Bæjarins besta

Útgáva

Bæjarins besta - 30.12.1987, Síða 12

Bæjarins besta - 30.12.1987, Síða 12
12 BÆJARINS BESTA Nu vfamur þriðji hver! Ævintýralegir vinningsmöguleikar gefast nú hjá Happdrætti SIBS. Hvorki meira né minna en 3. hver miði vinnur - vinningslíkur sem eru einsdæmi hjá stóru happdrætti. Og nú eru aukavinningamir 27. Þar af em 3 rennilegar hiíreidar, Citroén AX14, sem aðeins eni dregnar úr seldum miðum. Pað em ótrúlega miklir möguleikar á vinningi hjá SIBS. Ævintýralegar vimiingslílair þess að verða æruvernd formanns flokksins. Þrát fyrir skamman fyrirvara og lítinn undirbúning tókst Borgaraflokknum að ná 7 þing- mönnum. Er það þess undarlegra þar sem ekki var um neina nýja stefnu að ræða. Reyndar væri nær að segja að hana hefði nánast skort að öllu leyti. En kjósendur spurðu ekki að því. Landsbyggðar- flokkar Sérframboð Stefáns Valgeirs- sonar, sem ekki var annað en klofningur óánægðra framsókn- armanna í austasta hluta Norður- landskjördæmis eystra, náði til- ætluðum árangri sínum. En hann var fólginn í því að tryggja framboðinu aldursforsetann á Alþingi. Um framhaldið hefur ekki verið spurt. En þó tókst aðal- manninum að láta kjósa sig í stjórn Byggðastofnunar. Kannski verður það til þess að styrkja hlut Norður-Þingeyjarsýslu um ókomin ár. Verði það niður- staðan hefur framboðið átt sér nokkurn tilverurétt. Þjóðarflokkurinn, sem skástum árangri náði á Vestfjörðum, varð landsbyggðinni ekki sú lausn sem vonir aðstandenda hans stóðu til. Þar var um stefnu að ræða sem hugsuð var til að rétta hlut lands- byggðarinnar. Það dugði ekki til. Er þessi niðurstaða því umhugs- unarverðari ef borið er saman við Borgaraflokkinn. Kvennalistinn virðist kominn til að vera. Þó var eins og þær legðu ekki út í hina raunverulegu pólitík þegar til stjómarmynd- unar kom. Framsóknarflokkurinn sækir nú fylgi sitt í þéttbýli fremur en til landsbyggðarinnar. Er í þeim efnum oft bent á glæsilegan kosningasigur á Reykjanesi og hann þakkaður Steingrími Her- mannssyni. En þá gleymist mönnum gjarnan að hugsa til þess að þessi kosninga-úrslit voru fyrirsjáanleg vegna nýrra kosn- ingalaga. Alþýðubandalagið er nú fyrst og fremst að berjast fyrir tilveru sinni og hefur á sögulegum landsfundi kjörið sér nýjan for- mann í því skyni. Alþýðuflokkurinn er nú kominn til valda eftir all langt skeið. Þar sem og í stærsta flokknum. Sjálfstæðisflokki sýnast menn vera að átta sig. Hvað er framundan Framsóknarflokkurinn siglir lygnan sjó í bili að minnsta kosti. Utanríkisráðherra Steingrímur Hermannsson færir út kvíamar og hefur hægt um sig. Á meðan ber mest á ráðherrum kratanna og forsætisráðherra hverfur í skuggann a.m.k. í augum al- mennings. Það er alkunn staðreynd að þriggja flokka ríkisstjómir eiga erfiðara uppdráttar en tveggja flokka. Brestir hafa komið í ljós af þessum sökum í núverandi ríkisstjórn. Auk þess bætist við að allir ráðherrar krata og helmingur ráðherra sjálfstæðismanna hafa enga ráðherrareynslu eða 5 af alls tíu ráðherrum. Það þarf því engan að undra þó að á ýmsu gangi á stjórnarheimilinu. Ríkisstjórnin hefur fáa ef nokkra kosti hægri stjórnar en bæði ókosti vinstri og hægri stjórna. Jafnvel kostir vinstri ríkisstjórna virðast ekki sjá- anlegir. Allt getur þetta átt eftir að breytast. Þegar Alþýðuflokkur sat síðast í þriggja flokka ríkisstjóm entist hann í rúmt ár. Nú virðast þeir erfiðleikar uppi meðal ráðherra hans að minnir á haustdaga 1979. Þá rufu kratar stjómarsamstarfið. Vonandi leysir ríkisstjórnin vandamál sín ekki síst þau er varða samstarfið. En menn mega ekki gleyma ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Verðbólgan er komin á skrið. Jafnvel Seðlabankinn er farinn að telja gengisfellingu óhjákvæmi- lega. Einstaka þingmenn krata tala um að afnema uppfinningu sína, vísitölu á lánskjör. Bæði gengisfelling og enn ein koll- steypan til í vaxtakerfi fslendinga myndu valda miklu róti og senni- lega verka eins og olía á verð- bólgubálið. Stöðugleiki samfara bættri stöðu útflutningsatvinnuvega er markmið sem erfitt er að sam- ræma. Þegar svo bætist við að verðbólguna er nauðsynlegt að stöðva er ekki bjart framundan. Takist ekki að gera þjóðinni þetta skiljanlegt og sameina ríkisstjórn- arflokkana um þessi markmið og grípa til aðgerða verður ekkert gert fyrir landsbyggðina. Næsta skrefið yrði kosningar með til- heyrandi verðbólguskriði. Til þess að svo verði ekki er nauðsynlegt að ná saman. Þenslan er komin á hættulegt stig. Nú verður að snúa við.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.