Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 24

Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 24
Stöð 2 á helginni? Þeir sem eiga pantaða myndlykla eru vinsamlegast beðnir að hafa samband. N HF. Verslun sími 3792 Húlluinhæ á torginu Torgsala á laugardaginn Fyrst var degið hnoðað og mótað í Gamla bakaríinu Gjörónýtur eftir útafkeyrslu Kraftaverk að einhver sleppi úr svona slysi segir lögreglan ... síðan skorið út af stórum Húsmæðraskólanum. STYRKTARSJÓÐUR til bygg- ingar tónlistarskóla verður með torgsölu fyrsta laugardaginn í desember nú í ár eins og mörg undanfarin ár. Torgsala sem þessi er orðinn fastur liður í fjáröflun til byggingar tónlistarskóla og hefur ávallt verið mikil stemning í kringum hana. Bæjarbúar vita flestir hvernig stemning getur myndast í mið- bænum ef veður er gott. því ættu sem flestir að koma í miðbæinn því mikið verður um að vera sem endranær. Væntanlega mun dag- skráin hefjast kl. 14 með því að Sunnukórinn takí nokkur vel valin lög í félagi við barnakór Tónlistarskólans. Þarna mun að venju verða á boðstólum heitt kakó, lummur bakaðar á staðnum, og laufa- brauð, að ógleymdu jólaglöggi sem virðist vera orðin ómissandi drykkur á aðventunni. Þá verður einnig til sölu á torginu nýklippt ísfirskt greni. 750 kökur af laufabrauði Við litum inn hjá konunum sem standa að þessari torgsölu nú fyrir stuttu. Voru þær þá í óða önn að baka laufabrauð fyrir laugar- jafnt sem smáum höndum í daginn. Laufabrauðið hefur notið vaxandi vinsælda á borðum landsmanna með jólahangikjöt- inu og hefur salan á því aukist ár frá ári. Núna bökuðu þær um 750 kökur en voru ekkert alltof vissar um að það væri nóg. Þá er bara að hvetja fólk til þess að koma á torgið á laugar- daginn, sína sig og sjá aðra. Nú og ekkert er líklegra en að fólk rekist á jólasveininn á torginu því nú fara þeir að tínast í bæinn hver á fætur öðrum úr þessu. Á sunnudagsmorguninn gerðist það að bíll fór út af Hnífsdals- veginum. ísing var á veginum. Bíllinn hentist út af veginum miðja vegu milli ísafjarðar og Hnífsdals og gjöreyðilagðist eins og myndin ber með sér. Bíl- stjórinn var einn í bílnum þegar þetta gerðist og þykir það ganga kraftaverki næst að ekki hafi farið verr en raun ber vitni. Hann mun hafa skorist í andliti en er heill að öðru leiti. Bílstjórar eru minntir á að nú er svartasta skammdegið að ganga í garð og að aldrei er of varlega farið þegar setið er undir stýri. í þessu sambandi skulum við muna eftir málshættinum: ,,Kemst þótt hægt fari.“ Stöð 2 á föstudaginn! AÐ sögn írisar Erlings- dóttur, þjónustustjóra Stöðv- ar 2 munu útsendingar stöðv- arinnar sjást á ísafirði í fyrsta sinn á föstudaginn ef allt gengur að óskum. Uppsetningu sendis á Blönduósi er lokið og eru starfsmenn Stöðvar 2 á leið- inni vestur. Þeir munu ljúka uppsetningu sendis hér á föstudaginn, 4. desember, svo framarlega scm ekkert óvænt kemur uppá. íris sagði að útsendingar- tími stöðvarinnar væri um 80 tímar á viku, þar af væru 15 tímar íslenskt efni. RÚV aft- ur á móti sendi út í 40 tíma á viku, þar af 15 tíma íslenskt efni. Eins og sjá má líkist þetta ekki bíl lengur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.