Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.03.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 20206 Laumar út lögum VESTURLAND: Huldu- tónlistarmaðurinn Amlóði Amlóða- son reynir hvað hann getur að lífga upp á til- v e r u n a á þessum síðustu og verstu tím- um. Hann sendi nýlega frá sér nýtt lag, Shala- lalalag og hef- ur sent frá sér fjögur lög á þessu ári. Enn er þó ýmis- legt, raunar flest, á huldu um Amlóða. Hann hefur aldrei komið fram opinberlega og aldrei fests á filmu. Skessu- horn komst aðeins á snoður um tilvist hans í gegnum vin hans, sem taldi rétt að lands- menn allir fengju að njóta tónlistar hans. „Lagið hans Shalalalalag hefur verið að spila mikla rullu í aðgerðum almennilegra varna og þoka fólki í átt að betra lífi,“ seg- ir vinur Amlóða í samtali við Skessuhorn. Alla sína tón- list gefur Amlóði út á vefn- um Soundcloud.com, undir nafninu Amlóði Amlóðason. Þar má heyra nýjasta lag- ið hans, Shalalalalag, ásamt öðrum lögum sem hann hef- ur sent frá sér á árinu. -kgk Hætta flokkun sorps DALABYGGÐ: Vegna Co- vid-19 hefur flokkun sorps í Dalabyggð verið hætt. Allt sorp fer nú til urðunar, að því er fram kemur á heima- síðu sveitarfélagsins. Er þessi ákvörðun tekin til hliðsjónar af verklagsreglum Umhverf- isstofnunar vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úr- gangs vegna heimsfaraldurs. -arg Færri mál hjá lögreglu VESTURLAND: Færri mál komu til kasta Lögregl- unnar á Vesturlandi í liðinni viku en oft áður. Ástand- ið í þjóðfélaginu hefur orð- ið til þess að ferðamenn eru sárafáir í landshlutanum sem annars staðar á landinu og íbúar minna á ferðinni en áður. Að sögn lögreglu er þó haldið uppi öllu eftirliti, svo sem umferðareftirliti og hraðamælingum. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af ökumönnum vegna of hraðs aksturs, ljósabúnað- ar, stöðvunar og lagningar ökutækja og fleiri mála sem teljast nokkuð hefðbundin. Enginn var stöðvaður ölv- aður undir stýri í vikunni, né undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Er það ánægju- legt að sögn lögreglu, enda ein af fáum vikum í seinni tíð sem svo er ekki. -kgk Bílvelta við Hafnarfjall HVALFJ.SV: Um hálf átta- leytið á miðvikudagsmorg- un var tilkynnt um bílveltu við Hafnarfjall. Ökumaður ók eftir Vesturlandsvegi á eftir öðrum ökumanni, sem hemlaði skyndilega. Við það hemlaði maðurinn, missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann missti bílinn að lokum út af þar sem hann valt. Öku- maðurinn meiddist á höfði og var fluttur með sjúkra- bíl á heilsugæsluna í Borg- arnesi. -kgk Endaði á toppnum HVALFJ.SV: Umferðar- slys varð á Vesturlandsvegi að kvöldi síðasta miðviku- dags, um kl. 22:30. Öku- maður missti þá stjórn á bif- reið sinni, fór út í vegkant, reyndi að rétta bílinn af en endaði út af hinum megin vegarins og bíllinn endaði á toppnum. Þrír voru í bíln- um, allir yngri en 18 ára. Kenndu þeir sér eymsla og voru fluttir með sjúkrabíl á starfsstöð HVE á Akranesi. Bíllinn er talsvert skemmd- ur. -kgk Brotist inn í bíl AKRANES: Á föstudag var tilkynnt um innbrot í bíl sem stóð við Kirkjubraut á Akranesi. Eigandi gerði lögreglu viðvart um klukk- an átta að morgni föstu- dagsins, en bíllinn hafði þá staðið við götuna frá því um kl. 17:00 daginn áður. Þeg- ar eigandinn kom að bíln- um sá hann að búið var að fjarlægja spjaldtölvu sem þar var, ásamt tösku utan af henni og einni taka blueto- oth-hátalara ófrjálsri hendi. Málið er til rannsóknar. -kgk Byggðarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum sl. föstudag að ganga að tilboði VÍS í trygging- ar fyrir sveitarfélagið. Ráðið hafði áður samþykkt tilboðið, en sveit- arstjórn vísað málinu aftur til umræðu í byggðarráði. Eins og áður hefur verið rakið í Skessuhorni úrskurðaði kærunefnd útboðsmála að Borgarbyggð mætti ekki gera þá körfu í útboðsskilmál- um að bjóðendur starfræktu starfs- stöð í sveitarfélaginu. Það var VÍS sem kærði útboðið til nefndarinn- ar. Greint var frá því í Skessuhorni í síðustu viku þegar sveitarstjórn vísaði málinu aftur til byggðarráðs. „Það er ótækt að sveitarfélag get ekki valið að versla við fyrirtæki í heimabyggð. Ef að sveitarfélagið velur ekki sem fyrsta kost að versla við fyrirtæki í heimabyggð hvernig getum við þá ætlast til þess að fyrir- tæki kjósi að setjast hér að,“ sagði í bókun minnihluta sveitarstjórnar 12. mars sl. Nú hefur byggðarráð fjallað um tilboðið öðru sinni og öðru sinni samþykkt að ganga að tilboði VÍS, sem hljóðar upp á rétt rúmar 17 milljónir sem er um 12% lægra en næsta boð. Næstlægsta boð átti Sjóvá, 19,3 milljónir og þriðja til- boðið kom frá TM og hljóðaði upp á 19,9 milljónir króna. Byggðar- ráð lýsti jafnframt yfir vonbrigðum með að „ekki skuli mega meta það við fyrirtæki að þau séu með starf- semi í sveitarfélaginu þegar tilboð eru metin,“ eins og segir í fundar- gerð frá því á föstudaginn. kgk/ Ljósm. úr safni. Skaginn 3X hefur ráðið til sín tvo nýja sölustjóra, þá Ágúst Ágústs- son og Ingvar Vilhjálmsson. Þeir munu báðir gegna störfum svæðis- sölustjóra á Evrópumarkaði. Báðir hafa þeir lengi starfað við sjávarút- veginn og hjá fyrirtækjum sem sér- hæfa sig í þróun og framleiðslu há- tæknimatvinnslubúnaðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrir- tækinu. Ágúst er búsettur í Svíþjóð og starfaði áður hjá Marel. Í gegn- um störf sín þar hefur hann mikla reynslu af alifuglaiðnaðinum í Evr- ópu. Ingvar er búsettur hér á landi og var áður framkvæmdastjóri Ægis Sjávarfangs, þar sem hann annaðist allan almennan rekstur félagsins og sölu afurða. Ingvar hefur einn- ig mikla þekkingu á fjármálageir- anum, en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta hjá Kaupþingi. „Eitt af því sem gefur Skagan- um 3X sérstöðu er hversu náið við vinnum með iðnaðinum og eru Ingvar og Ágúst frábær viðbót við teymið okkar,“ segir Ingólfur Guð- mundsson, forstöðumaður við- skiptaþróunar hjá Skaganum 3X. „Víðtæk þekking þeirra og reynsla í geiranum mun verða mikill ávinn- ingur fyrir Skagann 3X, ekki síst til að tryggja áframhaldandi gott sam- starf við núverandi sem nýja við- skiptavini.“ kgk Tilboð VÍS samþykkt öðru sinni Ingvar Vilhjálmsson og Ágúst Ágústsson. Tveir sölustjórar til Skagans 3X

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.