Nesfréttir - febr 2020, Qupperneq 5

Nesfréttir - febr 2020, Qupperneq 5
Nesfrétt ir 5 Árni Heimir bæjarlistamaður Árni Heimir Ingólfsson tónlistarmaður og tónlistar-fræðingur var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020 við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 28. janúar. Þetta er í 24. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur er fæddur árið 1973. Árni Heimir er með BM-próf í píanóleik og tónlistarsögu frá Oberlin- tónlistarháskólanum í Ohio og doktorsgráðu í tónlistarfræði frá Harvard-háskóla. Hann hefur kennt við Listaháskóla Íslands, verið tónlistarstjóri og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kynnt íslenska tónlistarsögu víða um heim. Hann hefur sinnt rannsóknum á íslenskri tónlistarsögu frá miðöldum fram á 20. öldina. Þær hafa getið af sér fjölda greina og fyrirlestra, en einnig bækur og geislaplötur sem hlotið hafa tilnefningar og verðlaun. Bók Árna Heimis Jón Leifs – Líf í tónum var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita 2009 og Saga tónlistarinnar – Tónlist á Vesturlöndum frá miðöldum til nútímans hlaut sömu tilnefningu 2016. Geisladiskarnir Melódía frá 2007 og Hymnodia sacra frá 2010 með tónlist úr íslenskum nótnahandritum fyrri alda hlutu báðir Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar tónlistar. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020, Árni Heimir Ingólfsson tónlistarmaður og tónlistarfræðingur ásamt Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra og Guðrúnu Jónsdóttur formanni menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk til sumarstarfa 18 ára og eldri (fædd 2002 og eldri). Um er að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, skapandi sumarstörf og ýmis afleysingastörf. Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (2000 og eldri) í störf yfirflokkstjóra, flokkstjóra og leiðbeinenda. Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi. Sækja skal um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is – Störf í boði. Umsóknarfrestur er til 16. mars 2020 Nánari upplýsingar um hvert starf og starfstímabil eru á umsóknasíðu á seltjarnarnes.is Vinnutími Vinnuskóla verða 7 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2003 og 2004. Vinnutími verða 3,5 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2005 og 2006. Ekki er unnið á föstudögum. Vinnutímabil Vinnuskólans er frá 15. júní til 23. júlí. Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2020 Vinnuskólinn verður settur 11. júní kl. 11:00 í Valhúsaskóla Sótt er um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is. – Störf í boði. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu og í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar í síma 5959 100. SUMARSTÖRF HJÁ SELTJARNARNESBÆ 2020 ViNNUSkóLi 8. – 10. BEkkUR og 17 ÁRA F. 2003

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.