Vesturbæjarblaðið - sept 2020, Qupperneq 6
6 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2020
Hús íslenskunnar við Arn
grímsgötu er farið að taka á
sig mynd. Á vef Stjórnarráðs
Íslands kemur fram að ákveðnir
verkþættir séu á undan áætlun.
Þar á meðal uppsteypa á veggj
um þriðju hæðar byggingar
innar er um mánuði á undan
áætlun. Áætlað er að húsið
verði full byggt haustið 2023.
Fram kvæmd ir hóf ust í lok sum
ars í fyrra en þær höfðu tafist
um árabil.
Hús íslenskunnar mun hýsa
star fsemi Stofnunar Árna
Magnús sonar í íslenskum fræðum
og Íslensku- og menningar-
deild Háskóla Íslands. Verða
sérhönnuð rými fyrir varðveislu,
rannsóknir og sýningu á
íslenskum skinnhandritum.
Einnig vinnustofur kennara
og fræðimanna, lesrými fyrir
háskólanema, fyrirlestra- og
kennslusalir sem og skrifstofur
og bókasafn. Hús íslenskunnar
mun gerbreyta s tar fsemi
Árnastofnunar og allri þjónustu
við almenning, skólafólk og
ferðamenn. Samstarfið við
Háskóla Íslands í húsinu mun
Hús íslenskunnar
að rísa af grunni
Verið er að steypa veggi þriðju hæðar Húss íslenskunnar.
Verða 102 íbúðir
byggðar við Selja-
veg 2 í stað hótels
Sótt hefur verið um leyfi til að byggja fjölbýlishús á sex hæðum,
á reitum S4S8, eða samtals 102 íbúðir, verslunar og þjónusturými
á 1. hæð og bíla og geymslukjallara á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Erindi til borgarinnar fylgdi greinargerð Mannvits um hljóðvist
frá 25. ágúst 2020, lóðauppdráttur frá 19. ágúst 2019, hæðablað
frá 4. mars 2020 og forteikningar hönnuða frá 25. ágúst 2020.
Það eru Centra Eignstýring sem er í eigu Gísla Reynissonar
og Grandi íbúðarfélag sem er í 70% eigu Daníels Helgasonar og
Sigurðar Hrafns Kiernan sem sent hafa erindi til byggingafulltrúans í
Reykjavík um fyrirhugaðar framkvæmdir,
Í frétt í Viðskiptablaðinu á sínum kom fram að Ólafur Ólafsson
kenndur við Samskip hafi keypti lóðina og látið hefja framkvæmdir
við risahótel. Nú virðist stefnt að íbúðabyggð á svæðinu
í stað hótelbyggingar.
Nú er fyrirhugað að reisa íbúðir við Seljaveg 2 í stað hótels.
Gert er ráð fyrir að fimm sjálfstæðar íbúðir
verði í húsinu við Víðimel 29 þar sem Kínverska
sendiráðið var áður til húsa. Í umsókn til
byggingafulltrúa var sótt um leyfi til að breyta
innra skipulagi og gera fimm sjálfstæðar íbúðir í
húsinu, fjarlægja reykháf sem snýr að götuhlið,
stækka svalir, síkka glugga í kjallara og setja nýja
kvisti og þakglugga.
Um er að ræða eina af glæsilegri byggingum
Vesturbæjar Reykjavíkur sem var hönnuð af Einari
Sveinssyni arkitekt. Húsið hefur staðið autt um
árabil og var komið í mikla niðurníðslu. Alls eru
19 herbergi í húsinu og fimm baðherbergi en
fasteignamat eignarinnar er 253 milljónir. Frið bert
Frið berts son, for stjóri bíla um boðsins Heklu festi
kaup á húsinu fyrr á þessu ári.
Fimm íbúðir á Víðimel 29
Fimm íbúðir verða væntanlega í þessu glæsta húsi
við Víðimelinn.
GETRAUNIR.IS
107
GETRAUNANÚMER KR