Vesturbæjarblaðið - Sep 2020, Page 9

Vesturbæjarblaðið - Sep 2020, Page 9
9VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2020 enda lítils geymsluhúss að baki íbúðarhúsinu í Landakoti. Hann mun ekki hafa haft leyfi til þess úr hendi byggingafulltrúa. Var kærður og dæmdur af lögregludómstól til að greiða fimm ríkisdali í sekt. Árið 1860 eignaðist kaþólska trúboðið Landakot. Var það fyrir milligöngu Randrups ræðismanns og kaupmanns í Reykjavík og hefur Landakot verið í eigu kaþólskra alla tíð síðan. Kaþólski söfnuðurinn byggði litla kirkju á austurhluta Landakotstúnsins. Kirkjuhúsið var síðar flutt á horn Hofsvallagötu og Túngötu og notað til kristnihalds þar til Kristkirkja sem nú stendur á Landakotshæð var tekin í notkun 1929. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði kirkjuna og aðlagaði gotneskan stíl að séríslenskum einkennum í teikningum sínum. Má einkum greina það í ytri burðarsúlum kirkjunnar sem minna á stuðlaberg í fjallshlíð. Dómkirkjan ber nafn Krists Konungs í heiðursskyni við Krist. Kirkjan er undir verndarvæng Maríu meyjar guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundssonar og Þorláks Þórhallssonar biskups. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og heilögum Jósef. Kristkirkja í Landakoti var lengi stærsta kirkja landsins.var lengi stærsta kirkja landsins. Kaþólskur biskup á Íslandi Marteinn Meulenberg var fyrsti kaþólski biskup Íslands eftir siðaskiptin. Sá fyrsti frá Jóni Arasyni og bar titilinn Hólabiskup. Meulenberg var frá Hillensberg í Þýskalandi. Faðir hans var þýskur en móðirin hollensk. Meulenberg tilheyrði Montfortreglunni sem er kaþólsk prestaregla og nefnist Societas Mariae Montfortana. Hann kom til Íslands árið 1903 og hafði þá verið tvö ár sóknarprestur í Danmörku. Þegar Ísland varð fullvalda ríki sótti séra Meulenberg fyrstur erlendra manna um ríkisborgararétt á Íslandi. Í samband við fullveldið stofnaði Páfastóll sjálfstæða trúboðskirkju fyrir Ísland og varð Marteinn Meulenberg yfirmaður hennar. Árið 1929 var trúboðskirkjan gerð að postullegu umdæmi og séra Meulenberg stjórnandi. Hann var vígður biskup í nýju kaþólsku dómkirkjunni í Landakoti í júlí sama ár. Meulenberg féll frá árið 1941. Þegar sala á saltfiski til Ítalíu stöðvaðist snemma eftir fyrra stríð munu íslensk stjórnvöld hafa leitað til Meulenbergs um hvort hægt væri að liðka til um sölusamninga. Ekki liggur fyrir hvort hann fór sjálfur til Rómar eða hafði samband við Páfagarð. En Páfagarður gat komið því til leiðar að Ítalir fóru aftur að kaupa saltfisk af Íslendingum. Jóhannes Gunnarsson var prestur rómversk- kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og biskup hennar í Reykjavík frá 1942 þar til hann sagði af sér embætti 1967. Jóhannes var titlaður Hólabiskup eins og Meulenberg en eftir það fengu biskupar titilinn Reykjavíkurbiskupar. Jóhannes átti beinar rætur til upphafs kaþólskunnar. Hann var sonur Gunnars Einarssonar sem hélt utan með Nonna og var fyrsti Íslendingurinn eftir siðaskiptin sem gerðist kaþólikki. Jóhannes hóf nám hjá jesúítum á Íslandi áður en hann fór til Danmerkur í framhaldsnám. Hann lagði síðar stund á guðfræðinám í Hollandi. Jóhannes var vígður prestur þar 1924 og snéri sama ár aftur til Íslands og hóf þjónustu við Landakotskirkju. Enginn Íslendingur hefur setið á biskupsstóli síðan Jóhannes sem er eini Íslendingurinn sem gegnt hefur kaþólsku biskupsembætti frá Jóni Arasyni. Jósefssystur og spítalasaga Árið 1896 komu Jósefssystur til Íslands frá Danmörku. Þær stofnuðu barnaskóla og lítinn spítala í Reykjavík 1902. Sankti Jósefsspítali í Landakoti tók formlega til starfa árið 1902. Landakotsspítali eins og hann var jafnan nefndur var aðalsjúkrahús landsins og kennsluspítali Læknadeildar fram til 1930 þegar Landspítali tók til starfa og var ásamt honum helsta sjúkrahús landsins nær alla 20. öldina. Jósefssystur leituðu til landsjóðs um fyrirgreiðslu þegar þær hugðust hefja spítalabyggingu og rekstur en fengu algjört afsvar. Spítalinn var byggður fyrir erlent samskota- og sjálfsaflafé reglusystra og söfnunarfé sem Jón Sveinsson, Nonni, hafði aflað til að byggja holdsveikraspítala sem danskir Oddfellowar létu byggja í Laugarnesi. Bygging og rekstur St. Jósefsspítala varð til þess að ríkisvaldið gat komið sér hjá því að byggja spítala handa sínu fólki fyrir eigin fjármuni. Í upphafi voru 40 sjúkrarúm í elstu byggingunni. Spítalinn var stækkaður í tveimur áföngum, fyrst árið 1935 og síðan árið 1962, og skömmu síðar var elsta húsið rifið. Frá upphafi var Landakotsspítali í forystu með ýmsar nýjungar í læknisfræði. Landakot var einnig þekkt fyrir einstaka umönnun og afbragðs lækna og auk þess þótti rekstur spítalans til mikillar fyrirmyndar. Hann var ekki inni í hinu opinbera kerfi eftir að það hóf sjúkrahúsrekstur fyrir alvöru og þess vegna meðal annars var rekstur spítalans mörgum þyrnir í augum. Sérstaklega varð mönnum starsýnt á lágan rekstrarkostnað í samanburði við önnur sjúkrahús þrátt fyrir afbragðs þjónustu og dugði ekki að skýra þann mismun með „kristilegum kærleik“ einum saman. Landakotsaskóli frá 1896 Skólastarf einkenndi Landakot snemma. Landakotsskóli er einn elsti starfandi skóli landsins. Skólinn var stofnaður árið 1896. Skólinn er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir 1. til 10. bekk ásamt deild fimm ára barna. Einn bekkur er í hverjum árgangi. Fram til 2005 var skólinn rekinn af Kaþólsku kirkjunni en hann er nú rekinn sem sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri stjórn. Skólinn starfar eftir sem áður í húsnæði sem stofnunin leigir af Kaþólsku kirkjunni við Túngötu. Skólinn starfar samkvæmt grunnskólalögum og er kennslan í samræmi við aðalnámskrá. Skólinn hefur þó nýtt sér svigrúm til að taka upp ýmsa nýbreytni í skipulagi skólastarfsins með því að stórauka tungumálakennslu þannig að strax í fimmta ára bekk byrjar ensku- og frönskukennsla. Á miðstigi byrja nemendur svo að læra dönsku. Sölvi Sveinsson var skólastjóri um ára bil og Ingibjörg Jóhannsdóttir stýrir skólanum í dag. Upphaflega skólahúsið í Landakoti. Vesturhlíð 2 | Fossvogi s. 551 1266 | utfor@utfor.is utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.