrirtæki
að finna nýja starfsmenn. Ákveðið lágmarks-
atvinnuleysi er því eðlilegur hluti heilbrigðs
vinnumarkaðar.
Slík tilfærsla vinnuafls, þar sem
einstaklingar flytjast úr einu starfi í annað,
eru grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar.
Einstaklingar flytjast frá lítið arðbærum
fyrirtækjum til arðbærari og hæfileikaríkir
einstaklingar flytjast úr störfum sem ekki
nýta til fullnustu hæfileika þeirra í störf sem
nýta þá betur. Atvinnuleysisbætur auðvelda
þessar breytingar. Þær veita einstaklingnum
tryggingu sem hjálpar þeim í að taka
áhættu og leita betri vinnu. Þær skapa
jafnframt skilyrði þar sem fyrirtækjum
er auðveldað að hagræða í rekstri sínum í
samráði við starfsmenn. Því ríkulegri sem
atvinnuleysisbætur eru því auðveldari eru
slíkar breytingar2. Rannsóknir sem þessar
eru hluti ástæðunnar fyrir því að mörg ríki,
Ísland þar með talið, styðst við breytilegar
atvinnuleysisbætur sem eru háðar launum í
ákveðinn tíma.
Áhrifin háð stað og
stöðu hagkerfis
Rannsóknir sýna jafnframt að ekkert fyrr-
nefndra áhrifa virðist stöðugt. Þannig virðast
áhrif atvinnuleysis breytileg milli landa og
fara eftir því hvar í hagsveiflunni hagkerfið
er statt3. Plottið þykknar.
Sérstaklega er áhugavert að skoða áhrif
samdráttar í hagkerfinu og aukins almenns
atvinnuleysis á áhrif atvinnuleysisbóta4.
Niðurstöðurnar benda til þess að því meira
sem atvinnuleysi er því minni eru neikvæðu
áhrif atvinnueysisbóta á hvatann til að vinna.
Sér í lagi á þetta við ef atvinnuleysi eykst mikið
í fáum atvinnugreinum. Mikilvægt er að hafa
þetta í huga þegar rætt er til hvaða viðbragða
eigi að grípa í að takast á við núverandi aukn-
ingu í atvinnuleysi.
Samfélagslegur kostnaður
atvinnuleysis
Áhrif atvinnuleysis eru mæld í meiru en kostnaði
vegna atvinuleysistrygginga. Fótunum er kippt
undan framtíð þeirra einstaklinga sem missa
vinnuna með tilheyrandi fjárhagsvandamálum,
áhyggjum og kvíða. Þetta bitnar á einstak-
lingnum, hans nánustu og samfélaginu. Þar
að auki glatast verðmætin sem einstaklingurinn
hefði skapað með vinnu sinni. Erlendar rann-
sóknir benda á kostnað vegna þessa, bæði fyrir
einstaklinginn, afkomendur hans og samfélagið.
Áhrifin eru allt frá langvarandi fjárhagserfið-
leikum og vímuefnavanda til minni menntunar
barna og áhrifa á fasteignamarkaðinn5.
Er óhætt að auka
bætur tímabundið?
Hvernig vegum við saman þessa ólíku hags-
muni? Ríkulegar bætur draga úr hvatanum til
að vinna en auðvelda einstaklingum að nýta
hæfileika sína og fyrirtækjum að hagræða og
skapa verðmæti. Þær draga jafnframt úr áfalli
einstaklingsins og neikvæðum langtímaáhrifum
áfallsins. Tímabundin tekjutenging bóta er aug-
ljós leið. Það skilur þó eftir þá spurningu hve
umfangsmikil tekjutengingin á að vera og hve
lengi hún á að standa. Þá vakna einnig spurn-
ingar um umfang tekjutenginga og hvernig
fara eigi með þá sem ekki njóta réttinda vegna
tekjutengingar. Fyrrnefndar niðurstöður rann-
sókna sýna að svörin við þessum spurningum
eru bæði háð stað og stund. Staðurinn er Ísland
og stundin er kreppa þar sem margir missa
vinnuna en atvinnuleysið er bundið við fáar
atvinnugreinar.
Jafnvægisatvinnuleysi á Íslandi hefur jafnan
verið lágt, lægra en í mörgum nágranna-
löndum. Vinnuletjandi áhrif atvinnuleysisbóta
virðast því vera minna vandamál hér á landi en
í nágrannalöndum. Núverandi kreppa hittir
atvinnugreinar misjafnlega fyrir. Atvinnu-
leysi er mikið í sumum og lítið í öðrum. Spár
greiningaraðila, t.d. Seðlabankans, benda til
þess að um fari að hægjast um leið og dregur
úr COVID-faraldrinum. Núverandi staða
þekkingar í hagfræði bendir ekki til þess að
atvinnuletjandi hvatar atvinnuleysisbóta sé
mest aðkallandi vandamálið við þau skilyrði.
Atvinnuleysi er
samfélagsmein
Ég ætla því að enda á því að endurtaka það
sem ég sagði í stuttum pistli í Kjarnanum ekki
Daði Már
Kristófersson
hagfræðingur