Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 22

Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 22
22 BÆJARINS BESTA Betri tæki - betra blað EINS og kannski einhverjir glöggir lesendur hafa tekið eftir er nýtt letur í BB að þessu sinni. Fallegra letur að okkar mati og væntanlega ykkar líka. Það er nýrri setningartölvu fyrir að þakka að við skiptum nú um letur. Setningartölvuna fengum við nú fyrir stuttu ásamt svokölluðum umbrots- skjá. Umbrotsskjárinn gerir það að verkum að útlitshönnun blaðsins flyst nú að miklu leiti af teikniborðinu á tölvu- skjáinn sem opnar okkur mikla möguleika og styttir um leið vinnslutíma blaðsins. En auð- vitað tekur sinn tíma að læra á alla hluti þannig að þið, lesendur góðir, fyrirgefið okkur kannski svona fyrst um sinn þó eitthvað verði um það að orðum sé vitlaust skipt á milli lína o.þ.h. Með tilkomu nýju setningar- tölvunnar getum við síðan fljótlega eftir áramótin boðið viðskiptavinum okkar uppá nýjung. Þeir sem hafa aðgang að PC tölvum geta skrifað efni, sem þeir ætla að láta vinna í prentsmiðjunni, heima hjá sér. Síðan komið með gagnadisk- inn til okkur í prentsmiðjuna. skellt honum í tölvuna sem þá getur strax skilað textanum fullunnum frá sér. Ekki þarf sem sagt að setja textann að nýju. Af þessu verður hin mesta hagræðing og sparast mikill tími sem aldrei er of mikið af í nútíma þjóðfélagi. Stenst tillaga þjóðminja- varðar reglugerðir? Framhald af hls. 2 undir stigum fyrir salerni og fatahengi. Ég reikna með því að fólki sé það ljóst að ekki er verið að leggja til endurbyggingu til nokkurra ára. Þessi lenging er ca. 3 út- veggjaþykkir eða í hæsta lagi 75 cm og ég vil benda ráðgjafa þjóðminjavarðar á að lesa gr. 8.2 í byggingarreglugerð og gr. 62.2.3 í heilbrigðisreglugerð. Þessi lenging forkirkjunnar bætir stórhættulega stigana í kirkjunni ekkert og það er mín skoðun að þó að um endurbyggingu gamals húss sé að ræða verði að bæta þessa ágalla hússins til fulls, ekkert „viðunandi“ dugir ef það er ekki jafnframt löglegt. Það má benda á það að stigar eru rým- ingarleiðir skv. brunamálareglu- gerð og skv. gr. 8.2.1.24 í bygg- ingarreglugerð skulu rýmingar- leiðir vera einfaldar, auðrataðar og greiðfærar. Hvað salerni varðar er hægt að benda á gr. 6.10.2.7 í byggingar- reglugerð, en þar segir svo ma: „í samkomuhúsum skal jafnan gera ráð fyrir amk. einu salerni, hand- laug og þvagstæði fyrir karla og einu salerni og handlaug fyrir konur, miðað við 50 gesti... Jafnan skal vera amk. eitt salerni er henti hreyfihömluðu fólki í hjólastól. Við höfum 1 m2 salerni í gömlu kirkjunni og það er svo að skilja á tillögu þjóðminjavarðar að það sé viðunandi því ekki er ætlað mikið pláss í það í endur- byggðri kirkju. Fatahengi undir stiga er um 2 m2. Ríflegt fatahengi í meðal- stóru einbýlishúsi en við erum að tala um kirkju. í ágúst 1978 skoðaði Hjör- leifur Stefánsson kirkjuna og skilaði lauslegri lýsingu á ástandi hennar. Þar lýsti hann helstu hlutum byggingarinnar en sleppti öðrum veigaminni. Helstu niður- stöður hans eru þær að ástand kirkjunnar sé allsæmilegt. Þessari skýrslu fylgja einnig drög að áætlun um endurbætur. Þar kemur ma. eftirfarandi fram: A) Mæla þarf kirkjuna upp og teikna. Um þetta segir hann ma: „Á grundvelli teikninga, gamalla ljósmynda, lýsinga og annarra upplýsinga um fyrri gerð hússins verði svo gerðar teikningar af því hvernig húsið skuli líta út eftir að viðgerð Iýkur.“ Athugið næstsíðustu málsgrein í greinagerð þjóðminjavarðar í samhengi við þessa lýsingu. „Mætt ráðast í framkvæmdir án langs undirbúningstíma..." B) Lagfæra undirstöður. Þar segir Hjörleifur ma: „Undir- stöður útveggja eru úr hlöðnu grjóti sem seinna hefur verið steypt utaná. Undirstöður kórsins hafa skekkst nokkuð. Undir- stöður undir stoðum inni virðast mjög veigalitlar.“ Er það ekkert mál að byggja framtíðarkirkjuna okkar á þessum undirstöðum? C) Lagfæra og einangra burð- argrind. Um burðargrind segir ma: „Steypan utan á grjót- sökklinum nær töluvert upp á fótstykkin og veldur að þeim raka. Á þeim stöðum sem vegg- irnir voru rofnir var ekki vart við fúa í grindinni en að sögn Snorra Hermannssonar er fótstykkið þó verulega fúið við suðvestur horn kirkjunnar og í forkirkju. Gólf- bitar liggja ofan á malarfyllingu og eru veigaminni en aðrir burðarhlutar kirkjunnar. Efri hluti veggjagrindar virðist heill og óbjagaður og sperrur allar heilar og góðar. Að utan má sjá að turninn hefur sigið til austurs og að innan sést að stoðirnar hafa sigið niður úr gólfinu og pallurinn og kirkjuloftið skekkst.“ Hann virðist einnig vera undrandi á því að veggjastoðirnar standa ekki á fótstykkjunum heldur á láréttum viðarbútum ofan á fótstykkjunum en telur þó burðargrind heila. Hann segir einnig, og styður sig við álit Snorra Hermannssonar, sem mikið vann að viðgerðum á kirkjunni, að fúi kunni að vera undir gluggum. Síðan þetta var sagt eru liðin nær 10 ár og strax á árinu 1979 kom í ljós að ástand kirkjunnar var mun verra en þessi lýsing ber með sér. D) Þakklæðningu þarf að taka niður, bæta borðaklæðningu, klæða með þakpappa og leggja helluþakið uppá nýtt. Síðan þessi skoðun var gerð hefur komið í ljós að fúi er víðar en í borðaklæðningu þaks. Ástæða er til að ætla að fúi muni vera kominn í syllur og sperrur. Viðgerð sem gerð var á upsum á kórgafli gáfu m.a. tilefni til þess. Athugun síðastliðið haust stað- festir þetta einnig. E) Breyta þarf upphitun kirkjunnar verulega. Þetta var ma. það sem ráðgjafi þjóðminjavarðar taldi að þyrfti að gera við kirkjuna 1978. Þá er ekki nema eðlilegt að menn spyrji: Hefur eitthvað af þessum úrbótum verið framkvæmt? Svar- ið er jú. Á árinu 1979 voru steyptar nýjar undirstöður undir burðarsúlur inni í kirkjunni, lagað það sem til náðist af fótstykkjum, gólfbitar styrktir og endurnýjaðir sem og gólfklæðning að hluta. Svo brann kirkjan. Ef ástand kirkjunnar er skoðað með hliðsjón af þeirri tillögu sem þjóðminjavörður leggur fram, svo sem hækkun þaks með lengingu á 120 ára gamalli burðargrind, sem ég efast um að sé möguleg, leng- ing kirkjunnar í báðar áttir o.s.frv., þá velti ég því fyrir mér hvað verði eftir af gömlu ísa- fjarðarkirkju. Mín niðurstaða er sú að það verði lítið sem ekkert. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að burðargrind verði að skipta um að öllu leyti, steypa þurfi nýja sökkla í stað hlöðnu sökklanna, nýja glugga verði að gera, nýtt þak og svo mætti Iengi telja. Eigum við þá að fara að byggja nýja kirkju í nítjándualdarstfl til að þóknast húsfriðunarmönnum? Til hvers er þá unnið þegar það liggur fyrir að við komum til með að búa við sömu aðstæður eftir sem áður. Fólk hefur verið að tala um það allt frá 1916 að byggja nýja kirkju vegna þess að þessi kirkja sem brann var ekki talin vera nógu hentug. Mín von er sú, að fólk láti ekki þessa óheppilegu tillögu þjóð- minjavarðar villa sér sýn og standi sameinað að baki sóknar- nefnd í byggingu fagurs og reisu- legs guðshúss og safnaðarheimilis sem henti þörfum nútímasafnað- arstarfs. Árni Traustason.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.