Vesturbæjarblaðið - jan 2020, Qupperneq 5
hlutverkið hjá manni. Við fengum
sem sagt barnabarn á síðasta ári
og von er á öðru á þessu ári, svo
við erum aðeins að venjast nýju
hlutverki. Mér finnst hálfskrítið
þetta ömmuhlutverk. Mér finnst
ég svo ung og ég er enn að leika
mér og það sennilega breytist
ekkert. Nú er ég farin að leika mér
aftur á gólfinu með barnabarninu
og það er alveg dásamlegt.“
Jórunn segir að Vestur bærinn
sé yndislegur bæjarhluti. Ekki
ósvipaður Laugarnesinu að því
leyti að þetta líkist þorpi í borg.
“Maður kannast við mörg andlit.
Fólk stoppar á förnum vegi og
spjallar saman eins og algengt er í
fámennari byggðum.”
Var formaður Þróttar
Jórunn var formaður íþrótta
félagsins Þróttar um tíma. “Ég
tók að mér stjórnina þegar
krakkarnir voru á kafi í íþróttunum.
Ég minnist 60 ára afmælis
Þróttar sérstaklega en þá var ég
formaður. Þá var reistur steinn
við Grímstaðavörina við gömlu
grásleppuskúrana við Ægisíðu.
Knattspyrnufélagið Þróttur var
stofnað 5. ágúst 1949 í herbragga
við Ægissíðu af þeim Halldóri
Sigurðssyni kaupmanni, sem var
fyrirmyndin að Tomma í bókum
Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna
og Eyjólfi Jónssyni lögreglumanni
og sundkappa. Félagið starfaði í
Vesturbæ Reykjavíkur til ársins
1969 þegar því var úthlutað svæði
við Sæviðarsund í Laugarnesi.
Þar starfaði félagið til 1998 þegar
það fékk formlega aðstöðu í
Laugardalnum þar sem það hefur
aðsetur í dag. Ég var búsett á
Teigunum á þeim tíma og því lá við
að börnin færu í fótbolta hjá Þrótti.
Svo fórum við “mömmurnar” í
Þrótti að spila fótbolta. Það var nú
bara til gamans gert og engin að
ætla sér vinninga í íþróttagreininni.
Við „mömmurnar“ kölluðum
okkur Andspyrnuna og fórum
norður til Akureyrar og kepptum í
bumbuboltanum þar. Við mættum
að sjálfsögðu í felulitunum í
stíl við nafn félagsins og vorum
eingöngu þarna til þess að hafa
gaman af þessu. Þar kepptum við
einn leik á móti KR sem var hin
mesta skemmtun ekki síst vegna
þess að okkur tókst að vinna
seinnihálfleikinn og vorum svo
rosalega glaðar yfir því. Leikurinn
fór 71 en við unnum samt
seinnihálfleikinn með einu marki.
Við skemmtum okkur konunglega
yfir þessu.
Hjúkrunarfræðingar sækja
of mikið í önnur störf
Jórunn er hjúkrunarfræðing
ur að mennt og starfar við
öldrunarþjónustu. Hún stýrir
hjúkrunarheimilinu Droplaugar
stöðum einni af þeim stofnunum
þar sem ákveðinn vandi er fyrir
höndum. Hjúkrunarheimilin ná
ekki að taka við því fólki sem er
þurfandi fyrir þessa þjónustu. Það
skapar aftur vanda inn á spítölum
þegar ekki er hægt að útskrifa
fólk sem ætti mun fremur heima
á hjúkrunarheimilum. “Hjúkrunar
fræðingar sækja of mikið í önnur
störf. Eflaust er eitt og annað
sem veldur því. Oft getur verið
mikið álag á þeim og launakjörin
ekki eins og þeir myndu óska.
Umræðan á að mínu mati líka sinn
þátt í þessum. Við verðum að ná
að auka faglegan metnað fólks
sem leggur nám í hjúkrun fyrir sig.
Við þurfum að höfða til unga fólk
sins okkar og námið þarf að skila
einstaklingum sem hafa áhuga á
að vinna við fagið sitt. Hjúkrunar
fræði er fjögurra ára háskólanám
og hjúkrunarfræðingar mjög
hæfir starfskraftar svo eðlilega er
eftirsótt að fá þá til starfa. Það er
mikil þörf fyrir hjúkrunarfræðinga í
heilbrigðisgeiranum og heilbrigðis
geirinn þarf að höfða til þeirra. Við
verðum að vera samkeppnishæf í
launum, við þurfum að styðja betur
við hjúkrunarfræðinga og hvetja til
símenntunar og starfsþróunar.”
Var spurður hvort hann
væri að skeina
Jórunn tekur dæmi af syni
sínum sem var að vinna með námi
í heimaþjónustu á Sléttuveginum
við að aðstoða líkamlega fatlað
fólk. “Við vorum stödd í matar
boði þegar frændi hans spurði
hann hvar hann væri að vinna
með skólanum og hann útskýrir
það fyrir honum. Þá segir frændi
hans hátt og snjallt “Hvað ertu
þá að skeina fólkið” eins og það
væri eitthvað aðalatriði. Mér finnst
þetta lýsa vel hvað okkur hefur
ekki tekist að uppræta fáfræði
og koma því út til almennings
hvað það er frábært að vinna við
hjúkrun og í umönnunarstörfum.
Síðastliðinn vetur komu nemar frá
Listaháskólanum og unnu verk efni
á Droplaugarstöðum. Þetta var
um 50 manna hópur, allir annars
árs nemar skólans. Verkefnin sem
þau unnu voru mismunandi en
einn hópurinn varð svo hrifinn af
því hvað starfsfólkið var ánægt
í vinnunni og hvað starfsandinn
var góður. Þau sögðu hreinlega
að það hefði komið þeim á óvart,
en þau urðu svo hrifin af þessu að
þau tileinkuðu verkefnið sitt því að
kynna störf í umönnun fyrir ungu
fólki hvað það er gefandi að vinna
á hjúkrunarheimili og gerðu app
og kynningarefni í samræmi við
það. Það var mjög gaman að sjá
hvað krakkarnir nutu þess að vinna
verkefnin sín á Droplaugarstöðum
og hvað þau höfðu gaman af að
umgangast íbúana. Við þurfum að
gera meira af því að tengja saman
unga og aldna og ég held að allir
hafi gott af því að kynnast því að
vinna við umönnun af einhverju
tagi og verði betri einstaklingar
fyrir vikið. Við sem erum heilbrigð
höldum oft að það sé sjálfsagður
hlutur, en það er það ekki og öll
getum við þurft á hjálp að halda.
Jafnvel við að skeina okkur.”
Hlakka til að fara til vinnu
á morgnana
Jórunn segir að taka verði
þetta fag upp eins og hún kemst
að orði. “Ég var spurð að því
um daginn hvernig mér líki í
vinnunni, og mér fannst eins og
sá sem spurði ætti ekki von á því
að ég væri ánægð. Ég svaraði því
til eins og satt er að ég hlakka
til að fara í vinnuna á hverjum
morgni. Droplaugarstaðir eru
frábær vinnustaður og metnaður
starfsfólks mikill. Við erum líka
að vinna að mörgum spennandi
verkefnum Við erum búin að taka
upp nýtt gæðakerfi. Við erum
sjálf búin að vera að „smíða“ það
í eitt og hálft ár og erum að fara
með heimilið í ISO vottun. Það er
gefandi að vinna í þessum geira
og við þurfum að fara að tala þetta
upp. Það gengur ekki að þeim sem
sinna hjúkrun og aðhlynningu sé
vorkennt vegna þess að þeir séu
að vinna annars flokks störf. Þetta
er svo fjarri lagi. Þessi störf eru
bæði krefjandi og einnig gefandi.
Fólk fær aðra sýn á lífið. Það eru
ekki allir heilbrigðir og þurfa á
margvíslegri aðstoð að halda. Mér
finnst það frábær ákvörðun hjá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
að til eink a árið 2020 hjúkr un ar
fræðing um og fæðingarhjálp.
5VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2020
Gamli Ólafsdalur. Húsið sem Jórunn og Hörður festu kaup á við
Einimelinn. “Það var strax eitthvað við þetta hús,” segir Jórunn.
Fæst : Apótekum, Melabúðin , Græn he i l sa og Hei l suhús inu, nánar i upplýs ingar og ne tsa la www.ce lsus . i s
Græn he i l sa og Ce l sus , Æg i s íðu 121 / 107 Reyk jav ík s ím i 551 5995
VILTU AUKAKÍLÓIN BURT
OG BETRI MELTINGARLÍÐAN?
ORKA OG ÚTHALD
ALLAN DAGINN
SPIRUÐ KINÓAFRÆ
LÍFRÆNT RÆKTUÐ
Klínísk
ar
rannsó
knir
Metabolise stuðlar að því að fitan er
brotin niður í lifrinni og notuð sem
vöðvaorka en ekki í fituforða.
Styður blóðsykursjafnvægi og
heilbrigða meltingarflóru, betri líðan
strax og dregur úr löngun í ruslfæði.
Inntaka einu sinni á dag.
VIRKAR STRAX - frá fyrsta degi.
Meiri einbeiting. Aukið áreitisþol.
Gott gegn streitukvíða.
Truflar ekki svefn.
100 lífræn næringaefni.
Hámarksupptaka og virkni.
Dagskammtur veitir yfir 100% af
ráðlögðu RDI.
B vítamín fyrir orkuframleiðslu gegn
þreytu og örmögnun, efnaskifti,
tauga kerfi, andlega líðan,
hormóna kerfið, húð hár og neglur.