Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020
22.900KR
ÁMANN
REYKJAVIK
SUMMIT
ÞYRLUFLUG
FREKARIUPPLÝSINGAR
OGBÓKANIRÁ
INFO@NORDURFLUG.IS
Sumar
tilbo
F
oreldrar hennar, þau Anna Haukdal
og Brynjar Víkingsson, tilheyrðu
stórum vinahópi og Birgitta segir að
stemningin á tjaldstæðunum hafi
verið dásamleg í denn þar sem hún
lék sér í náttúrunni með systkinum og vinum,
sumardægrin löng.
„Við fjölskyldan ferðuðumst mikið um land-
ið en langoftast fórum við í útilegur í Hljóða-
klettum, Ásbyrgi og Vaglaskógi. Auðvitað var
ekkert um fellihýsi og hjólhýsi á tjaldstæð-
unum í þá daga eins og tíðkast í dag. Bara
gamaldags tjöld, útilegustólar og prímusar
ásamt leikjum og söng,“ segir Birgitta sem
hefur fetað í fótspor foreldra sinna og er dug-
leg að ferðast um landið með eiginmanninum
Benedikt Einarssyni og börnunum þeirra,
þeim Sögu Júlíu 4 ára og Víkingi Brynjari 11
ára.
„Við förum norður á hverju ári. Börnin elska
þessar ferðir og það gerum við líka – gætum
eiginlega ekki hugsað okkur sumarið án
þeirra,“ segir Birgitta og bætir við að Hljóða-
klettar hafi átt sérstakan stað í hjarta hennar
alveg frá því hún var barn.
„Ég á bara svo dásamlegar minningar um
útilegur við Hljóðakletta. Við tókum með okk-
ur nesti og fórum í gönguferðir, syntum í fal-
lega læknum og svo enduðu dagarnir á hóp-
söng og leikjum þar sem fullorðnir og börn
tóku saman þátt. Hljóðaklettar eru stórkostleg
náttúruperla og ég hef margoft farið með fjöl-
skylduna og börnin þangað, ýmist í útilegur
eða gönguferðir.“
Uppáhaldsgönguleiðin er um Hljóðakletta
Það eru ekki bara góðar æskuminningar
sem hafa áhrif á upplifun Birgittu af Hljóða-
klettum og umhverfinu þar í kring. Hún segir
að þar liggi einhver óútskýranlega góð orka í
loftinu.
„Ég fyllist alltaf af lotningu þegar þangað er
komið og það er engu líkt að tengjast nátt-
úrunni á þessum stað.“
Birgitta segir að iðkun núvitundar skipti
sig miklu máli og nefnir í því samhengi
hversu gott það sé að upplifa hana í faðmi
náttúrunnar.
„Fyrir mér er núvitund alveg einstaklega
mikilvæg fyrir andlega heilsu og ég er orðin
voða mikil jógakona. Náttúran og útivist eru
besta leið sem hægt er að hugsa sér til að hlaða
batteríin og tengjast sjálfum sér. Þegar ég fer
í fjallgöngur þá gæti ég þess alltaf að staldra
við, taka inn náttúruna og tæma hugann. Það
er svo mikilvægt að stoppa. Stundum tek ég
líka nokkrar jógateygjur og leyfi börnunum að
hlæja að mér á meðan,“ segir hún og skellir
upp úr. „Uppáhaldsgönguleiðin mín hefur allt-
af verið um Hljóðakletta og sú lengri, þar sem
gengið er frá Hljóðaklettum niður í Ásbyrgi,
er alveg stórkostleg,“ segir Birgitta.
Manndómsvígsla í Ásbyrgi
Hún rifjar upp skemmtilega sögu frá Ás-
byrgi sem eiginlega mætti líta á sem hálfgerða
manndómsvígslu í boði náttúrunnar.
„Ég var svona sirka átta ára. Var í útilegu
með fjölskyldunni og var þarna eitthvað á
vappi þegar ég villtist allt í einu og tapaði al-
veg áttum. Í minningunni var ég þarna ráfandi
um í gríðarlega stórum og yfirþyrmandi skógi
þó þetta sé í raun bara lítill birkiskógur,“ segir
hún og hlær. „Ég man að mér leið eins og ég
væri föst í völundarhúsi og vissi ekkert í hvaða
átt ég átti að fara. Ekki bætti það svo úr skák
þegar ég gekk allt í einu að gömlu tófugreni og
allt í kring voru nöguð kindabein. Þarna varð
ég alveg rosalega hrædd, tók sprettinn og
hljóp og hljóp þar til ég rataði til baka. Það
eina sem ég sá fyrir mér var Mikki refur og
Syntu í læknum
og enduðu dag-
ana á hópsöng
„Í minningunni var það nánast hverja helgi á sumrin sem
pakkað var í skottið á bílnum, strax eftir vinnu á föstudög-
um, og brunað af stað í útilegur,“ segir Húsvíkingurinn
Birgitta Haukdal sem á margar yndislegar æskuminn-
ingar úr sveitaferðum í sumarsælu á Norðurlandi.
Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com
Birgitta Haukdal
nýtur lífsins í Geo-
sea-sjóböðunum á
Húsavík.
Birgitta er hér
ásamt Sögu Júlíu
dóttur sinni.
SJÁ SÍÐU 6