Morgunblaðið - 18.06.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.06.2020, Qupperneq 6
A ustur á Fáskrúðsfirði er að finna eitt af snotrari hótelum landsins. Foss- hótel Austfirðir er rekið í fjórum sögulegum byggingum við flæðarmálið á Fá- skrúðsfirði en hótelið opnaði þar eftir langt og vandað ferli þar sem húsin voru gerð upp að frumkvæði Minjaverndar. „Hótelið dreifist á fimm byggingar: gamla franska spítalann, læknabústaðinn, kapell- una og sjúkraskýlið auk nýbygg- ingar í sama stíl sem bættist við að loknum endurbótum á svæðinu til að fjölga herbergjum fyrir gesti,“ segir Davíð Torfi Ólafsson. „Bæði er staðsetningin einstök en bygg- ingarnar líka mjög fallegar og var mikið lagt í að gera húsin upp og breyta þeim í hótel. Sem dæmi er gamli læknabústaðurinn tengdur franska spítalanum með göngum sem liggja undir veginn sem skilur húsin að og götu- myndin þannig varð- veitt.“ Ævintýralegt útsýni á leiðinni Davíð er fram- kvæmdastjóri Ís- landshótela en eins og gefur að skilja kallar starf hans á tíð ferðalög innan- lands til að vitja hótela um allt land. Þótt hann fá- ist seint til að gera upp á milli áfangastaða segir Davíð samt að honum þyki einstaklega ánægjulegt að heimsækja Austfirði, og best ef nægur tími gefst bæði til að skoða landið á leiðinni austur, en eins til að verja nokkrum nóttum á svæð- inu. „Ef ég væri sjálfur á leið í frí myndi ég leggja hæfilega snemma af stað og aka eftir suðurströndinni austur að Fosshóteli við Jökulsár- lón. Aksturinn tekur um fjórar klukkustundir sem þýðir að ágætis- tími er til að stoppa nokkrum sinn- um á leiðinni og líta t.d. á Reynis- fjöru, Fjallsárlón og vitaskuld Jökulsárlón. Svo myndi ég halda aftur af stað næsta dag, endur- nærður eftir góðan morgunverð, og njóta ævintýralegs útsýnisins frá þjóðveginum alla leið til Fáskrúðs- fjarðar. Hentar Fáskrúðsfjörður ágætlega sem miðstöð til að skoða Austfirði á nokkrum dögum, og er t.d. ekki nema um hálftíma akstur til Egilsstaða, sem er álíka og það tekur að aka frá Hafnarfirði inn í Reykjavík í góðri umferð.“ Á Fáskrúðsfirði er margt að sjá og nefnir Davíð t.d. Franska safnið og norðurljósasýninguna Auroras Iceland. Því miður hefur Frönskum dögum verið aflýst í ár, vegna kór- ónuveirufaraldursins en Davíð segir engu að síður gaman að upplifa þá frönsku menningu sem svífur yfir vötnum á Fáskrúðsfirði og sést m.a. í safninu og byggingunum á svæðinu. „Veitingahúsið á hótelinu er gott dæmi um hvernig þessari hefð er haldið við en staðurinn heit- ir L‘Abri sem á frönsku þýðir „Skjólið“ og þykir matseldin þar sérdeilis góð og er vitaskuld með frönsku ívafi. Þá dreifast góðir veit- ingastaðir og kaffihús um allt Aust- urland og allri þjónustu við ferða- menn vel sinnt,“ segir Davíð. Alla langar austur Þeir sem hyggja á ferðalag til Austurlands ættu að hefja und- irbúninginn snemma því þrátt fyrir að komur erlendra ferðamanna til landsins séu enn í lágmarki er bók- unarstaða hótelanna á svæðinu orð- in nokkuð góð. „Júlí er nærri því uppseldur og ágúst mikið bókaður og fer hver að verða síðastur að tryggja sér herbergi,“ segir Davíð. „Ætti ekki að koma á óvart hve mikill áhugi er á Austurlandi í sum- ar enda náttúran fögur og þessi landshluti miklar söguslóðir. Þá hafa ný göng auðveldað samgöngur á milli fjarða og spennandi nýir áfangastaðir hafa bæst við eins og t.d. böðin Vök sem liggja að og út í Urriðavatn og nýta vatn úr heitum uppsprettum.“ Gefi sér nægan tíma til að Þegar Davíð Torfi Ólafsson ferðast á Austfirði reynir hann að fara ekki í einum rykk heldur gefa sér góðan tíma til að njóta ferða- lagsins og svæðisins. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Götumerkingarnar á Fáskrúðsfirði minna á merkilega sögu bæjarins. Davíð Torfi Ólafsson Á bak við Fosshótel á Fáskrúðsfirði má ganga út á bryggju og virða fyrir sér bæði byggðina og fjörðinn. 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 SALTHÚSSMARKAÐURINN STÖÐVARFIRÐI Við seljum fallegt handverk sem vert er að skoða. Opið er alla daga yfir sumarmánuðina frá kl. 10.00 – 17.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.