Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 23 Vísnahorn Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi á Ásum er maður prýðilega hag- mæltur og vel skír í koll- inum enn þó skrokkurinn hafi aðeins látið á sjá í seinni tíð. Góðvini sín- um sendi hann eitt sinn þessa kvöldkveðju: Góða nótt ég garpi býð, gleði og vín þig dreymi. Með ástarkveðju alla tíð; - Óskar í Meðalheimi. Óskar söng alllengi með Karlakór Bólstað- arhlíðarhrepps og án vafa hefur ýmislegt orð- ið þar til á æfingum. Svo sem alþjóð veit þurfa kórar stöðuga þjálfun því ekki dugir kyrr- staðan og eitt sinn fengu þeir félagar konu að nafni Sigríði til leiðbeiningar um kviðarönd- un og raddbeitingu: Sigríður á söngsins braut sitthvað trúi ég kenni. Margur sína menntun hlaut á maganum á henni. Rifjar þetta upp aðra vísu eftir Jakob Jóns- son síðan Ingveldur Hjaltested var með karla- kórinn Söngbræður í svipaðri þjálfun og lagði hönd á neðanverðan kvið þeirra til að finna öndunina: Ingveldur hér átti að kenna söng enda búin slíkum töframætti að það sem löngum lafði í hálfa stöng lyftist nú með undraverðum hætti. Lárus Þórðarson söng lengi í kirkjukór Lágafellssóknar og eins og lög gera ráð fyrir þurfti hann að hlýða á guðsþjónustur eins og fara gerði og þar með lokabænina. Eitthvað var sú góða bæn farin að verða honum óþarf- lega kunnugleg að hann taldi, þannig að hann tók sig til og samdi aðra: Héðan aftur heim ég fer frá hugarvillu snúinn. Drottinn Guð ég þakka þér að þessi messa er búin. Einn kórfélagi Lárusar átti til að mæta með örlitla kaupstaðarlykt á æfingar. Hann fór í síðan í áfengismeðferð og á fyrstu æf- ingu kórsins eftir það var kórfélaginn spurð- ur hvernig honum liði. „Jú, bara vel,“ svaraði hann; „ég harma ekki fyrri daga og nú þarf ég ekki að fá mér afréttara til að slá á þynnkuna.“ Þá varð Lárusi að orði: Ekki harmar örlög sín okkar góði drengur, engin flaska, ekkert vín og engin þynnka lengur. Áður en umræddur kórfélagi fór á snúruna brá hann sér til altaris en þótti blóð Krists heldur naumt skammtað í staupin. Þegar kór- félaginn sneri til baka hvíslaði Lárus að fé- lögum sínum í bassanum: Til altaris sér venda vann veill á dagsins þrasi, einhvern tíma hefur hann haldið á fyllra glasi. Spritt hefur oft reynst vel til sóttvarna bæði útvortis og stundum einnig innvortis. Á bannárunum og svosem eftir það var vin- sælt að leita til greiðugra lækna og fá hjá þeim sótthreinsunarefni. Ef ég man rétt var það Jó- hann Ólafsson í Miðhúsum sem orti eftir vel heppnaða læknisheimsókn: Léttast brár við læknaspritt, lifnar klár og gaman. Gleðitárum glasið mitt grætur árum saman. Eyjólfur í Sólheimum fór líka til læknis í Búðardal sem Þórhallur hét og lét draga úr sér tönn en taldi vissara að nálgast einhver sóttvarnarefni í leiðinni: Fjörs í bálið fór allur. Fægði stál úr kjafti. Þína skál ég Þórhallur þamba af sálarkrafti. Á bannárunum kom maður til Jónasar Rafnar sem þá var læknir á Akureyri og bar sig aumlega. Taldi fátt geta bjargað sér annað en læknaspíra. Jónas glotti við og tók lyfseðil og skrifaði á hann: Kominn er hann ennþá hann Krossastaða Jón og hvetur mig að gera sína einustu bón. Að láta hann fara þurrbrjósta þykir mér skömm þið skuluð láta hann hafa ein 200 grömm. Jónas gætti þess svo vel að hafa gott pláss til að hægt væri að bæta þriðja núllinu við sem Jón sveikst ekki um og gerði sér síðan gott af. Jón Þorsteinsson á Arnarvatni hinsvegar hugsaði til annarskonar glaðningar og ætli við megum ekki öll hlakka til með honum: Vorið dregur eitthvað út undan freðnum bakka. Hefur geymt þar grænan kút. - Gef mér nú að smakka. Ýmsir norðanlands hafa áhyggjur af kali í túnum og fleiri hremmingum sem geta fylgt langvarandi svellalögum. Ekki verða lang- varandi svell til að auka grasvöxt svo mikið er víst. Valdimar Kamillus Benónýsson sem var afburða sláttumaður stóð við slátt í grasleysi og kvað: Er sem slái ég út í bláinn ofan í gráan móasvörð. Aðeins fáein æpa á ljáinn ýlustrá um nakta jörð. Séra Matthíasi Jochumssyni var á seinni árum sínum sendur svohljóðandi vísuhelm- ingur til að botna: „Mesta hrak hún elli er, engan maka’á kerling sér“ Hann bætti við fljótlega: „versta tak mig hrellir hér, hún á bakið skellir mér.“ Hofdala Jónas mun sömuleiðis hafa verið farinn að finna fyrir ellimörkum þegar þessi fæddist: Ekkert get ég ort í dag né upp á slegið gaman. Það er á mér eitthvert lag með „ói” fyrir framan. Og eitthvað líkt hefur ástandið verið hjá Guðríði Helgadóttur í Austurhlíð: Svellar að skörum, sölnar stör svifar í förin hrímið. Styttast svörin, stirðna kjör staðnar á vörum rímið. Það verða semsagt ýmsar breytingar á mannsævinni og væntanlega hafa einhverj- ir vinir mínir í kennarastétt lent í svipuðum nemendum og þeim sem Böðvar Guðlaugs- son kvað um: Kjafti aldrei heldur hann, hvernig sem ég bið’ann. Ekki veit ég hvern andskotann á að gera við’ann. Eigum við svo ekki að enda þáttinn á þess- ari vísu Hjartar Gíslasonar. Hún á ekki illa við núna: Öls við dýra Amors krá ýmsra skýrast lestir. Æfintýra- og ástarþrá eru víruspestir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 4351189 og 849 2715 dd@simnet.is Að láta hann fara þurrbrjósta þykir mér skömm Í liðinni viku var tilkynnt hvaða skólar í Evrópu hljóta viðurkenn- inguna „eTwinning skóli“ til næstu tveggja ára. Níu skólar hér á landi munu bera titilinn og er Brekku- bæjarskóli á Akranesi þeirra á með- al. Hinir skólarnir átta eru Grunn- skóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Heilsuleikskólinn Skógarás, Leik- skólinn Furugrund, Leikskólinn Holt, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli. eTwinning skól- ar eru nú ellefu talsins hér á landi en í fyrra hlutu Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands sömu viður- kenningu sem er veitt til tveggja ára í senn. Titillinn „eTwinning skóli“ er viðurkenning á öflugu og góðu evrópsku samstarfi í gegnum þátt- töku í eTwinning verkefnum. Við- urkenningin er þó ekki síður liður í skólaþróun því eTwinning skólar eflast enn frekar í notkun upplýs- ingatækni og alþjóðasamstarfi og hafa tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda og auka alþjóðatengsl skólans enda verða þeir sýnilegri í skólasamfélagi eTw- inning, sem fer ört vaxandi en tel- ur nú yfir 200 þúsund skóla og tæp- lega 800 þúsund kennara. eTwinning skólar fá jafnframt tækifæri til að mynd tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu og verða hluti af evrópsku neti eTwinning skóla. Þar að auki hafa eTwinning skólar aðgang að námskeiðum og vinnustofum sem eykur á mögu- leika og tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar fyrir kennara og skólastjórnendur. Nánari upplýsingar um eTwinn- ing má nálgast á heimasíðu lands- krifstofu eTwinning á Íslandi, etw- inning.is, og á Evrópuvef Twinn- ing, etwinning.net. mm Á Facebook Hvanneyrarbúsins voru nýverið rifjaðar upp aðstæður sem sköpuðuðst á Hvanneyri þeg- ar spænska veikin herjaði á lands- menn fyrir ríflega öld. Minnt er á að nú eru uppi fordæmalausir tímar fyrir allflesta núlifandi Íslendinga. Þá segir: „Það er samt ekki svo að skæðir faraldrar hafi ekki gengið áður yfir og núna er oft vitnað til spænsku veikinnar sem geisaði vet- urinn 1918-1919. Þá var gripið til ýmissa takmarkana svo sem sam- göngubanns og verðir stóðu við Holtavörðuheiði til að varna því að pestin bærist norður í land.“ Í því ástandi sem geisaði þá átti Halldór Vilhjálmsson skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri ráð undir rifi hverju. Hann forgangs- raðaði mikilvægi starfsmanna og greip til þess ráðs sem lýst er svo prýðilega í blaðaúrklippu frá þess- um tíma, og gafst vel. „Það má eig- inlega líka skilja þetta sem svo að kirkjan hafi einnig nýst sem hlaða, eða allavega verið álitin samskon- ar húsakostur. Þar með má vísa til hefðarréttar sem núverandi bústjóri getur nýtt sér,“ segir á Facebook síðu Hvanneyrarbúsins. Hvort sem fjósamenn vorra kórónaveirutíma munu dvelja í kirkjunni eða annars- staðar, liggur ekki fyrir, en víst er að fjóshlöður eru bágur húsakostur og jafnvel ekki til eftir að heyverk- un breyttist. mm Gegningamenn voru einangraðir í kirkju staðarins Brekkubæjarskóli ber nú titilinn „eTwinning skóli“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.