Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 5 SK ES SU H O R N 2 02 0 Samstarf við veitingarhús bæjarins um heimsendingu matar Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar í samvinnu við veitingahús bæjarins hafa komið á samstarfi vegna heimsendingu á heitum mat og öðrum veitingum. Veitingahús bæjarfélagsins bjóða upp á heimsendingu á mat fyrir alla íbúa sem þess óska. Akraneskaupstaður hefur milligöngu til þeirra sem ekki geta séð sjálfir um matseld í skemmri eða lengri tíma, t.d. vegna aldurs og fötlunar samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu. Þeir sem telja sig eiga rétt á heimsendum mat í gegnum bæjarfélagið sæki um í síma 433-1000. Eftirfarandi veitingarhús bjóða upp á fría heimsendingu: Galito býður upp á fría heimsendingu á réttum á matseðli ásamt rétti dagsins alla virka daga. Einnig er • hægt að panta samkvæmt matseðli um helgar. Pöntunarsími er 430-6767. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu Galito. Gamla Kaupfélagið býður upp á fría heimsendingu á rétti dagsins alla daga nema sunnudaga. Frá • mánudegi til fimmtudags er hægt að panta hádegismat. Frá fimmtudegi til laugardags er einnig hægt að panta á kvöldin. Pöntunarsíminn er 431-4343. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu Gamla Kaupfélagsins. Kallabakarí býður upp á fría heimsendingu á nýbökuðu brauði, kökum og salati. Opið alla daga vikunnar. • Pöntunarsími er 431-1644. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu Kallabakarí. Matarbúr Kaju / Café Kaja býður upp á fría heimsendingu á rétti dagsins samkvæmt matseðli frá • mánudegi til laugardags. Boðið er upp á tvennskonar súpu og brauð og einnig er hægt að útbúa sér- stakan mat fyrir þá sem eru sykursjúkir. Pöntunarsími er 840-1665. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu Matarbúrs Kaju. Mönsvagninn býður upp á heimsendan mat samkvæmt matseðli. Opið á þriðjudögum, fimmtudögum • og föstudögum. Pöntunarsíminn er: 867-3163. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu Mönsvagnsins. SK ES SU H O R N 2 02 0 Viðbrögð hjá Akraneskaupstað í tengslum við strangari reglum um samkomuhald Eftirfarandi ráðstafanir hafa verið gerðar í tengslum við strangari reglum um samkomuhald: Íþróttamannvirkjum (sundlaug, Akraneshöll o.s.frv.) • hefur verið lokað. Þjónustuveri Akraneskaupstaðar hefur verið lokað.• Akranesvita hefur verið lokað.• Lokunin gildir frá og með 24. mars og þar til samkomubann verður rýmkað eða aflétt. Akraneskaupstaður heldur úti upplýsingasíðu um viðbrögð stofnanna bæjarins hvað varðar COVID-19 og samkomubann. Upplýsingar er að finna hér www.akranes.is/covid-19 Sú spurning hefur vaknað hjá íbú- um í dreifbýli landsins hvort ein- hverjar reglur séu í gildi hér um hvort heimilt sé að dvelja í sumar- húsum meðan fólki er gert að vera í sóttkví vegna Covid-19 veirunn- ar. Í almennum reglum um sóttkví, og lesa má um á covid.is, segir m.a.: „Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein sam- skipti við sem fæsta einstaklinga.“ Þá ber fólki að láta heilsugæslustöð vita um dvalarstað sinn. Í reglum um sóttkví er hins vegar ekki tek- ið fyrir að fólk megi dvelja í sum- arhúsum meðan sóttkví varir, fylgi það að öðru leyti þeim reglum sem gilda. Þar á meðal er bannað að fara í verslanir. Á undanförnum dögum hefur fjölgað gríðarlega í sumarhúsum t.d. í Borgarfirði og á Suðurlandi. Í þeim hópi er fólk sem ýmist er í sjálfskipaðri sóttkví eða gert að sæta henni. Í Noregi hafa þarlend stjórnvöld gengið skrefinu lengra en Íslendingar og sett strangar reglur. Er nú öllum þeim sem eru með bústað utan þess fylkis sem þeir eru með lögheimili sitt í, gert að fara heim til sín og taka út sína sóttkví þar. Svo rammt hefur kveðið að þessu að t.d. í Hallingdal í Nor- egi að óskað hefur verið aðstoðar heimavarnarliðsins til að vísa fólki úr bústöðum sem ekki vildi fara úr þeim sjálfviljugt. Þetta er meðal annars gert til að heilbrigðisstofn- anir á hverjum stað séu mannaðar í samræmi við þann íbúafjölda sem þar hefur fasta búsetu, en ekki jafn- vel mörg þúsund manna dulda bú- setu og læknisþjónustu í hlutfalli við það. mm Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um sam- vinnuverkefni um vegaframkvæmd- ir. Ef lögin verða samþykkt verður Vegagerðinni gert heimilt, að und- angengnu útboði, að eiga samvinnu við einkaaðila um fjármögnun, hönn- un, undirbúning og framkvæmdir við sex afmörkuð verkefni ásamt viðhaldi og rekstri í tiltekinn tíma. Þá verð- ur heimilt að fjármagna samvinnu- verkefni að hluta eða öllu leyti með gjaldtöku af umferð. Gjaldtaka skal þó ekki hefjast fyrr en framkvæmd- um lýkur og stendur að hámarki í 30 ár. Í öllum framkvæmdunum munu vegfarendur hafa val um aðra leið og greiða ekki gjald á þeirri leið. Þær stuðla ennfremur allar að auknu um- ferðaröryggi. Í lok samningstíma telj- ast mannvirki eign ríkisins án sérstaks endurgjalds. „Markmið laganna er að auka veru- lega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða. Áætlað er að samvinnuverk- efnin geti skapað allt að 4.000 árs- verk,“ segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. Þau verkefni sem lagt er til að verði unnin sem samvinnuverkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Horna- fjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Af þessum verkefnum er brú yfir Hornafjarðarfljót fullhann- að og hægt að hefja framkvæmdir á árinu og brú yfir Ölfusá er á lokastigi í hönnun. „Öll verkefnin fela í sér styttingu vega ásamt því að stuðla að bættu um- ferðaröryggi. Vegastytting minnkar ferðatíma fólks og dregur úr flutn- ingskostnaði fyrir fyrirtæki. Síðast en ekki síst felst í þessu umtalsverður umhverfisávinningur með minni los- un gróðurhúsalofttegunda og ann- arrar umferðartengdrar mengunar,“ segir ráðherra. Hugmyndin er sú að samvinnuverkefnin bætist við allar vegaframkvæmdir sem fjármagnaðar eru með hefðbundnum hætti á fjár- lögum en í nýjustu samgönguáætlun voru framlög aukin um fjóra millj- arða á ári næstu fimm árin miðað við fyrri áætlanir,“ segir ráðherra. Margvíslegur ávinningur Þá segir í tilkynningu ráherra að ýmsar ástæður séu fyrir því að leit- að hefur verið til einkafyrirtækja um að koma í auknum mæli að uppbygg- ingu samgöngukerfa. „Í fyrsta lagi geti samvinnuverkefni verið leið til þess að viðhalda fjárfestingu í erfiðu árferði. Í öðru lagi væru þau leið til að virkja kosti einkaframtaks í sam- göngum, nánar tiltekið nýsköpun og sveigjanleika í uppbyggingu og við- haldi vegakerfisins. Í þriðja lagi geti þau stuðlað að því að skattgreiðendur fái meira fyrir peningana sína, þjón- ustan verði betri og að áhættuskipt- ing milli hins opinbera og einkaaðila verði hagfelld. Að lokum hafi reynsla erlendis frá sýnt að einkaaðilar ná að jafnaði að ljúka við framkvæmdir á styttri tíma en opinberir aðilar, ekki síst þar sem opinberri fjármögnun er oft dreift á mun lengri tíma en þörf er á framkvæmdarinnar vegna.“ Langur undirbúningur Frumvarpið hefur verið í undirbún- ingi um langt skeið. Í skýrslu starfs- hóps um fjármögnun samgangna frá apríl 2019 sagði að samvinnuverk- efni (PPP) væru fýsileg í þeim tilvik- um þar sem þau væri raunhæfur kost- ur, þ.e. í stórum og vel skilgreind- um nýframkvæmdum. Áform um frumvarpið voru kynnt í júlí 2019 og drög að frumvarpi kynnt í samráðs- gátt í nóvember sama ár. Áformin eru einnig í tillögu að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Hugtakið samvinnuverkefni Hugtakinu samvinnuverkefni er svo lýst í frumvarpinu: „Verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun í heild eða að hluta eða tekur með öðrum hætti áhættu af gerð og rekstri opinbers mannvirkis, eftir atvikum með heimild til gjaldtöku fyrir notkun mannvirkis- ins á rekstrartíma. Samvinnuverkefni felur að jafnaði í sér samvinnu um eftir- talið; fjármögnun, áætlanagerð, hönn- un, uppbyggingu mannvirkja, viðhald, rekstur og annað sem nauðsynlegt er til að ljúka megi framkvæmd og reka mannvirki í tiltekinn tíma. mm Frumvarp um samvinnuverkefni í vegagerð Verkefnin sex sem fyrirhugað er að fjármagna í samvinnu við einkaaðila. Dvöl í sumarhúsum hefur aukist

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.