Vesturbæjarblaðið - sep. 2020, Síða 2
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Morgunblaðið
9. tbl. 23. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101.
Mun kórónuveirufaraldurinn leiða til breytinga á neysluvenjum? Við þessu er enn ekkert einhlítt svar. Framvindan
getur ráðist af hversu lengi faraldurinn stendur og hvort hann
gangi yfir höfuð niður. Hún getur einnig ráðist af ýmsu öðru.
Sóttvarnir vegna faraldursins hafa haft áhrif á ýmis konar starfsemi. Lamað sumt sem var hluti af daglegum venjum.
Enginn veit hversu lengi búa þarf við takmarkanir vegna þeirra.
Hér á landi virðist staðan vera betri en víða þótt bakslag hafi
orðið. Erfiðara ástand er þó í mörgum löndum sem við eigum í
miklum samskiptum við.
F ramvinda faraldursins á Vesturlöndum og jafnvel á heimsvísu mun enn um sinn setja mörk á möguleika til neyslu.
Ferðalög eru aðeins svipur hjá sjón. Erfitt er um íþróttastarf
og menningarviðburði. Einkum þá sem heyra til sviðslista.
Barsækni á líka undir högg að sækja.
Um tíma hafa orðið miklar umræður um neysluvenjur. Ekki aðeins hér á landi heldur á heimsvísu. Kynslóðir eru að
vaxa upp sem hafa aðra sýn er hinar eldri.
Fólk sem horfir meira til hinnar náttúrlegu auðlegðar en áður. Fólk ber með sér efasemdir um framleiðsluhætti sem
hafa tíðkast. Framleiðsluhætti sem leiða til mengunar og bera
loftslagsmálin þar hæst.
Hagkerfi okkar – hagkerfi stórs hluta mannkyns er drifið áfram af neyslu. Hið heilaga orð hagvöxtur hefur byggst
á því að kaupa meira og meira. Nú eru efasemdir að heyrast.
Efasemdir er geta kallað eftir annarri vöruþróun en verið hefur.
Efasemdir sem kalla eftir breyttum lífsstíl fólks.
Hversu lengi sem áhrifa kórónuveirufaraldursins mun gæta með beinum hætti vakna upp spurningar hvort afleiðingar
hans falli í sama farveg og ný hugsun um neyslu. Hvort
afleiðingar hans flýti fyrir neyslubreytingum. Hvort eitthvað
breytist til frambúðar.
Breytist eitthvað
SEPTEMBER 2020
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Um 70 nýjar lúxusíbúðir eru komnar til sölu
við Bryggjugötu, Geirsgötu og göngugötuna
Reykjastræti. Sambærilegur fjöldi lúxusíbúða hefur
ekki komið á markað frá því að svörtu blokkirnar í
Skuggahverfi voru byggðar.
Um er að ræða einhverjar dýrustu íbúðir og jafnvel
aldýrustu sem settar hafa verið á markað hér á
landi. Fermetraverð í dýrari íbúðunum er á bilinu
ein til ein og ríflega ein og hálf milljón króna sem er
verð sem ekki hefur sést áður á fasteignamarkaði.
Áætlað er að selja um 180 fermetra íbúð með
tveimur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum
á um 255 milljónir króna. Íbúðir á efstu hæðum í
nýju fjölbýlishúsunum í miðborginni eru stærri.
Við Bryggjugötu 4 er um 350 fermetrar íbúð og
má því búast við töluvert hærra verði en á íbúð
sem nú er boðin til sölu á 345 milljónir króna. Hluti
íbúðanna eru í stórhýsi við Bryggjugötu á milli Hörpu
og Marriotthótel byggingarinnar. Athygli vekur að
enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að
verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða
mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á
rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu
100 til 200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir
og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Kynningu á
íbúðunum og verðlista yfir þær íbúðir sem eru til
sölu má sjá á vef Austurhafnar.
Um er að ræða einhverjar dýrustu íbúðir og jafnvel aldýrustu sem settar hafa verið á markað hér á landi.
Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir
verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í
Reykjavík innan fimm ára. Það er félagið
Vesturbugt sem er í eigu VSÓ og Kaldalóns sem
stendur að verkefninu. Félagið var stofnað utan
um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins.
Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og
byggingafélagið Vesturbugt undir samning
um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri
lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að
hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af
ýmsum ástæðum. Nú er stefnt að því að hefja
framkvæmdir næsta vor.
Í fyrstu hugmyndum var gert ráð fyrir nokkrum
fjölda íbúða í stærri kantinum en nú er lögð áhersla
á að byggja litlar og meðalstórar íbúðir og er þar
horft til aðstæðna á íbúðamarkaði. Íbúðum hefur
einnig verið fjölgað um 14 frá fyrstu hugmyndum.
Ef áætlanir ganga eftir er gert ráð fyrir að fyrsta
áfanga verði lokið á árinu 2023. Síðari áfanginn
gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá yrði
verkinu að öllum líkindum lokið öðru hvoru megin
við áramótin 2024 og 2025.
Hundrað og níutíu
íbúðir í Vesturbugt
Þannig gæti umhverfið í Vesturbugtinni litið út að fimm árum liðnum.
- áhersla verður lögð á milli og meðalstórar íbúðir
Nýjar lúxusíbúðir
á hafnarsvæðinu