Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 19 Forsætisráðuneytið hefur birt aug- lýsingu um framboð og kjör for- seta Íslands. Kjör forseta skal fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Framboðum til forsetakjörs skal skila til dómsmálaráðuneytisins, ásamt samþykki forsetaefnis, nægi- legri tölu meðmælenda og vottorð- um yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningabærir, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, er skiptist þannig eftir lands- fjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi (þ.e. Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaey- jabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjah- reppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðis- bær, Sveitarfélagið Ölfus, Grind- avíkurbær, Suðurnesjabær, Reyk- janesbær, Sveitarfélagið Vogar, Haf- narfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrep- pur og Borgarbyggð sunnan Hví- tár) séu minnst 1224 meðmælen- dur, en mest 2448. Úr Vestfirðingafjórðungi (þ.e. Borgarbyggð vestan Hvítár, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfells- bær, Grundarfjarðarbær, Helga- fellssveit, Stykkishólmsbær, Dal- abyggð, Reykhólahreppur, Vestur- byggð, Tálknafjarðarhreppur, Bo- lungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðar- bær, Súðavíkurhreppur, Árne- shreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Húnaþing vestra vestan Hrútafjarðar) séu minnst 59 meðmælendur, en mest 117. Úr Norðlendingafjórðun- gi (þ.e. Húnaþing vestra norðan Hrútafjarðar, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Sk- agaströnd, Skagabyggð, Sveitar- félagið Skagafjörður, Akrahrep- pur, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjaf- jarðarsveit, Svalbarðsstrandarhrep- pur, Grýtubakkahreppur, Þing- eyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing vestan Reykjaheiðar og Tjörneshreppur) séu minnst 160 meðmælendur, en mest 320. Úr Austfirðingafjórðungi (þ.e. Norðurþing austan Reykjaheiðar, Svalbarðshreppur, Langanesbyg- gð, Vopnafjarðarhreppur, Fljóts- dalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisf- jarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Djúpavogshreppur og Sveitarfé- lagið Hornafjörður) séu minnst 57 meðmælendur, en mest 115. mm Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur í samstarfi við Reykjavík Foto efnt til 48 stunda gamanmyndakeppni á netinu. Keppnin gengur út á það að eintaklingar eða lið geta skráð sig til leiks og frá og með 27. mars fá liðin 48 klukkustundur til að full- klára gamanmynd út frá því þema sem verður gefið upp. Sýningar- hæfum myndum þarf svo að skila inn til Gamnmyndahátíðarinnar 48 klukkustundum síðar, sunnudag- inn 29. mars. Í kjölfarið verður net- kosning um fyndnustu 48 stunda gamanmyndina og fær sigurmyndin veglega Canon EOS M50 mynda- vél frá Reykjavík Foto að launum. „Gamanmyndahátíð Flateyrar er fyndnasta kvikmyndahátíð Íslands og verður hún haldin í fimmta skiptið nú í haust. Á seinustu hátíð var í fyrsta skiptið keppt í 48 stunda gamanmyndagerð á íslandi og var það stuttmyndin Ballarhaf var valin fyndnasta stuttmyndin af áhorfend- um þar sem þemað var Fiskur. Það hefur sjaldan eða aldrei ver- ið jafn mikil þörf á gleði og húm- or eins og nú og því er tilvalið að halda nýja 48 stunda gamanmynda- keppni. Keppnin verður opin öllum og hægt að taka þátt hvar sem er. Einstaklingar, fjölskyldur eða vina- hópar geta skemmt sér við þetta saman, tekið upp litla gamnmynd í sínu nærumhverfi. Það þarf ekki mikinn tækjabúnað til að setja sam- an stutta gamanmynd, bara góða hugmynd og einfalda myndavél eða síma. Á sama tíma og við vonumst til að fá margar skemmtilegar mynd- ir frá áhugafólki skorum við einn- ig á kvikmyndagerðarfólk að taka þátt og leggja sitt af mörkum við að gleðja landsmenn með nýjum fyndnum stuttmyndum,“ segir í til- kynningu og bætt við: „Með gleði og húmor komumst við í gegnum þessa skrítnu tíma.“ Skráning í keppnina fer fram á vefsíðu Gamanmyndahátíðarinnar: https://www.icelandcomedyfilm- festival.com/48-stunda-gaman- myndakeppni mm Hún Ingibjörg Sigurðardóttir í Grundarfirði situr sjaldan auðum höndum. Hún rekur þvottahús í Grundarfirði, býr þar í bæ ásamt fjölskyldu sinni en draumurinn er að geta með tíð og tíma sest að á jörð þeirra Innri-Látravík, skammt vestar í Eyrarsveitinn. Ingibjörg, eða Bibba eins og hún er jafnan kölluð, hefur auk þess gaman af að prjóna. „Ég erfði þennan prjóna- áhuga frá móður minni heitinni, Sjöfn Halldórsdóttur. Hún prjón- aði alla tíð mikið og fór á sumrin í hestaferðir þar sem hún náði að selja heilmikið af prjónaskapnum. Áhugamál okkar fara því saman. Ég er sjálf með hross og nýt þess að fara á bak þegar veður leyfir. Oft á hestbaki fæ ég svo hugmyndir að einhverju sem ég get fitjað uppá og þegar heim er komið reyni ég svo að koma því í verk,“ segir hún. Draumur hennar er að fjölskyldan geti með tíð og tíma sest að í Innri- Látravík, og búið þar með hross, kindur og hænur. „Við keyptum jörðina en erum enn sem komið er einungis komin með íveruhús fyrir okkur sjálf, en eigum eftir að byggja útihús. Það kemur síðar,“ segir hún. Bibba segist sitja við prjónana alltaf þegar færi gefst og er óhrædd við að feta nýjar slóðir í mynstr- um og slíku. Eftir að Daði og Gagnamagnið sló í gegn í undan- keppni Eurovisjón í vetur hann- aði Bibba snarlega nýjar húfur sem hún kynnti á Facebook síðu sinni. Hún gerði frumeintök af húfunum og var tilbúin að selja uppskriftina. Húfurnar náðu þó aldrei flugi enda varð fljótlega ljóst að ekkert yrði af söngvakeppninni í Rotterdam. „Þá datt mér í hug að gera uppskriftir að peysum þekktra fótboltaliða. „Ég er mjög litaglöð og því hentaði mér prýðilega að prjóna fótboltapeysur. Einhver Poolari hafði sagt mér að áhangendur Liverpool væru jafn- an örlátari, hvaðan svo sem hann hafði þá vitneskju. Ákvað ég því að prjóna eina Liverpool peysu. Eftir það prjónaði ég aðra á Manchester United aðdáanda. Þær seldust báð- ar og því held ég þessu bara áfram.“ Sjálf segist Bibba hafa takmarkaðan áhuga á fótbolta en það aftri henni þó ekki frá að hanna peysur sem henta eitilhörðum stuðningsmönn- um þessara liða. „Núna þegar þessi blessaða veira hefur áhrif á allt í samfélaginu er ég þakklát fyrir að hafa áhugamál sem dreifa huganum. Við Íslend- ingar þurfum að gera allt sem við getum til að halda sönsum þegar svona holskefla af neikvæðum frétt- um gengur yfir. Mér finnst allavega frábært að geta umgengist skepn- urnar okkar og fá þannig minn skammt af útiveru og hreinu lofti. Svo þegar inn er komið er frábært að hafa eitthvað á prjónunum, helst alltaf. Maður er allavega ekki með fingurnar ofan í snakkpokanum á meðan,“ segir Bibba og hlær. Hægt er að fylgjast með hand- verki Bibbu á Facebook síðu henn- ar. mm Forsetakosningar boðaðar í lok júní Getur þú gert gamanmynd á 48 klukkustundum? Í fríi í Búdapest setti Bibba sér mark- mið að prjóna eina húfu á dag. Þær voru með kindamynstri. Nýtur þess að hanna nýjar prjónauppskriftir Á hestbaki segist Bibba oft frá hugmyndir að nýju prjónauppskriftum. ManUtd peysan sem Bibba hannaði nýlega „You will never walk alone,“ peysa á Poolara. Húfa með Daða og Gagnamagninu. Lítið varð úr því verkefni þar sem Eurovisjón keppnin var blásin af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.