Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 1
• J •J BÆfARINS BESIA
\ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 - 4. ÁRGANGUR j 58.
^íiii VríihiiQÍrV li . íL
Með auð einbýlishús
á leigu síðan í ágúst
SAMKVÆMT heimildum BB
hefur Fjórðungssjúkrahúsið
haft á leigu tvö einbýlishús nú
að undanförnu, þar af annað
síðan í ágúst. Það væri ekki í
frásögu færandi ef húsin hefðu
ekki staðið auð síðan þá og
umtalsverðar fjárhæðir
greiddar í leigu.
Samkvæmt hcimildum BB
greiddi sjúkrahúsið árs leigu
fyrirfram í öðru tilvikinu og
var þar um að ræða 360.000
krónur. Húsið er í eigu eins
Stakkanes12
stjórnarmanns í stjórn Fjórð-
ungssjúkrahússins.
I hinu tilfellinu var greidd
hálfs árs leiga fyrirfram og fyr-
ir þá íbúð voru greiddar
150.000 krónur. Þarna er því
um að ræða húsaleigu upp á
rúma hálfa milljón fyrir hús
sem enginn hefur enn sem
komið er farið í. Við höfðum
samband við Guðmund Mar-
inósson framkvæmdastjóra
sjúkrahússins vegna þessa.
Ástæðuna fyrir þessu segir
Guðmundur vera þá að
sjúkrahúsið eigi ekkert hús-
næði hér í bænum. Sjúkrahús-
ið fái ekki inni í íbúðum
bæjarins og því þurfi að hafa
til taks húsnæði ef skyndilega
komi til fólk sem sækti um þá
vinnu hér við spítalann sem
alltaf er vcrið að auglýsa.
Benti Guðmundur á að þetta
er eina sjúkrahúsið á landinu
sem á ekki sínar eigin íbúðir.
Flest öll önnur sjúkrahús eiga
fleiri en eina íbúð fyrir sitt
starfslið.
Ellefu innbrot
upplýst í einu
VIÐ sögðum frá því í BB
í síðustu viku að brotist
hefði verið inn í hús Pósts
og síma og að málið væri í
rannsókn hjá lögreglu.
Rannsókn málsins er nú að
fullu lokið og það upplýst.
Þar voru á ferðinni
tveir ungir piltar. Þegar lög-
reglan fór að ræða málin
nanar við drengina játuðu
þeir á sig tíu innbrot sem
framin hafa verið að undan-
förnu. Og að auki eitt inn-
brot sem framið var í félagi
við einn dreng í viðbót.
Samanlagt upplýstust þarna
því ellefu innbrot. í ljósi
þessa vill lögreglan beina
þeim tilmælum til foreldra
að þeir hafi gát á börnum
sínum þegar líða tekur á
kvöld og fylgist með því sem
þau eru að gera.
Fagraholt 12
Orðrétt sagði Guðmundur:
,,Okkur gengur ekkert allt of
vel að fá húsnæði hér í
bænum. Við eigum von á því
að fá hingað á næstunni tvo
heilsugæslulækna frekar en
einn, og einn yfirlækni. Pað
segir sig sjálft að við þurfum
að hafa fyrir hencli tbúðir fyrir
þessa menn. Heilsugæslustöð-
in á íbúðir fyrir heilsugæslu-
lækna en sjúkrahúsið á
ekkert. Ekki einu sinni starfs-
mannabústaðinn sem yfir-
læknirinn er í núna. Heilsu-
gæslustöðin á hann og hcfur
gert kröfu til þess að fá þenn-
an bústað aftur, þannig að það
er alveg fyrirséð að við verð-
um annað hvort að byggja eða
gera citthvað í málunum. Við
erum með menn í afleysing-
um, og hvar eigum við að hýsa
þá? Það er þetta fagfólk sem
við erum að rcyna að fá hing-
að til okkar, við verðum að
hafa fyrir það starfsmanna-
bústaði Fólki finnst dýrt
húsnæði hér og það er mjög
erfitt að fá fólk hingað vegna
þess að við yfirborgum ekki
fólk. Pó að við verðum að
taka hús á leigu undir þetta
fólk, þá borgar það sína leigu
sjálft þegar það er í því. Við
höfum sem sagt á lcigu nú
tvær íbúðir í bænum og það
Halldór!
hættir
á Hlíf
Breytingar á yfírstjórn
öldrunarmála í aðsigi
HALLDÓR Guömunds-
son forstööumaður Hlífar
hefur sagt starfi sínu lausu.
Halldór var á sínum tíma
ráðinn til starfa sem for-
stööumaöur yfír Hlíf I. Síð-
an hafa oröið miklar breyt-
ingar í sambandi við alla
öldrunarþjónustu hér í
bænum. Hlíf hefur stækkað
og öll þjónusta hefur stór-
aukist. Veriö er að fjalla uni
breytingar í öldrunarþjón-
ustunni hjá hinum ýmsu
nefndum bæjarins seni láta
þessi mál sig einhverju
varða.
Hugsanlega eru skipu-
lagsbreytingar í aðsigi í mál-
efnum aldraðra hér í bæ.
Þjónustuhópur aldraðra á
ísafirði skilaði til bæjar-
Framhald á bls. 8
telst ekki stórt þegar þarf að
halda út heilu sjúkrahúsi. Pað
segir sig sjálft að heilsugæslan
og sjúkrahúsið verða að hafa
sína starfsmannabústaði. Og
eins og ég sagði þá er þetta
eina sjúkrahúsið á landinu
sem á ekki höfði sínu að halla
í eigin íbúð. “