Nesfréttir - feb. 2020, Síða 4

Nesfréttir - feb. 2020, Síða 4
4 Nesfrétt ir Húseignin Ráðagerði á Sel- tjarnar nesi hefur verið auglýst til sölu. Seltjarnarnesbær festi kaup á húsinu fyrir um tveimur árum á 100 milljónir króna. Ætlunin var að kanna hvort unnt yrði að vera með menningartengda starfsemi í húsinu og af þeim sökum nýtti bærinn forkaupsrétt að því. Kaup Seltjarn ar nes bæj ar á hús inu voru um deild og fannst sumum bæjarbúum of mikið að bærinn væri að festa kaup á húsi fyrir 100 milljónir. Jafnframt væri það ekki í verkahring bæjarins að standa í rekstri á kaffihúsi. Af þeim rekstri varð ekki og er húsið nú aftur til sölu. Hækka mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyr ir skóla dag vist un og skólamat á Seltjarn ar nesi hækkuðu mest á milli ára mest eða um 10,1%. Gjöldin hækkuðu í öllum 15 stærstu sveit ar fé lög- um lands ins en voru alltaf um eða und ir 2,5% nema í til viki Seltjarnarnesbæjar. Þetta eru niður stöður verðkönn un ar Alþýðusam bands Íslands á skóla dag- vist un og skólamat. Gjöld in á Seltjarn ar nesi voru þau hæstu meðal 15 stærstu sveit ar fé lag anna fyr ir breyt ing una og eru enn. Mikill munur er á heildargjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat milli sveitarfélaga. Mestur munur eða 17.157 krónur er á hæstu gjöldunum sem eru á Seltjarnarnesi, 42.315 krónur, og þeim lægstu sem eru í Fjarðarbyggð eða 25.158 krónur. Munurinn á hæstu gjöldunum og þeim lægstu er því 154.413 krónur á ári. Seltjarnarnesbær gengur ekki í takt með öðrum sveitarfélögum hvað þessi gjöld varðar. Kjarabætur lífskjarasamningsins voru gerðar á þeim grunni að bæturnar sem um var samið yrðu ekki teknar til baka annars staðar. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir að Seltjarnarnesbær hafi ákveðið að hunsa þetta. Ekki sé nóg með að kostnaður þar sé einn sá hæst fyrir heldur hækki sveitarfélagið skóladagvistun og skólamáltíðir margfalt umfram verðbólgu. Þetta sé óskiljanleg ákvörðun og sannanlega ekki til hagsbóta fyrir fjölskyldufólk í bæjarfélaginu. Þetta sé slæm ákvörðun sem þurfi að breyta strax.“ Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Ráðagerði aftur til sölu „Það er meira val en maður heldur“ Kynntu þér lífeyrissparnað Gjöld fyrir skóla dag vist un og skólamat

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.