Bæjarins besta - 30.12.1987, Side 9
BÆJARINS BESTA
9
gamlar hönnunarforsendur fyrir
útboð hverju sinni, samkvæmt
ráðleggingum sérfróðra manna“,
sem var gert. Hörður kveður hins
vegar svo ekki verið hafa, enda
hafi byggingarnefnd ekki „talið
það málinu til ávinnings“ að leita
sér ráða, svo vitnað sé í Sigurð“.
Rétt er að vekja athvgli lesenda
á í hvaða samhengi Hörður setur
hin tilvitnuðu orð „talið það
málinu til ávinnings“ og skoða
síðan í hvaða tilefni þau voru
viðhöfð í grein minni.
I inngangi greinar minnar í BB
11. nóv. segir m.a.: „Hvarfli það
að Herði Högnasyni, að hann sé í
fámennum hópi óánægðra með
langan byggingartíma sjúkra-
hússins, er það mikill misskiln-
ingur. Pann flokk fyllir bygg-
ingarnefndin. Um það vitna tugir
eftirrekstra- og kvörtunarbréfa til
ráðherra hvers tíma, ráðuneyta,
FIR og þingmanna kjördæmisins.
Símtöl verða ekki skráð með
tveggja stafa tölu. Nefndin hefur
á hinn bóginn hvorki séð ástæðu
til að (Bera störf sín á torg né talið
það málinu til ávinnings."
Allir sem fengið hafa yfir fall-
einkun í lestri, skilja í hvaða
samhengi tilvitnuð orð eru hér
notuð. Pað hentar hins vegar
menntamanninum Herði, að nota
þau í öðrum tilgangi og á þann
hátt þjóna sannleiksást sinni.
Um „upplognar
ásakanir“ og iðran
Harðar
Að vanda tekur Hörður stórt
upp í sig er hann segir að það sé
„rakalaus þvættingur" að hann
hafi viljað reka aðalverktaka, að
ekki sé nú minnst á „hernaðar-
bandalagið“. Varðandi hið síðar-
nefnda undirstrikar grein Harðar
samskiptaörðuleika þá, er ég
minntist á í grein minni, svo ekki
verður um villst. Ummæli hans
um „allt vitandi yfirlækna“ taka
af allan vafa.
Hörður segir að ásakanir mínar
á hendur sér um „brottrekstrar-
vilja gagnvart aðalverktaka" sé
„rakalaus þvættingur og ekki
svara verður." Síðan fer hann að
tala um „hjálpsemi í manneklu
aðalverktaka" sem hann kveðst
hafa minst á í fyrri grein sinni
vegna brjóstgæða framkvæmda-
stjóra FSI við að útvega smiði, og
sem auðvitað var „meira en sagt
verður um byggingarnefndina, þó
það stæði henni nær“.
Lesendum til glöggvunar birti
ég hér kaflann úr fyrri ritsmíð
Harðar, sem ber fyrirsögnina:
Einn trésmiður og verktaki í
vinnu obbann af þessu ári.
„Nuverandi byggingaráfangi er
sá 4. í röðinni af 5. Hann er langt
á eftir áætlun eins og getið var um
í upphafi. Verktakinn hefur verið
í trésmiðahallæri á verktímanum
og hefur hann unnið með einn sér
við hlið að trésmíðum, í þessum
rúmlega 2000 fm. áfanga,
obbann af þessu ári! Byggingar-
nefnd hefur látið þetta viðgangast
og ekki séð ástæðu til aðskerast í
leikinn. Er rétt að formlegur
verksamningur hafi aldrei verið
undirritaður af báðum aðilum á
verktímanum? Ef sú er raunin
mætti ætla að byggingamefnd
hafi verið í lófa lagið að leysa
örþreyttan verktakann undan
fargi sínu fyrir löngu og fá annan
í staðinn. Það gerði hún samt
ekki." (Tilv. lýkur. Leturbr.mín.)
Fyrir venjulegu fólki er alveg
augljóst hvað það merkir, að
leysa mann frá starfi og fá annan í
staðinn. Einfalt mál. Um hjálp-
semina í garð verktakans er hins
vegar hvergi staf að finna í fyrri
grein Harðar, nema að hún felist í
hvíldinni, sem hann vildi veita
honum!
Greinilegt er að Hörður iðrast
orða sinna í garð verktakans og er
það út af fyrir sig ánægjulegt,
enda voru þau ómakleg í alla
staði. Það staðfestir hins vegar,
sem ég sagði í upphafi, að
drengurinn hefur verið búinn að
gleyma því, sem hann sagði í fyrri
greininni, þagar hann kallar það
„rakalausan þvætting“, sem hann
hefur sjálfur skrifað. En það er
langt frá því, að ég sé hissa!
Um örlitla
hjálpsemi og
lítillæti
Það er sagt að aðall allra góð-
verka sé, að gerandinn haldi þeim
ekki á lofti. Petta veit fram-
kvæmdastjóri FSÍ og því hefir
hann ekki séð ástæðu til þess,
frekar en byggingarnefnd, að
halda því á lofti, sem gert var af
hálfu beggja þessara aðila til að
útvega smiði á s.l. sumri, og sem
tókst þótt í litlum mæli væri og
tímabundið. Asakanir Harðar á
byggingarnefnd í þessum efnum
eru því í samræmi við annað hjá
honum. Hjá þessum og fleiri
axarsköftum hefði hann getað
komist með því einfaldlega að
kynna sér málavöxtu.
Hverju reiddist
goðið?
Grein mín í BB 11. nóv. hefur
heldur betur hlaupið fyrir
brjóstið á hjúkrunarfræðingnum.
Svokölluð svargrein hans ber það
með sér. Hún svarar þó engu, né
þaðan af síður hrekur eitt eða
neitt af því, sem ég sagði. Betri
fyrirsögn en hann, valdi í grein
sína, eða „Vestfirska", sem kallar
nú ekki allt ömmu sína í vinnu-
brögðum, er vart hægt að finna,
hún passar ljómandi vel við inni-
haldið. Já, mönnum verður
stundum fótaskortur á tungunni!
En hverju reiddist þá goðið?
Af hverju hrópar hann úlfur,
úlfur, og kveður grein mína rætna
án þess að gera tilraun til að finna
því stað? Eg tel mig fara nærri um
ástæðuna. Eg veit líka að hún er
alltof viðkvæm fyrir Hörð til að
hann fari að ræða hana opinber-
lega.
Að endingu þetta. Ég mun
ekki ótilneyddur eiga í frekari
orðaskiptum við Hörð Högnason
á síðum bæjarblaða. Pað er aftur
á móti spurning, sem þeir verða
að svara, sem bera ábyrgð á
skipan byggingarnefndar, m.a.
bæjarstjórnir ísafjarðar og Bol-
ungarvíkur, en bæjarstjórinn í
Bolungarvík hefur alla mína veru
í nefndinni átt þar sæti, hvort þeir
treysti sér til að bera ábyrgð á
nefndinni eftir þá einkun, sem
sérfræðingur okkar ísfirðinga í
sjúkrahússmálum hefur gefið
henni. Við þessi orð er þeim
einum að bæta, að innan nefndar-
innar hefur aldrei verið ágrein-
ingur um störf hennar eða gjörð-
ir. Svari nú hver fyrir sig. Bygg-
ingu sjúkrahússins lýkur hvort
sem ég og eða aðrir núverandi
nefndarmenn eiga þar sæti eða
ekki. Svo er fyrir að þakka
mönnum, sem lagt hafa málinu
lið á annan hátt, en Hörður
Högnason hefur kosið að gera
með skrifum sínum.
Hvaö er
framundan?
Þegar þetta er skrifað er Al-
þingi u.þ.b. að ljúka afgreiðslu
fjárlaga. Verði ekki gerðar breyt-
ingar frá því, sem gert er ráð fyrir
í fjárlagafrumvarpinu verður 5.
og síðasti áfangi sjúkrahússins
boðinn út á næsta ári. Reiknað er
með rúmlega 26 milljóna fram-
lagi ríkisins. Pá er gert ráð fvrir
35 milljóna lántöku. Af þeim er
reiknað með að 15 milljónir fari
til framkvæmda við 5. áfanga.
Alls fara því rúmar 18 milljónir til
framkvæmda á næsta ári. Til
tækjakaupa eru áætlaðar um 40
milljónir. Eftirstöðvar fara tii
greiðslu á lokaframkvæmdum við
4. áfanga.
Ef svo fer sem fram horfir má
gera ráð fyrir að hægt verði að
taka 4. áfanga í notkun í mars
n.k. Fimmta áfanga lyki síðan um
eða upp úr áramótum 1988/89
og er þá gert ráð fyrir að fjármagn
til að ljúka honum fáist á fjár-
lögum 1989.
Sigurður J. Jóhannsson
ES. Vilji svo ólíklega til. að
einhver undrist að ég skuli ekki
svara grein Harðar á síðum
„Vestfirska“ þá er ástæðan ein-
faldlega sú, að ég treysti því ekki.
að orð mín komist þar óbrengluð
til skila. Ég er búinn að fó nóg af
„aulahætti“ við breytingar á
fyrirsögnum eins og ritstjórinn á
Vestfirska komst svo skemmti-
lega að orði, er ég færði honum
bréfið mitt forðum.
sjj.