Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 30.12.1987, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 30.12.1987, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA 11 Séð vfir salinn í hófinu á Hótel fsafirði. Eins og sjá má var margt um manninn. / Einar Olafsson kjörinn íþróttamadnr ársins 1987 Framhald af forsíðu. Rögnvaldur D. Ingþórsson Sara Halldórsdóttir Sigríður M. Sigurðardóttir Þórunn Pálsdóttir Pá var að lokum veitt ein viðurkenning fyrir unnin afrek á sviði knattspyrnunnar en hana hlaut Stella Hjaltadóttir sem í sumar keppti með kvennalands- liðinu. Pá átti aðeins eftir að útnefna íþróttamann ársins. Áður en það var gert var gestum boðið uppá heitt súkkulaði og kökur til þess að auka örlítið á spennuna. Kristján Jónasson forseti bæjarstjórnar sté síðan í pontu. Áður en hann kunngerði hver hefði hlotið titilinn „íþrótta- maður ársins 1987“ hrósaði hann öllu íþróttafólkinu fyrir glæsi- legan árangur á árinu og fjallaði um nauðsyn íþrótta og gildi þeirra. Pví næst Iýsti hann því formlega að Einar Ólafsson skíðagöngukappi hefði hlotið titilinn í ár. Petta er jafnframt í fjórða skiptið sem Einar hlýtur þennan eftirsótta titil á þeim átta árum sem liðin er síðan farið var að útnefna íþróttamann ársins á ísafirði. Hann hefur áður hlotið titilinn árin 1981. 1983, og 1985. Einar er vel að titlinum kominn. Hann hefur sýnt það á árinu að hann er íþróttamaður á heimsmælikvarða og gekk honum Móðir Einars, Sesselja Ásgeirs- dóttir tók við bikamum sem fvlgir sæmdarheitinu íþrótta- maður ísafjarðar fyrir hönd sonar síns en hann er erlendis við nám og æfingar. vel á stórmótum sem hann tók þátt í erlendis. Pá var hann sigursæll á landsmóti skíðamanna á síðustu páskum. Þar sigraði hann í 15 og 30 km. göngu og alpatvíkeppni og var í sigursveit Isfirðinga í boðgöngu. BB óskar Einari til hamingju með þennan titil. HÁKUR Áramótaþankar Um áramót setjast menn gjarnan niður og leiða hugann að því liðna og spá jafnframt í fram- tíðina. Um áramótin 1987-1988 er sérstök ástæða til að líta um öxl og reyna í framhaldi af atburðum ársins hér innan lands að gera sér grein fyrir því sem gerast kann á næsta ári. Kosningar til alþingis í apríl síðast liðnum og myndun þriggja flokka ríkisstjórnar í framhaldi þeirra ásamt þeim ráðstöfunum sem gripið var til, vekja ekki sérstakar vonir um bjarta framtíð í efnahagsmálum íslendinga. Þessi orð eru ekki rituð til þess að lasta ríkisstjórnina sem nú situr. Miklu fremur er hægt að segja að hún sé afleiðing þeirrar upp- lausnar sem nú einkennir þjóðlíf vort en að unnt sé að halda því ástandsins. Strax að loknum kosningum var Ijóst að myndun ríkisstjórnar yrði ekki auðvelt verk. Skipti þar engu hvort hún yrði mynduð til vinstri eða hægri. Margir hafa reynt að skilgreina stjórnina sem annað hvort. En hvorki er um hægri eða vinstri stjóm að ræða. Nær væri að segja að hún væri rökrétt framhald þess óstöðug- leika sem kristallaðist í kosninga- baráttunni og varð síðan stað- festur þegar upp úr kjör- kössunum hafði verið talið. Hinn almenni kjósandi virtist fremur óánægður með þá kosti sem buðust. Nýr stjómmálaflokkur kom fram á sjónarsviðið. Par er átt við Borgaraflokkinn, sem virðist fyrst og fremst hafa verið stofnaður utan um persónu eins manns. Nær væri að segja að /W/ straumur

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.