Vísbending


Vísbending - 11.12.2020, Side 1

Vísbending - 11.12.2020, Side 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun ISSN 1021-8483 Kristbjörg M. Kristinsdóttir fjármálastjóri Stefnis hf. V Í S B E N D I N G • 4 6 . T B L . 2 0 2 0 1 Kristbjörg M. Kristinsdóttir skrifar um ábyrgar fjárfestingar Ásgeir Brynjar Torfason skrifar um mikilvægi fjárfestinga hjá hinu opinbera Ætti að endurvekja Framkvæmdabanka Íslands? Olíufyrirtæki víða um heim svara ákalli um minni losun í kjölfar kreppunnar 11. desember 2020 46. tölublað 38. árgangur Ábyrgar fjárfestingar - við erum rétt að byrja Ábyrgar fjárfestingar eru áberandi í umræðu um fjármál þessa dagana og ekki af ástæðulausu. Það eru fjöl- mörg rök fyrir því að fjárfestar og fjármagns- markaðurinn eigi að beina sjónum sínum að þessum ört stækkandi eignaflokki. Í þessari umfjöllum ætla ég að kafa aðeins ofan í þróun í þessum málum og hvað styður við þessa viðhorfsbreytingu fjárfesta sem er að búa til bylgju af nýjum afurðum, gagnsærri upplýsingagjöf og auknum kröfum á fyrirtæki og fjárfesta en á sama tíma vonandi betri heim fyrir okkur öll. Ekki bara tískuyrði Án þess að fara í söguskýringar í þessari grein þá liggja rætur ábyrgra fjárfestinga djúpt í bæði trú og siðum þjóðfélagshópa sem á öldum áður tóku ákvarðanir um viðskipti byggðar á öðrum forsendum en eingöngu efnahagslegum. Gildi og lífsviðmið einstaklinga spila stór hlutverk og sömuleiðis heimsviðburðir eins og stríð, hamfarir og vár af ýmsum toga. Það ristir dýpra en svo að ábyrgar fjárfestingar séu tískuyrði á tuttugustu og fyrstu öldinni, heldur hafa fjárfestingar byggðar á ófjárhagslegum mæli- kvörðum verið hluti af ákvörðunartökuferli fjárfesta um langa hríð. Ábyrgar fjárfestingar er regnhlífarskilgrein- ing yfir marga flokka af aðferðafræði sem allir stuðla að jákvæðum breytingum með því að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Við horfum mikið til þess að ábyrgar fjárfestingar taki mið af umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS). Það er í raun hægt að finna öllum þáttum dag- legs lífs einhvern sess undir umhverfi, félags- legum þáttum og stjórnarháttum. Það verður því að segjast að þessi flokkun er nokkuð snjöll. Hrunið knúði fram breytingar En hvað veldur auknum áhuga á ábyrgum fjárfestingum og hvað var það sem ýtti við fólki? Ég tel sjálf að bylgjan hafi byrjað um 2010 hér á Íslandi, stjórnarhættir voru við- fangsefni sem varð fyrir mikilli gagnrýni í kjölfar efnahagshrunsins og var tiltölulega auðveldur flokkur að byrja á að bæta. Í kjölfar þessara breytinga þurftum við að opna hugann fyrir því að kannski væri bara hollt og gott að innleiða nýja hugsun í fyrirtækjarekstur og jafnframt samfélagslega ábyrgari hugsun. Við lítum svo í kringum okkur á tíma sem íslenskt efnahagslíf er að ná vopnum sínum á ný og sjáum þá að löndin í kringum okkur eru komin langt á undan okkur í innleiðingu á aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og þá er kominn tími á að reima á sig hlaupaskónna. Ég tel sömuleiðis að mikil breyting hafi orðið á umræðu í kringum ábyrgar fjárfestingar eftir að lífeyrissjóðir voru með lagabreytingu 2016 skyldugir til þess að setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingastefnu sinni en með því byrjaði boltinn að rúlla. Það er mín skoðun að lagabreytingin hafi ýtt vel við fjármagns- eigendum og orsakað mikla aukningu í eft- irspurn eftir ábyrgum fjárfestingakostum á Íslandi. Þegar ég horfi í baksýnisspegilinn tel ég að umræðan í kringum lagabreytinguna og innleiðing hennar hafi sennilega verið verðmætust fyrir stjórnendur fjármagns líf- eyrissjóða og annarra. Virkt eignarhald veitir fyrirtækjum aðhald En hvað með þær fjárfestingar sem falla ekki í mengi samfélagslegra ábyrgra fjár- festinga, eru þær til? Já, það er mín skoðun að ákveðnar atvinnugreinar eigi ekki heima í fjárfestingarmengi ábyrgra fjárfesta. Fyrirtæki sem nýta sér neyð og bág kjör ákveðinna þjóð- félagshópa eru gott dæmi um þetta og ég held að við getum öll verið sammála um að það sé ekki samfélagslega ábyrgt. Fyrirtæki sem eiga ekki móralskan áttavita bera meiri áhættu en þau sem eru ábyrgari og þessi áhætta á að vera verðlögð á skilvirkum markaði. Fjármagnseigendur geta sniðið sér stefnur sem taka mið af samanburði fjárfestingarkosta og jákvæðri útilokun, að velja þá kosti sem eru hvað minnst skaðlegir eða eru bestir meðal jafningja. Þessi aðferðafræði ýtir þróuninni í rétta átt og er hluti af því að vera ábyrgur fjármagnseigandi. Þessar aðferðir hafa reynst vel þegar fjármagnseigendur eru að feta sín fyrstu skref í ábyrgum fjárfestingum. Eigendur fjármagns geta beitt þrýstingi á jákvæðan hátt til þess að útgefendur taki sérstaklega tillit til UFS-þátta og breyti til hins betra. Þessi þrýstingur, ef svo má að orði komast, er kallað virkt eignarhald og er hvað sýnilegastur á hluthafafundum félaga. Þessi aðferðafræði hugnast mér best til lengri tíma, hún er gagnsæ og dýnamísk. Ábyrgar fjárfestingar eru áhættuminni Ég hef haldið því fram að ávöxtun fjár- málagerninga hvort sem þeir flokkast sem ábyrgir eða minna ábyrgir fylgist ágætlega að en það er margt sem ýtir undir að ábyrgum fjárfestingakostum ætti í raun að vegna betur. Mat á fjárfestingum byggt á aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga er öflugt áhættustýringar- tól og veitir oft betri innsýn í rekstur félaga. Það er minni innbyggð áhætta í rekstri félaga sem fá jákvæða einkunn í UFS-málum. Ekki er aðeins fylgst með tölulegum mælikvörðum á rekstur heldur einnig umhverfismálum og félagslegum málefnum s.s. vinnurétti og stjórnarháttum. Það verður því að segjast að skoðun fjárfestingakosta út frá UFS-þáttum sé orðin sjálfsögð leið til að skapa sjálfbært framtíðarvirði. Skoðum aðeins tölurnar, þær tala sínu máli. Í heiminum öllum fylgist heimsvísi- tala MSCI nokkuð vel MSCI heimsvísitölu UFS-leiðtoga en í Evrópu eru munurinn meiri og sérstaklega í ár. Einnig má sjá mikinn mun á ávöxtun MSCI ACWI Sustainable Impact-vísitölunni á móti MSCI ACWI. MSCI Sustainable Impact-vísitalan er áhugaverð fyrir þær sakir að útgefendur þurfa að sýna fram á að 50% af sölu kemur frá fyrirfram skilgreindum markmiðum um sjálfbærar áhrifafjárfestingar, sem eru meðal annars sjálfbær vatnsnotkun, meng- unarvarnir og hreinlæti. Í ljósi þeirrar miklu athygli sem UFS fær, er þá ekki hægt að áætla

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.