Vesturbæjarblaðið - Feb 2020, Page 12

Vesturbæjarblaðið - Feb 2020, Page 12
12 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2020 Skipulags- og samgönguráð hefur samþykkt nýtt deili- skipulag fyrir Laugaveg sem göngu götu. Hluti Lauga vegs, Skóla vörðustígs og Vega- mótastígs verður gerður að varan legum göngugötum að því er segir í tilkynningu frá Reykja víkurborg. Unnið verður í framhaldinu að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu. Afmörkuð svæði verða Laugavegur og Bankastræti frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu. Framkvæmdir verða unnar í níu áföngum og verða smáar í sniðum. Takmark borgarinnar er að rask við framkvæmdir verði sem minnst og einblínt verður á eitt svæði í einu til að forðast neikvæða upplifun. Áhersla verður ekki á allsherjar endurbætur með stórum vinnuvélum og tilheyrandi truflunum heldur verður unnið með smærri skala,“ segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki á tveimur árum. Helsta verslunargata frá fornu fari Laugavegurinn hefur verið helsta verslunargata Reykjavíkur frá fornu fari samhliða lifandi mannlífi og menningu. Vegna sögu sinnar og starfsemi hefur gatan mikið aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi, jafnt innlenda sem erlenda. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Markmiðið með breytingunum sé að fanga anda miðborgarinnar og fíngerðan skala hennar og sömuleiðis mynda sterka tengingu frá Hlemmi að Kvos. Ennfremur segir að vönduð borgarhönnun með öryggi og vellíðan gangandi vegfarenda verði í fyrirrúmi. Algild hönnun með aðgengi fyrir alla verður höfð að leiðarljósi við útfærsluna í samráði við notendur og hagsmunasamtök. Alls voru haldnir níu fundir um fyrirhugaðar breytingar með hagsmunaaðilum á síðasta ári. Við göngugö- tusvæðin eru bílastæðahús, bæði Bergsstaðir og Traðarkot með alls 328 stæði. Einnig eru bílastæðahús í Kolaportinu og Hafnartorgi, alls 1266 stæði. Nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti hefur verið göngu- gata um hríð. Í bókasafni Norræna hússins er að fara af stað prjónaklúbbur. Við sem stöndum að klúbbnum bjóðum fólki að koma og hitta annað hannyrðafólk og hafa gaman af, prjóna, hekla og jafnvel sauma. Einnig til að skrafa saman og sýna það sem fólkið er fást við, gefa öðrum góð ráð og leið- beiningar og drekka kaffi með. Allir þátttakendur fá ókeypis lánþegakort. Frekari upplýsingar gefur Ragnheiður, netfang: ragnheidurm@nordichouse.is eða í síma 551-7090. Prjónaklúbbur í bókasafni Norræna hússins Prjónaklúbbur er að fara af stað í Norræna húsinu. - öryggi og vellíðan gangandi vegfarenda verður í fyrirrúmi √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ Mínar síður √ Húsbók þjónustusaga húss √ Auk annarrar þjónustu Húsfélagaþjónusta Eignaumsjón leiðandi í 17 ár www.eignaumsjon.is Hugleiðsla & hafragratur - Fylgstu með á facebook Afgreiðslutími: Mán: 10-16 Þri-fös: 10-18 Lau: 11-16 ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK systrasamlagid.is @systrasamlagid Sími: 511 6367 MEIRI ORKA 2020 Tunguskafan er 2 x mikilvægari en tannbursti. Frábær lífrænn og umhvefisvænn fatnaður. Viridian vítamín og bætiefni. Mikið úrval og einstök gæði. Allt lífrænt og án hvíts sykur og hveiti. Sumt glútenlaust og margt vegan. Landsins mesta úrval af korkjógadýnum. Korkurinn er framtíðin. Þú þarft aldrei jógahandklæði. Verð frá 16.500 kr.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.