Vesturbæjarblaðið - sept 2020, Qupperneq 10
10 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2020
Vinnustofur listafólks hafa verið opnaðar í Centric
guesthouse við Lækj ar götu. Þar sem áður var gisti hús
með 15 her bergjum er nú vinnuaðstaða lista manna á
öll um aldri. Leiga herbergjanna er um 40 til 50 þúsund á
mánuði en fer annars eftir stærð herbergjanna.
Það eru Geoffrey Skywalker og Guðfinn ur Sölvi Karls son
kenndir við veitingastaðinn Prikið sem standa fyrir þessu.
Þeir tóku við húsnæðinu þegar gistiþjónustan lagðist af
vegna coveid og ákváðu að finna nýja leið til þess að nýta
það í stað þess að láta það standa autt. Þeir ákváðu að gera
þetta að listafólkshúsnæði undir merkjum út gáfu fyr ir tæk
is ins Sticky. Fleira og fleira fólk velur orðið í dag að starfa
sjálfstætt eða í tengslum við fyrirtæki af ýmsum gerðum og
þarfnast starfsaðstöðu. Þeir félagar létu reyna á þetta og
fólk með ýmis verkefni er farið að nýta sér aðstöðuna.
Vinnustofur listafólks í stað gistiþjónustu
Nýtt útilistaverk
sem komið verður
fyrir á Eiðisgranda
Sjávarmál heitir nýtt útilistaverk sem komið verður fyrir
á Eiðisgranda. Höfundar listaverks sem valið var úr sjötíu
innsendum tillögum eru arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason
og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason
rithöfund. Dagur B. Eggertsson, tilkynnti um niðurstöðu
dómnefndar fyrir skömmu og fór athöfnin fram við Eiðsgranda.
Verkinu er ætlaður staður á sjávarkambinum við Eiðsgranda og
blasir við hafi. Ekkert útilistaverk er staðsett á þessu svæði og það
mun auka notagildi og aðdráttarafl svæðisins fyrir íbúa og þá sem
þar eiga leið um. Á þeirri hlið listaverksins sem snýr að hafinu er
steypt innbjúg skál sem safnar hljóðum hafsins og magnar þau
upp með einföldu endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan
skálina. Á þeirri hlið sem snýr að byggð er hrjúfur veggur þar
sem íslensk heiti fyrir hafið eru letruð. Áhrif loftslagsbreytinga á
hafið eru höfundum hugleikin og verkinu er ætlað að bjóða upp á
tækifæri fyrir þá sem eiga leið hjá til að staldra við, upplifa krafta
hafsins og hlusta eftir því náttúran hefur að segja okkur.
Samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ var haldin samkvæmt
samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna og
í kjölfar íbúakosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020. Á meðal
þess sem Vesturbæingar kusu var að halda samkeppni um gerð
útilistaverks í hverfinu. Hverfið mitt er íbúalýðræðisverkefni
á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum gefst kostur á að
setja fram hugmyndir um úrbætur í nærumhverfi sínu. Þeim
hugmyndum sem hljóta brautargengi í kosningu meðal borgarbúa
er síðan hrint í framkvæmd.
Á þessum stað við Eiðisgranda verður útilistaverkinu komið fyrir.
Samstarfshópur
um forvarnir
Sjávarmál
Vinnustofurnar eru staðsettar við Lækjargötu.
Alveg í hjarta borgarinnar.
Nokkrir skemmtilegir leikvellir eru í Mið borg inni
og við Vesturbæinn. Leikvöllurinn við Arnarhól er
skemmtilegur og en líka er hægt að setjast niður í
lautarferð í grasinu. Leikvöllur er fyrir yngstu börnin
við Bernhöftstorfuna og þar eru enn fremur mörg
sæti fyrir fullorðna, til dæmis nýju tröppuborðin,
hengirúm og hefðbundnari borð og stólar. Fólk á
öllum aldri getur á sama stað gripið í borðtennis-
spaða og tekið einn leik.
Tennisborðtennis er á Miðbakkanum en þar eru
til viðbótar körfuboltakörfur, fyrir stóra og smáa að
ógleymdum hjólabrettagarðinum. Hann býður upp
á marga möguleika fyrir þá sem eru á hjólabrettum
en það er ekki síður gaman að fylgjast með bretta
fólkinu leika listir sínar. Á Miðbakkanum eru einnig
nokkur borð með bekkjum og því góð aðstaða fyrir
þá sem kjósa að taka með sér nesti. Boðatorg er með
sínum skemmtilega skrúfuhring er stutt frá Slippnum
og hafnarsvæðinu. Óðinstorg er annað torg þar sem
mannlífið fær að njóta sín svo eitthvað sé nefnt.
Hljómskálagarðurinn býður upp á bæði leik og
slökun og gaman er að skoða sig um í styttugarðinum
við Safn Einars Jónssonar. Börn hafa skemmt sér á gön
gugötunum í sumar en bæði parísinn og hlaupabrautin
á Laugaveginum hafa höfðað til þeirra.
Skemmtilegir leikvellir í Miðborg og Vesturbæ
Leiktæki á torgi á mörkum Mið- og Vesturbæjarins.
Varnargarðurinn
við Eiðsgranda
breikkaður
Ákveðið hefur verið að breikka sjóvarnargarðinn við
Eiðsgranda verulega þar sem öldur ollu skemmdum aðfaranótt
sunnudagsins 20. september. Óskað hefur verið tilboða í verkið
og ef allt gengur upp verður ráðist í breikkunina innan skamms.
Ætlunin er að breikka sjóvarnargarðinn frá hringtorginu við
JLhúsið gamla alveg að Boðagranda. Hann verður breikkaður um
sex til átta metra. Með því mun aldan brotna betur og síður bera
sjávargrjót upp á land eins og gerðist á dögunum.
Þannig var umhorfs á Eiðsgranda eftir hamfarir laugardagsins.