Nesfréttir - feb. 2020, Blaðsíða 7

Nesfréttir - feb. 2020, Blaðsíða 7
Nesfrétt ir 7 Börn í Leikskóla Seltjarnarness brugðu sér af bæ í tilefni dags leikskólans sem haldinn var hátíðlegur í leikskólum landsins fimmtudaginn 6. febrúar. Börnin heimsóttu hinar ýmsu stofnanir á Seltjarnar nesi. Hópa leikskólabarna mátti meðal annars sjá í hjúkrunarheimilinu Seltjörn, Valhúsaskóla, í þjónustukjarna við Skólabraut og á bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum. Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk notar daginn til að vekja athygli á fagmennsku og því frábæra starfi sem unnið er í leikskólum landsins á degi hverjum. Þetta er í 13. skipti sem deginum er fagnað með formlegum hætti. Þessi flotti hópur úr Holti heimsótti bæjarskrifstofurnar. Menntun og tækifæri Samfylking Seltirninga boðar til aðalfundar og opins fundar um menntamál. Þessar vikurnar stendur yfir vinna við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Seltjarnarnes sem mun ná yfir leik-, grunn- og tónlistarskóla Seltjarnarness ásamt frístundarmiðstöð. Gestir fundarins verða Skúli Helgason sem mun kynna nýja menntastefnu Reykjavíkurborgar og Þorleifur Örn grunnskólakennari sem mun fara yfir sóknartækifæri í grunnskólastarfi. Dagskrá 19:30 - Hefðbundin aðalfundarstörf 20:00 - Skúli Helgason - Ný menntastefna 20:15 - Þorleifur Örn - Sóknartækifæri 20:30 - Almennar umræður um menntamál Hvar og hvenær? - Þriðjudaginn 25. febrúar - Bókasafni Valhúsaskóla - Milli 19:30 og 21:30 - Boðið verður upp á kaffi og með því leikskólabörn á faraldsfæti

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.