Morgunblaðið - 24.06.2020, Page 6

Morgunblaðið - 24.06.2020, Page 6
það var auðvitað alls ekki í boði að lenda í klón- um á honum.“ Mælir með GeoSea-böðunum á Húsavík Spurð að því hvort hún mæli með einhverjum sérstökum stöðum á Norðurlandi sem enginn ætti að missa af nefnir hún meðal annars Geo- Sea-böðin á Húsavík. „Það eru ekki mörg ár síð- an þau voru opnuð og ég hvet alla til að koma þar við. Á Mývatni er svo hægt að fara í Lónið sem er virkilega fallegt og í raun svona lítil út- gáfa af Bláa lóninu. Þar eru dásamlegir pottar með stórkostlegu útsýni út yfir sjóinn, yfir Kinn- arfjöllin og eyjarnar um kring. Skammt undan er svo hið ótrúlega fuglalíf sem býr í klettunum svo maður þarf ekki að fara langt til að eiga stór- kostlega upplifun,“ segir Birgitta sem er mikil útilegukona og hyggur á ferðir í sumar en hún er búin að leigja húsbíl fyrir sig og sína. „Það hafa reyndar fleiri fengið sömu hug- mynd. Við ætluðum fyrst að leigja fellihýsi en þau voru alls staðar uppbókuð á leigunum á þeim dögum sem hentuðu okkur. Við enduðum því á að leigja húsbíl og erum mjög spennt,“ segir hún og hlær. Sjávarréttastaður í heimilislegu húsi Birgitta segist alltaf vera vakandi fyrir því hvað sé skemmtilegt að gera þegar ferðast er um landið. Hún leggur til að fólk komi sér fyrir á Húsavík, Akureyri eða Dalvík og fari svo í skemmtilegar dagsferðir þaðan. Sjálf dvelur hún yfirleitt á Húsavík með sínu fólki enda er tjaldsvæðið vel staðsett í bænum og margt skemmtilegt hægt að gera þar í kring. „Sundlaugin er til dæmis virkilega góð fyrir bæði börn og fullorðna og svo eru þarna nokkrir mjög fínir veitingastaðir. Þar nefni ég til dæmis Gamla Baukinn og Veitingastaðinn Sölku svo ekki sé minnst á Naustið sem er æð- islegur sjávarréttastaður í gömlu og mjög heimilislegu húsi. Þangað förum við í hvert sinn sem við komum norður og gæðum okkur á góðum norðanfiski,“ segir Húsvíkingurinn, núvitundariðkandinn og náttúruunnandinn Birgitta Haukdal. Birgitta hefur farið í ferðalög um Ísland síðan hún var lítil. Hér er Birgitta ásamt eiginmanni sínum, börnunum þeirra tveimur og vinum sínum. Hér er Birgitta í útilegu þegar hún var krakki. Það er nauðsynlegt að gera nokkrar leikfimis- æfingar úti í náttúrunni. Hér er Birgitta ásamt syni sínum, Víkingi Brynjari. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.