Vesturbæjarblaðið - sept 2020, Qupperneq 8
8 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2020
K
aþólskur siður
aflagðist hér á landi
7. nóvember 1550.
Þá var Jón Arason
Hólabiskup hálshögg
vin í Skálholti ásamt tveimur
sonum sínum. Sagan segir að
ráðsmaður í Skálholti hafi talið
óráðlegt að halda þeim föngnum
á biskupssetrinu til vors því
þeir ættu sér öfluga fylgismenn
einkum á Norðurlandi sem
myndu freista þess að frelsa
þá úr haldi. Á ráðsmaðurinn
að hafa látið þau orð falla að
“öxin og jörðin geymdu þá
best”. Siðaskiptin á 16. öld ollu
algjörri umbyltingu á Íslandi,
ekki síst í trúmálum. Kristján
III Danakonungur notfærði sér
þau til þess að leggja eignarhald
á jarðir og aðrar eignir
kirkjunnar. Jón Arason, biskup
á Hólum var aðalandstæðingur
konungsvaldsins við siðaskiptin
og lýsti hina nýju kirkjuskipun
ólöglega. Eftir dauða hans voru
klaustrin eyðilögð og munkar
drepnir eða sendir í útlegð.
Einungis þeir prestar sem gerðust
lútherstrúar fengu að halda
embættum sínum. Kaþólsk trú var
algjörlega bönnuð og refsingin
var líflát eða útlegð.
Enginn kaþólskur maður bjó á
Íslandi fram til ársins 1857. Það
ár fengu tveir franskir prestar,
Bernard Bernard og Jean-Baptiste
Baudoin, undanþágu til að þjóna
frönskum sjómönnum sem voru
að veiðum við Ísland. En hvernig
varð kaþólski söfnuðurinn til.
Upphaf þeirrar sögu má rekja til
Einars Ásmundssonar alþingis- og
athafnamann í Nesi í Höfðahverfi
austan Eyjafjarðar. Jean-Baptiste
Baudoin eða Baldvin eins og
hann var stundum kallaður upp á
íslensku hafði dvalið vetrarlangt
hjá Einari í Nesi og fengist við
að kenna honum tungumál.
Hafði þeim orðið vel til vina.
Upphafs þess má rekja til þess að
presturinn hafi þurft að komast til
franskra sjómanna á Siglufirði en
ekki komist lengra en til Akureyrar.
Pétur Hafstein sem var yfirvald
staðarins hótaði Einari vegna þess
enginn mætti hafa nein samskipti
við hann. Hann væri kaþólskur
prestur í landi þar sem kaþólska
væri bönnuð með lögum. Einar
kom prestinum engu að síður til
hjálpar og dvaldi hann um tíma
hjá honum í Nesi. Pétur Hafstein
var þó ekki af baki dottinn heldur
kærði Einar og dæmdi í stórar
sektir og hótaði honum eignamissi.
Einar skaut dómi þessum til
stjórnarskrárinnar í Danmörku
sem eyddi honum. Má ef til vill
segja að þessi fyrirgangur í Pétri
Hafstein hafi orðið fyrsti vísirinn
að endurreisn kaþólsku á Íslandi.
Nonni og Gunnar
Síðan ber það til tíðinda að
franskur aðalsmaður Marie-
Albérice de Foresta frá Aix en
Province í Suður Frakklandi hafði
fengið áhuga á Norðurlöndunum.
Hann hafði kynnst jesúítapresti
sem unnið hafði að trúboði í Kína
sem lagði áherslu á að stunda
trúboð sem víðast og ekki síst
á norðlægum slóðum. Áhugi
Marie-Albérice varð til þess að
hann setti sig í samband við Jean-
Baptiste Baudoinmeð þá ósk að
bjóða tveimur drengjum til náms Í
Frakklandi og kosta heimför þeirra
að námi loknu. Lítið var vitað um
aðalsmanninn og var Jean-Baptiste
Baudoin fremur sagnafár um
hann. Fyrir tilstuðlan hans voru
tveir drengir valdið til fararinnar.
Jón Sveinsson sonur Sveins
Þórarinssonar amtmannsskrifara á
Möðruvöllum búsettum á Akureyri
sem þá var látinn og Gunnar sonur
Einars í Nesi. Jón Sveinsson kom
ekki aftur. Hann gerðist pestur og
rithöfundur ytra og skrifaði undir
rithöfundaheitinu Nonni sem
hann er þekktur fyrir hér á landi
og víðar. Gunnar kom til baka og
gerðist afhafnamaður. Hann var
fyrsti kaþólski Íslendingurinn á
síðara skeiði kaþólskunnar hér á
landi sem rekja má til utanfarar
hans ásamt Nonna.
Fyrstu heimildir frá 1548
Fyrstu heimildir um búsetu
í Landakoti eru að finna í
fógetareikningum frá árinu
1548. Landakot var þá hjáleiga
frá Reykjavík og ábúandinn var
Hildibrandur Jónsson. Eftir að
Reykjavík var gerð að kaupstað
1787 fór Skúli Magnússon fógeti
fram á það við landsstjórnina
að íbúar bæjarins fengju afnot
af nærliggjandi úthögum. Þá bjó
Jón Magnússon hafnsögumaður
í Landakoti. Jörðin komst í eigu
verslunarfélags Petræsusar og
L.M. Knudsens. Eftir slit þess félags
komst Landakot í eigu Knudsens.
Ekkja hans bjó í Landakoti um
tíma eftir dauða hans. Helgi G.
Thordarsen dómkirkjuprestur
keypti síðan Landakot um eða upp
úr 1835 og bjó þar til 1846 að hann
var gerður að biskupi og flutti þá í
biskupssetrið í Laugarnesi.
Landakot komst í eigu Bernard
Bernard og Jean-Baptiste Baudoin
sem voru franskir prestar og
sendir hingað til lands til að
þjónusta franska sjómenn. Baudoin
lét reisa litla kapellu í Landakoti
en síðar var byggð timburkirkja
við Túngötu, nálægt prestsetrinu.
Þessi kirkja var helguð heilögu
hjarta Jesú. Baudoin hóf einnig
að reisa viðbótarbyggingu við
Höfuðstöðvar kaþólsku á Íslandi frá 1860
STÍLBÓKSTÍLBÓK
Sjálfstætt
starfandi apótek
sem býður
persónulega
þjónustu og
hagstæð verð á
lyfjum og öðrum
heilsutengdum
vörum.
L AUGAVEGI 46 S: 414 4646
Elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sérkjara hjá Íslands Apóteki
Opnunar-
tímar:
Virka daga
11.30-18.00
Laugardaga
10.00-16.00
Sunnudaga
Lokað
Opnunartímin hefur
breyst tímabundið!
Landakot
Kristkirkja í Landakoti. Sambland af gotneskum stíl og séríslenskum einkennum.
Stytta af Marteini Meulenberg
biskupi í Landakoti.
Jóhannes Gunnarsson er eini
íslenski biskupinn sem setið
hefur í Landakoti.