Vesturbæjarblaðið - sep. 2020, Side 12
12 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2020
Frá framleiðslueldhúsi
Velferðarsviðs
á Vitatorgi
Í framleiðslueldhúsi velferðarsviðs á Vitatorgi eru matreiddar að
meðaltali rúmlega níu hundruð máltíðir á dag. Nú geta notendur
þjónustunnar og aðstandendur þeirra fylgst betur með því hvað er í
matinn. Opnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skoða má máltíð
dagsins og matseðil vikunnar.
Í mötuneytinu á Vitatorgi, þar sem framleiðslueldhús velferðarsviðs
er til húsa, borða um tvö hundruð manns í hádeginu á hverjum vir-
kum degi. Enn fleiri, eða í kringum 500 talsins, snæða hádegismatinn í
félagsmiðstöðvum fyrir fullorðna sem staðsettar eru víða um borg. Þar að
auki fær fjöldi Reykvíkinga hádegismatinn sinn sendan heim að dyrum og
hefur þeim fjölgað talsvert undanfarið sem velja þann kostinn en um 360
matarskammtar eru sendir í heimahús á virkum dögum.
Nú hefur starfsfólk framleiðslueldhúss velferðarsviðs opnað Facebook-
síðu þar sem hægt er að skoða matseðil vikunnar ásamt innihaldslýs-
ingum, auk þess að þar er birt mynd af máltíð hvers dags. Það er Eyjólfur
Einar Elíasson, forstöðumaður framleiðslueldhúss velferðarsviðs, sem
stendur að baki síðunni. „Þetta snýst fyrst og fremst um að bæta þjónus-
tuna við notendur og aðstandendur þeirra. Við viljum verða sýnilegri gag-
nvart fólkinu,“ segir hann en neitar því ekki að nýleg fjölmiðlaumfjöllun,
þar máltíð frá framleiðslueldhúsinu varð efni frétta og umræðu á sam-
félagsmiðlum, hafi ýtt við honum. „Þarna hafði það gerst að máltíð sem
kom frá okkur hafði verið sett í pappaílát, þar sem innihaldið flæddi allt
saman, auk þess að þetta voru matarafgangar. Þetta var afar óaðlaðandi.
Við viljum að sjálfsögðu ekki að maturinn frá okkur sé borinn svona fram
og kokkarnir mínir urðu sárir þegar þeir sáu þessa umræðu. Þetta hvatti
okkur til að taka mynd af því daglega hvernig maturinn lítur út frá okkur.
Við viljum nefnilega endilega sýna máltíðirnar eins og þær eru.“
Að undanförnu hafi mikil vinna verið lögð í að bæta hollustu matarins
sem og auka fjölbreytni hans. Næringarfræðingur fari til að mynda vel yfir
allar máltíðir í samræmi við næringarviðmið borgarinnar. Hann nefnir
sem dæmi að fituinnihald hafi verið lækkað markvisst, prótein hækkað
og nú séu allar sósur gerðar frá grunni. „Það er heilmikil kúnst, enda er
viðskiptavinahópurinn okkar fjölbreyttur, allt frá 25 ára aldri upp í 105
ára, með ólíkar þarfir og smekk. Við reynum eftir fremstu getu að koma til
móts við sem flesta.“
Eyjólfur bindur vonir við að sem flestir fylgist með Facebook-síðunni
og hún verði lifandi vettvangur. Hún verði notuð til upplýsingagjafar auk
þess að hægt verði að taka við ábendingum um það sem betur má fara í
gegnum síðuna. Þá stefnir Eyjólfur að því að á síðunni verði leiðbeiningar
um upphitun og framsetningu matarins. „Ég stefni að því að hafa þarna
fleiri nytsamlegar upplýsingar, til dæmis um hlutfall fæðutegunda í hver-
jum skammti. Það er mikilvægt að notendur okkar hafi í huga að hlutverk
okkar er að skaffa 30 prósent af næringarþörf dagsins. Það hefur borið við
að fólk nýti máltíðirnar bæði í hádeginu og á kvöldin, en það getur leitt
til næringarskorts ef ekki er um aðra næringu að ræða,“ segir Eyjólfur að
lokum.
Facebook síða framleiðslueldhússins er: https://www.facebook.com/
matsedilldagsins
Allt gengur sinn vanagang á Aflagranda.
Félagsstarfið er að fara af stað eftir gott sumarfrí.
Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytt starf og
þægilega samveru í hlýju umhverfi. Á Aflagranda
geta allir fundið eitthvað við hæfi og jafnvel farið
út fyrir þægindarammann og prófað eitthvað alveg
nýtt. Öflugt starf er í húsinu á opnunartíma frá 8:30
til 15:45 en einnig er starf í húsinu eftir lokun, og er
þá unga fólkið meira með völdin.
„Við erum með opna vinnustofu alla morgna þar
sem fólk hittist með handavinnuna sína og ræðir
heimsmálin yfir kaffibolla,“ segja þær Siri og Helga
sem eru við stjórnvöldin á Aflagranda. „Einnig er
stólajóga alla morgna undir stjórn jógakennara. Hið
sívinsæla bókaspjall með Hrafni Jökulssyni er á sínum
stað alla miðvikudaga og hefur hann fengið til liðs við
sig stjórnarmeðlimi félagsins Arfur Þorsteins frá Hamri
til að stýra spjallinu í vetur. Við megum því eiga von á
skemmtilegum gestum til okkar. Komið og njótið.“
Hádegismatur frá 11.30 til 12.30
Hægt að koma á Aflagranda og borða hádegismat
milli 11:30 til 12:30, panta/afpanta verður matinn fyrir
kl. 12:30 daginn áður og svo er síðdegiskaffi kl. 14:30
alla daga nema miðviku- og föstudaga, þá er kaffið til
kl. 15:00. Nánari upplýsingar um hádegismatinn veitir
Sigrún í síma 411-2707.
Kraftur í KR
Í samstarfi við íþróttafélagið KR er boðið upp á
Kraft í KR alla mánudagsmorgna kl. 10:30. Tímarnir
eru fyrir 60+ og er markmiðið að bjóða upp á
fjölbreytta hreyfingu. Íþróttafræðingur sér um
tímana þrisvar sinnum í mánuði og jógakennari
einu sinni í mánuði. Boðið er upp á frístundaakstur
frá Þorraseli Vesturgötu kl. 10:10, Grandavegi 47
kl. 10:15 og Aflagranda 40 kl. 10:20 í KR heimilið og
aftur til baka. Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur
frístundaaksturinn. Bæði hreyfingin og aksturinn er
ykkur að kostnaðarlausu.
Viðburðir fyrir Vesturbæinga
„Í samfélagshúsinu okkar hér viljum hafa viðburði
fyrir Vesturbæinga svo sem flóamarkaði, spilakvöld,
veislur, sýningar og allt það sem Vesturbæingar
kalla eftir. Endilega ef þið hafið hugmyndir að
starfi eða viðburði sem ykkur langar að sjá hér í
samfélagshúsinu okkar, hafið samband við okkur Siri
verkefnastjóra eða Helgu umsjónarmann félagsstarfs
á skrifstofunni, 411-2701 og 411-2702. Við erum
alltaf meira en til í nýjar hugmyndir og áskoranir.
Við hvetjum alla til að finna facebooksíðuna okkar,
Samfélagshúsið Aflagranda, því þar koma allar
tilkynningar og sérstaklega núna á þessum tíma
þar sem við gætum þurft að aflýsa áður auglýstum
viðburðum.“
Reglur vegna Covid 19
„Við minnum einnig alla gesti á að virða þær reglur
og fjarlægðartakmörk sem gilda vegna Covid 19, en
eins og við þekkjum geta þær breyst með stuttum
fyrirvara,“ segja Siri og Helga að lokum.
Félagsstarfið komið í fullan gang
Aflagrandi.
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
www.eignaumsjon.is
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
Eyjólfur Einar Elíasson,
forstöðumaður
framleiðslueldhúss
velferðarsviðs
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is
Samfélagshúsið á Aflagranda