Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 2
2
BÆJARINS BESTA
BÆJARINS BESTA Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi: H-PRENT sf.,
Suðurtanga 2, 400 isafjörður, sími 94-4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson, Stórholt 7, sími 4277 og Halldór Sveinbjörnsson,
Aðalstræti 20, sími 4101. Blaðamaður: Jakob Falur Garðarsson, sími 4570.
Prentun: H-Prent sf. Pósthólf 201. Tekið á móti efni og auglýsingum í
ofangreindum símum.
s
Isafjarðarkirkia:
Stenst tillaga
þjóðminjavardar
reglugerðir?
Þegar ég las málamiðlunartillögu
þjóðminjavarðar flaug mér þetta í
hug. Eftir að hafa lesið tillöguna
betur er ég enn sannfærðari um
að hún geri það ekki og hún
jafnvel móðgun við ísafjarðar-
söfnuð. Að mínu áliti felur hún
það í sér að söfnuðurinn byggi
við nítjándualdar aðstæður í hús-
næðismálum langt fram á 21.
öldina.
Pessum fullyrðingum finn ég
stað í ástandi kirkjunnar og
teikningum með tillögunni sjálfri,
þó þjóðminjavörður hafi alla
fyrirvara á þeim.
Allt að einu eru þær lagðar
fram og hann getur ekki ætlast til
að þær verði ekki teknar al-
varlega, sbr. umfjöllun Vestur-
lands. Eg verð að segja það. að
mér finnst það lélegt af þjóð-
minjaverði að setja fram slíka
tillögu sem þessa og fæ ekki séð
hvaða tilgangi það þjónar. öðrum
en að slá ryki í augu fólks, á svo
veikum grunni sem hún er byggð.
Skoðum þá fyrst lengingu
byggingarinnar um 4,5 m til
austurs. Pað má skilja það á
greinargerð þjóðminjavarðar að
ekkert sé einfaldara. En er það
svo?
Lítum aðeins á hvað bruna-
málareglugerð segir um bil milli
húsa en það eru hús austur af
kirkjunni eins og allir vita þó
þjóðminjavörður kjósi að líta
framhjá því.
I gr.2.1.1. e-lið segir: „Lág-
marksfjarlægð á milli húsa er jöfn
:samanlagðri fjarlægð hvors um
:sig frá lóðarmörkum eða hálfri
samanlagðri hæð þeirra. Fjarlægð
skal miða við þá summu, sem
hærri er.“ Sama gildir um fjar-
lægðir á milli húsa á sömu lóð,
annara en bílskúra, sbr. gr 2.1.3.
Samkvæmt greinargerðinni þá
er ætlunin að ysta klæðning
kirkjunnar verði máluð listasúð,
þ.e.a.s. timbur. Brunamálareglu-
gerð segir að hús með timbur-
klæðningu á útveggjum skuli
standa a.m.k. 5 m frá lóða-
mörkum og bárujárnsslegið hús,
eins og sólgata 1-3, 4 m frá lóða-
mörkum eða samtals 9 m milli
húsanna.
Eftir þessa lengingu virðast
mér vera ca. 5 m eftir milli
húsanna og er það rúmur helm-
ingur af þeirri fjarlægð sem
reglugerð kveður á um.
Þá er eftir sá möguleiki að
byggja eldvarnarvegg á öðru-
hvoru húsanna, kirkjunni eða
Sólgötuhúsunum nr. 1 og 3.
Eldvarnarveggur er 16 cm þykk-
ur steinsteyptur járnbentur vegg-
ur á sjálfstæðri undirstöðu. Hann
skal halda stöðuleika sínum þótt
hús áfast við hann brenni til
grunna. Ef slíkur veggur er
byggður þá má næsta hús standa
lágmark 3 m frá honum.
Hvers vegna lét þjóðminja-
vörður ekki fylgja teikningum
Árni Traustason.
sínum afstöðumynd?
Þjóðminjavörður segir í lok
greinargerðar sinnar að seinna
mætti byggja safnaðarheimili á
lóðunum við Sólgötu. Rétt er að
fram komi að söfnuðurinn á
aðeins Sólgötu 1 þannig að þar er
aðeins um eina lóð að ræða. Hvar
á að koma safnaðarheimilinu
fyrir að teknu tilliti til bruna-
málareglugerðar?
Ef tekið annað dæmi þá finnst
mér það jaðra við móðgun við
söfnuðinn þegar hann segir að
með lengingu forkirkjunnar verði
loftstigarnir „viðunandi“ og rúm
undir stigum fyrir salerni og
fatahengi. Ég reikna með því að
fólki sé það ljóst að ekki er verið
að leggja til endurbyggingu til
nokkurra ára.
Framhald á bls. 22
°r
■Á'&' ■t$r |
^ -
r
HÁRGREIÐSLU-
OG LJÓSASTOFA
SÍMI4442
V __________________J
Snyrtifræðingur kemur
um helgina.
Allar nánari upplýsing-
ar gefnar á hár-
greiðslustofunni.
Auglýsendur athugið
Skilafrestur auglýsingahandrita í 59. tbl. BB
sem kemur út 9. desember er tillaugardagsins
5. desember.
Skilafrestur í 60. tbl. BB sem kemur út 17.
desember (jólablað) er til laugardagsins 12.
desember.
Skilafrestur í 61. tbl. sem kemur út 21. des-
ember er til fimmtudagsins 17. desember.
Skilafrestur í 62. tbl. sem kemur út 30. des-
ember er til hádegis mánudaginn 29.
desember.
ÚTGEFENDUR.